Föstudagur, 12. ágúst 2022
Tvöfalt siðferði
Stundum er betra að vera bara hreinskilinn um misræmi og ósamræmi í stað þess að reyna í sífellu að þykjast vera sjálfum sér samkvæmur í öllum málum.
Ég rakst á þessa skemmtilegu tilvitnun í ráðamann hjá Evrópusambandinu:
We are often criticized for double standards. But international politics is to a large degree about applying double standards. We do not use the same criteria for all problems.
Hérna er viðkomandi að útskýra af hverju Evrópusambandið bregst öðruvísi við innrás Rússa í Úkraínu en vandamálum Gaza-svæðisins vegna Ísrael. Mér sýnist tilvitnunin eiga uppruna sinn hérna, en kannski einhver með aðgang að þeirri síðu geti staðfest það (spænska blaðið El Pais).
Svona siðferðislegur sveigjanleiki hefur marga kosti fyrir þann sem við hann býr. Þannig verður til dæmis réttlætanlegt að sprengja upp konur og börn á einum stað en ekki að siga hermönnum á hermenn til að stöðva þjóðarmorð á öðrum. Þægilegt, ekki satt?
Ég held að tilvitnunin hér að ofan sé mjög góð lýsing á alþjóðastjórnmálum og þá sérstaklega eins og þau eru stunduð á Vesturlöndum. Og ekkert að því að viðurkenna það. Hvort það sé siðferðislega á hæsta plani er svo kannski önnur saga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.