Spár hinna viðurkenndu fræðimanna

Í skemmtilegri grein í Morgunblaðinu eftir Hauk Ágústsson er farið yfir nokkrar af dómsdagsspám spekinga og fræðimanna undanfarna áratugi. Þeir spáðu ísöld, hungursneyðum, hráefnaskorti og olíuþurrð. Ekkert hefur ræst.

Í dag spá þeir farsóttum, hamfarahlýnun og eyðingu náttúrunnar.

Ætli þær spár séu eitthvað betri? Eru tölvurnar orðnar nógu fullkomnar til að spá fyrir um framtíðina?

Auðvitað er mögulegt að allar hamfaraspár rætist. Við getum haldið áfram að eyðileggja kapítalismann og þá auðsköpun sem hann færir mannkyninu. Ríkt fólk notar olíu og gas, ræktar skóga og heimtar hreint vatn og loft. Fátækt fólk heggur skóga og losar skólpi og rusli í náttúruna. Ef baráttan gegn fátækt missir máttinn, eins og hún gerði á veirutímum vegna takmarkana, þá geta hræðilegustu framtíðarspár vissulega ræst.

En annars ekki, eins og sagan sýnir okkur.

Lokaorð Hauks eru ágæt áminning:

Er ekki tími til kom­inn að við hætt­um að láta hræða okk­ur með ógn­ar­spám? Heim­ur­inn átti að far­ast fyr­ir ára­tug­um, en hann gerði það ekki. Spár sam­tíma­manna okk­ar, eins og spár fortíðar­inn­ar, eru tíma­sett­ar, sem hinar fyrri. En er ekki langlík­leg­ast – og reynd­ar sem næst víst – að þær séu jafn hald­litl­ar og spár „viður­kenndra“ fræðimanna fyrri tíðar reynd­ust vera?

Sammála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

https://extinctionclock.org/

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.8.2022 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband