Miðvikudagur, 17. ágúst 2022
Á að þjarma að rússneskum almenningi til að refsa Pútín?
Í dag birtist ritstjórnargrein í Morgunblaðinu þar sem kallað er eftir að rússneskir ferðamenn fái ekki að ferðast til Evrópu. Tilvitnun:
Rússar leita því til Finnlands, Lettlands og Eistlands og fljúga þaðan til áfangastaða sunnar í álfunni án þess að hafa miklar áhyggjur af þeim refsiaðgerðum sem eiga að bíta á Rússland. Flugbannið er einmitt dæmi um refsiaðgerð sem almenningur í Rússlandi finnur óhjákvæmilega fyrir.
Þá hafa einnig verið brögð að því að sumir af ferðamönnunum sem lagt hafa leið sína til Finnlands hafi reynt að fara þaðan aftur heim til Rússlands með gamla tölvuíhluti og annað slíkt, sem nú er bannað að flytja til landsins vegna stríðsins. Það, að veita áfram ferðamannaávísanir fyrir allt Schengen-svæðið, er því bara enn ein leiðin sem Rússar geta reynt að nýta sér, á margvíslega vegu, til þess að fara í kringum áhrif refsiaðgerðanna.
Hér er í raun og veru sagt að ferðamenn geti gatað refsiaðgerðir gegn Rússum með því að fylla ferðatöskur sínar af gömlum tölvuíhlutum og öðru slíku. Magnað. Ég veit ekki betur en að flestir þessara tölvuíhluta séu framleiddir í Kína og að Rússar geti keypt þá nýja þaðan.
Nei, gamlir tölvuíhlutir eru ekki að fara bjarga neinu ef Rússar eru í raun í einhverjum vandræðum. Boðskapurinn hérna er að þjarma að rússneskum almenningi því það muni á einhvern hátt leiða til vandræða fyrir Pútín. Banna Rússum að ferðast til Evrópu og halda því fram að þar með muni Rússar ekki ferðast neitt, ekki einu sinni með Wizz Air til Miðausturlanda. Þeir verði eirðarlausir og byrji að grýta rússnesku forsetahöllina, eða eitthvað.
Viðskiptaaðgerðir gegn rússneskum almenningi, þar sem honum er meinað að ferðast til Evrópu, munu ekki gera annað en auðvelda rússneskum yfirvöldum að þjappa þjóð sinni saman gegn sameiginlegum andstæðingi. Við búum til hatur á Evrópu sem mun torvelda friðsamleg samskipti og viðskipti í framtíðinni. Við ýtum Rússum í fang Miðausturlanda, Kína og Afríku.
Viðskiptaaðgerðir bitna sjaldnast á yfirvöldum. Gleymum því ekki. Þær bitna fyrst og síðast á óbreyttum borgurum. Fræg er hungursneyðin sem Bandaríkin og bandamenn kölluðu yfir Írak á meðan þáverandi forseti þeirra reisti hallir. Erum við að boða slíkt, aftur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Athugasemdir
Reynsla mín af svíum er að þeir eru sparsamir og nægjusamir
Gott fólk þó okkur þyki það stundum framandi að rukkað sé fyrir kaffi og bensín
Nú horfir hinn almenni Svenson fram á að þurfa skjálfa úr kulda vegna gífurlegra hækkana á rafmagni.
Spurningin í komandi kosningum (11 sept) er hvort hann skelli skuldinni á Pútín eða viðskiptaþvingarnir ESB
svo hafa flokkarnir komið með alskyns misgáfuleg loforð um hvernig draga eigi úr yfirgangi glæpagengja í Svíþjóð
Tre röster: Så vill vi sätta stopp för gängkriminaliteten | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 17.8.2022 kl. 15:22
Tvisvar hef ég reynt að fá vegabréfsáritun til rússlands, annars vegar hjá sendiráðinu í Helsinki og hins vega hjá sendiráðinu í Reykjavík. Í bæði skipin var mér hafnað af því ég hafði ekki keypt skipulagða ferð með ferðaskrifstofu þar sem öll dagskrá ferðarinnar lá fyrir, þ.m.t. allir gististaðir. Auðvitað gert til þess aðtúristar væru ekki að þvælast á stað sem þeir, að áliti yfirvalda, áftu ekkert erindi til. Rússland hefur aldrei komist útúr sovíetinu. Rússneskur almenningur fær enga samúð frá mér fyrir að fá ekki að ferðast til frjálsrar Evrópu, þetta helvítis pakk er best geymt heima hjá sér.
Bjarni (IP-tala skráð) 17.8.2022 kl. 15:27
Bjarni - sama var upp á teningnum þegar vinir mínir í Svíþjóð ferðuðust í gegnum austur þýzkaland fyrir örfáum árum síðan
Grímur Kjartansson, 17.8.2022 kl. 16:58
Ef þú veist allt um hversvegna þér er hafnað um vegabréfs umsókn ætturðu að vita að hinn almenni Rússi veit harla lítið um það. Ráða íslensk stjórnvöld ekki hverjir heimsækja þau?Hvað segir goða folkið um það?
Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2022 kl. 17:09
Höfnunin ä Bjarna hefur greinilega gert hann reiðan út í Rússa. Nú á að gera Rússa reiða út í Evrópusambandið. Þetta er stríð sem allir tapa.
Geir Ágústsson, 17.8.2022 kl. 18:28
Reyndar geta Rússar ferðast til Tyrklands, Víetnam og Taílands án hindrana. Allt vinsælir staðir sem Rússar halda mikið uppá. Grikkland og Ítalía tapa ferðamannatekjum á þessu banni. Tekjum sem þeir geta illa verið án.
Ragnhildur Kolka, 17.8.2022 kl. 23:46
Sæll Geir.
Árið 1943 kom út lítið kver e. Stein Steinarr er nefndist Tindátarnir,
myndskreytingar Nínu Tryggvadóttur.
Þar stendur m.a. þetta:
---
Húsari. (IP-tala skráð) 18.8.2022 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.