Sunnudagur, 11. september 2022
14 stökkbreytingar!!!
Þá er búið að hækka aðeins í pottinum í Danmörku. Pottinum sem geymir froskinn sem á að sjóða lifandi. Þeim sama og sauð hinn íslenska frosk á sínum tíma.
Í stórri fyrirsögn á einum af stóru miðlunum segir:
Það er nýr drengur í bekknum, og sá hefur ljótar stökkbreytingar, segja sérfræðingar um nýtt afbrigði kórónuveiru
-----
Der er "en ny dreng i klassen", og den har grimme mutationer, siger eksperter om ny coronavariant
Ónei! Ný stökkbreyting! Fram kemur að þær eru 14 talsins! Muni mögulega gera veiru kleift að smeygja sér framhjá ónæmi frá fyrra smiti eða sprautu! Nú eða ekki. Kannski eitthvað annað. Hver veit! Enginn, ennþá.
Nú stökkbreytist þessi veira oft og ítrekað og allar heimsins raðgreiningar munu ekki ná að halda utan um það. Þetta er lifandi veira með tiltölulega sveigjanlegan tilgang til lífsins, bókstaflega. Hún þarf ekki árhundruð til að þróa með sér sérhæfingu til að takast á við nýtt umhverfi og komast framhjá sóttvörnum og ónæmisefnum.
Svona svolítið eins og árlega kvefið, sem er jú bara nýtt afbrigði af einhverri kórónaveiru. Bara ekki þessari nýjustu þar til nýlega.
Það er með öðrum orðum ekkert fréttnæmt við að nýtt afbrigði komi upp af SARS-CoV-19 sem veldur COVID-19. Ef RÚV segði frá þeim öllum er jafnvel hætt við að hörðustu RÚV-fréttafíklar hættu að hlusta!
Það sem mér finnst fréttnæmt er að það þyki nú aftur fréttnæmt - efst á forsíðu holræsisfréttamiðils (e. main stream media) - að nýtt afbrigði sé komið upp sem enginn getur í raun sagt neitt um frekar en flest önnur. Kannski algjör tilviljun að það falli alveg ágætlega saman við að nú er að hefjast ný sprautuherferð í Danmörku? Þessi með uppfærða glundrinu, sjáið til.
(Látum liggja á milli hluta að sprautan er uppfærð í til að takast á við gamalt afbrigði veirunnar, ekki afbrigði framtíðarinnar, og uppfært því gamla glundrið var ekki talið virka á ný afbrigði, en öllum hefur verið sama um slíkt hingað til og verður áfram.)
Eða er einfaldlega verið að hækka í pottinum samkvæmt áætlun? Menn vilja jú ekki að sprauturnar fari til spillis og hafi neikvæð áhrif á hlutabréfaverð, eignasafn milljarðamæringa og annað slíkt. Að yfirvöld hætti á að almenningur gleymi öllum nýju stjórntækjunum sem voru afrituð af kínverskum pappír vorið 2020. Að hrædda fólkið fái ekki nýja ástæðu til að loka sig inni?
Prófið aftur, yfirvöld og þeir sem toga í ykkar strengi! Kannski froskurinn hoppi aðeins fyrr upp úr í þetta skipti, heill og líkama og geði!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
Við verðum bara að vona froskar dagsins í dag verði ekki jafn viljugir að hoppa í pottinn eins og fyrir tveim árum síðan.
Kristín Inga Þormar, 11.9.2022 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.