Fimmtudagur, 1. september 2022
Dönsk yfirvöld búa sig undir að sprauta meira
Dönsk heilbrigðisyfirvöld ætla að tilkynna Dönum á morgun að það eigi að bjóða upp á fleiri sprautur af mRNA-glundrinu í haust. Nýja glundrið á víst að vera betra en það gamla og ná líka til nýjustu afbrigða þótt gamla glundrið virki líka vel og veiti góða vörn, eða svo er okkur sagt. Tæplega helmingur Dana getur búist við því að fá boðskort í nýja aðför að líkama sínum og margir munu eflaust þiggja boðið.
En varla verður látið duga að senda út boðskort í sprautu, eða hvað? Ég hef lengi beðið eftir næsta stóra útspili yfirvalda sem á að fá okkur til að nota grímur og þiggja fleiri sprautur. Evrópubúar og sérstaklega Norðurlandabúar virðast samt ætla að sleppa. Þessu er öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Þar er nú verið að hvetja ungt fólk í háskóla sem er ekki búið að fá flensusprautuna um að setja á sig grímu! Þar er samt miklu meiri hugmyndafræði í veiruóttanum. Vinstraliðið óttast, notar grímur og lætur sprauta sig, en vinnandi fólk er rólegra og síður lyfjaþyrst.
Sennilega tekst dönskum yfirvöldum að sprauta flesta sem þau boða í sprautu. Í Danmörku er engin umræða um aukaverkanir, ónæmiskerfi, aukaverkanir sóttvarnaaðgerða, handahófskennd fyrirmæli hins opinbera og broddprótein. Fólk les sín bréf frá hinu opinbera og gerir það sem það er beðið um. Því miður. En sem betur fer hafa Danir tekið börnin af skotskífunni. Fullorðið fólk getur sprautað sig með heróíni og frostlegi fyrir mér, sé það einlægur vilji þess. En börnin eiga ekki að láta dæla aðskotahlutum í blóðrásina á sér.
Haustið er byrjað og hræðslan er komin. Velkomin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Athugasemdir
AArrgghh. Kannski elta þeir þig með sprautuna? Og breyta DNAinu í þér, ef þeir finna það? Kannski ertu kominn á lista geimveranna sem stjórna öllu og hafa heilaþvegið Dani. Aaarrrgggghhh!!!
FORNLEIFUR, 2.9.2022 kl. 06:06
Fornleifur,
Nei nei. Fólk hefur tekið því alveg ágætlega í kringum mig að ég sé ósprautaður. Sumum fannst það skrýtið í miðju brjálæðinu þegar allir voru að raða sér í sprautur en með því að brosa, vera geðþekkur, upplýstur og yfirvegaður þá fór það allt vel.
Hef vissulega þurft að segja ósatt við ákveðnar aðstæður til að sleppa við áreiti öryggisvarða en það er önnur saga.
Maður vonar að Norðurlöndin standi á sínu og afnemi ekki öll mannréttindi þótt fólk í öðrum heimshlutum hafi verið elt uppi eins og strokuhundar og sprautað með valdi.
Geir Ágústsson, 2.9.2022 kl. 08:17
Tilkynning danskra heilbrigðisyfirvalda var skárri en ég bjóst við:
Fleiri sprautur í 50 ára og eldri, og ekki aðra. Sértu 49 ára þá færðu ekki sprautuna jafnvel þótt þú viljir.
Geir Ágústsson, 2.9.2022 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.