Ekki lesa ákveðnar síður, það er gagnlegt fyrir Rússa

Þessa dagana segja allir fjölmiðlar frá stórsókn Úkraínu í gegnum svæði sem Rússar hafa hernumið. Verið er að endurheimta borgir undir úkraínsk yfirráð og allt í molum hjá Rússum.

Gott og vel, hugsar maður. Það getur nú bara vel verið. En hvað segja miðlar hliðhollir rússneskum yfirvöldum? Hvaða nálgun gæti mögulega (eða mögulega ekki) vantað? Eru allir miðlar að segja sömu sögu en í mismunandi útgáfum? Kalla sama hlutinn mismunandi nöfnum?

Svo ég slæ inn, eins og svo oft áður:

www.rt.com

Síða lokuð! Að minnsta kosti hérna í Danmörku. Hvers vegna? Jú, vegna einhverrar tilskipunar Evrópusambandsins þar sem er margt skondið að sjá, meðal annars heiti hennar:

... concerning restrictive measures in view of Russia's actions destabilising the situation in Ukraine

Það er einmitt það já. Ég má ekki lesa ákveðinn fréttamiðil með alla sína kosti og galla, eignarhald og ritstjórnarstefnu, því því það hjálpar Rússum að raska stöðugleika Úkraínu!

Menn geta svo gripið niður af handahófi í þessa tilskipun og fundið þar mismunandi leiðir til að útskýra og réttlæta ritskoðun:

Those propaganda actions have been channelled through a number of media outlets under the permanent direct or indirect control of the leadership of the Russian Federation. Such actions constitute a significant and direct threat to the Union’s public order and security.concerning restrictive measures in view of Russia's actions destabilising the situation in Ukraine

Einmitt það já. Er eitthvað skárra að loka heimasíðum en bera á borð áróður? Er ritskoðun ekki óbeinn áróður? Takmörkun á upplýsingum? 

Jú, auðvitað.

En ég komst á RT, þökk sé krókaleiðum (sem lágu að þessu sinni um Japan). Þar segir að Rússar séu í raun að framkvæma skipulagðan flutning á hermönnum til að styrkja aðgerðir á öðrum svæðum, og til að lágmarka mannfall sé sprengjuregn látið falla yfir úkraínska herinn sem sækir fram. Hljómar ekki mjög sannfærandi en þá veit ég það.

Ef veirutímar hafa kennt mér eitthvað þá er það að um leið og ég sé tilraunir til að þagga niður í einhverjum röddum þá grunar mig að einhver sé að reyna fela eitthvað. Ekki alltaf, en nógu oft til að ég fyllist tortryggni í hvert einasta skipti.


mbl.is Undraskjót leiftursókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Af RT: "The Russian Defense Ministry has confirmed the withdrawal of troops from multiple locations across Ukraine’s Kharkov region. The development comes amid a offensive in the area by Kiev.

“In order to achieve the goals of the special military operation, a decision was made to regroup troops in the areas of Balakleya and Izyum in order to build up efforts in the Donetsk direction,” the Russian military said in a statement on Saturday.

The troops stationed in the area have been "re-deployed" over the past three days into territory of the Donetsk People’s Republic, the ministry claimed. During the operation, the military has performed a “number of distracting and demonstration activities imitating the real action of troops,” it added, without providing any further detail on said maneuvers.

In order to prevent “damage to Russian troops,” the military has been subjecting Ukrainian units in the area to “powerful” artillery, missile and aircraft attacks, the ministry said, claiming destruction of over 100 armor pieces and artillery, as well as elimination of “more than 2,000 Ukrainian and foreign fighters” in the past three days.

The withdrawal comes amid a massive Ukrainian offensive that was launched in Kharkov Region on Thursday. The assault was preceded by attempts to advance in other areas, namely near the Russia-controlled southern Ukrainian city of Kherson."

Þessi reynir að útskýra: https://www.youtube.com/watch?v=5cilE7t9OWE

Ég nenni almennt ekkert að hugsa um þetta.  Ekki eitthvað sem brennur fyrir mér persíónulega, svo fukkit.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2022 kl. 20:13

2 identicon

Ekki lokað á rt.com á skérinu.  Hef ekki mikið álit á þessum ríkisfjölmiðli rússa en hvaða helvítis hálfvita þótti það góð hugmynd að stunda svona ritskoðun?

Bjarni (IP-tala skráð) 10.9.2022 kl. 21:32

3 identicon

Þetta minnir mig á fréttirnar frá Berlin á síðari árum heimsstyrjaldarinnar þegar Þjóðverjar voru að hörfa undan í Rússlandi "samkvæmt áætlun" eins og það var orðað.

 En það er ekki öll von úti enn, kannski kemur "bróðir, Kim il Jung", Pútín til bjargar með  sína 100 þúsund "sjálfboðaliða"?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.9.2022 kl. 22:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er einfaldlega árátta hjá yfirvöldum og strengjabrúðumeistara þeirra: Að vilja skammta upplýsingar, sía þær og úrskurða hver má segja hvað og hver má hlusta á hvern.

"Fact checkers became necessary when the truth came out" eða álíka tilvitnun sá ég á einum stað. Ekki að RT sé "the truth", alls ekki, en greinilega ekki hægt að treysta ÞÉR til að lesa og vega og meta. Ekki frekar en í Icesave-deilunni þegar helstu prófessorum Íslands var stillt upp til að vara við heimsendi. Og ekkert rættist auðvitað.

Geir Ágústsson, 11.9.2022 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband