Hamfarahlýnun á hverjum degi

Veðurstofur víða virðast hafa tekið upp þann ósið nýlega að lita öll hitakort eldrauð sama hvernig viðrar. Þetta er gert með því að finna hæsta spágildi hita hvers tíma og lita í rauðum lit, jafnvel eldrauðum. Þannig verða 5 gráður á einum degi jafnrauðar og 35 gráður á öðrum. Sem dæmi, hitaspá dagsins hjá Veðurstofu Íslands:

eldurogbrennisteinn

Og sú fyrir laugardaginn:

eldurogbrennisteinn2

Hitaspáin fyrir miðnætti á sunnudag (sýnilega engin ástæða til að nota yfirhöfn, og það mætti halda að úthafið sé mjög heppilegt fyrir hlýtt og notalegt sjósund):

eldurogbrennisteinn5

Kannski hugsunin sé sú að maður fái það alltaf á tilfinninguna að það sé brjáluð hitabylgja knúin áfram af losun manna á koltvísýringi í andrúmsloftið og selji bílinn og kaupi reiðhjól.

Nema ástæðan sé leti: Látum hitakvarðann bara ráðast af lægsta og hæsta hita hverrar hitaspár og pælum ekki meira í því.

Mönnum er hér engu að síður svolítill vandi á höndum. Hvað ef hitastigið er mjög hátt á einum stað og mjög lágt á öðrum? Annað eins getur gerst á Íslandi.

Ég er með lausn: Að hreinlega teikna eld og brennistein inn á kortið.

eldurogbrennisteinn3

eldurogbrennisteinn4

Nú hljóta reiðhjól að seljast upp fyrir veturinn og bílasölur að fyllast af notuðum bensínbílum. Verði ykkur að góðu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

það vill svo til að ég hef haft þann sið um áratuga skeið að fylgjast með veðrinu daglega og það er af og frá að "veðurfræðingar liti kortin alltaf eldrauð, sema hvernig viðrar".

Ómar Ragnarsson, 5.9.2022 kl. 13:17

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sammála Ómari. 10 gráðurnar eru t.d. alltaf í sama lit á öllum kortunum og liturinn fer í sama dökkrauða tóninn við 17 gráður. Búið að vera svona árum saman. Grænir og bláir tónar koma síðan fram ef hitinn fer undir frostmark.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.9.2022 kl. 14:24

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég ét þá hattinn minn en finnst ennþá vanta eitthvað fyrir 25 stiga hita.

Geir Ágústsson, 5.9.2022 kl. 15:04

4 Smámynd: Loncexter

Þrátt fyrir gríðaraukningu á rafbílum á íslandi síðustu árin, er ég varla að merkja að hitastig á íslandi sé að lækka.

Sumir spaugarar segja að hitin frá hleðslutækjum rafbíla sé svakalekur og hiti umhverfið skuggalega.

Og enn meira verður spaugið þegar sumir segja að þungir rafbílar þurfi öflugri bremsur sem framkalla meiri hita. Ekki verður svifrikið minna á höfuðborgarsvæðinu við rafbílana, þar sem bremsur og dekk gefa frá sér ryk. En eins og allir sjá, þá eykst ryk frá bremsum og dekkjum eftir því sem ökutækið er þyngra.

Loncexter, 5.9.2022 kl. 18:31

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Loncexter,

Tjah, kemur í ljós. En fyrir leit að aðeins vingjarnlegri hitakortum þá fannst mér þau í september 2020 gefa aðeins betri tilfinningu fyrir því hvað væri að brenna og hvað ekki:

https://www.visir.is/g/20202015996d/liklegt-ad-frost-maelist-vida-naestu-nott

Nú eða þau í janúar 2016:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/17/frost_0_til_10_stig/

En ætla nú ekki að fara tala um einhverja kollsteypu hérna í litakvarða. Gulur og rauður eru nálægir litir. ekki satt?

Geir Ágústsson, 5.9.2022 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband