Flatur flokkur

Hér sést fylgi flestra stjórnmálaflokka frá árinu 2004 samkvæmt Þjóðarpúls Gallup:

xd2004-2022

Fjármálaskellurinn sést þarna vel á fylgi Sjálfstæðisflokksins (blá lína). Flokkurinn fór úr því að vera 35%-40% flokkur í rúmlega 20%. Bjarni Benediktsson tók við formannsstól flokksins árið 2009. Fylgið hefur verið nokkuð stöðugt allan þann tíma. 

Ef Bjarni verður áfram formaður heldur fylgið áfram að vera rétt yfir 20%. Það er kannski vert að hafa í huga. Hann hefur boðað að flokkurinn sé enginn frjálshyggjuflokkur og svo sannarlega staðið við það. Flokkurinn hefur raunar aldrei verið neitt slíkt og ekki einu sinni nálægt því en stundum hafa ungliðahreyfingarnar teygt sig í þá áttina og mótað stefnu seinni tíma, svo sem að vilja afnema ríkiseinokun á hinu og þessu. Í stjórnmálum gerast hlutir oft hægt.

En af hverju er mér ekki alveg drullusama? Jú, því ég hef taugar til Sjálfstæðisflokksins. Ég var í nokkur ár skráður meðlimur í honum þar til ég gat það ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini sem vill að ríkisreksturinn sé í lagi og þegar hann hefur fengið að ráða hefur hann jafnvel lækkað skatta og afnumið. Enginn annar flokkur hefur slíkt á ferilskrá sinni nema hafa verið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Flokkurinn mun samt ekki hafa nein raunveruleg áhrif ef hann hangir í 20% fylgi og þarf að reiða sig á blessun tveggja samstarfsflokka og jafnvel fleiri í stjórnarsamstarfi. 

En hann mun heldur ekki stækka neitt ef ekkert breytist. 

Og kannski þýðir það nýjan formann, en til vara formann sem hættir að skoða skoðanakannanir og fer í staðinn að lesa grunnstef flokks síns, þar sem meðal annars stendur:

Afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu eiga umfram allt að vera takmörkuð og heyra til undantekninga.  Ríkið lifir ekki sjálfstæðu lífi, það er til fyrir fólkið og vegna fólksins, ekki öfugt. ...

Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna eru önnur kjörorð Sjálfstæðisflokksins „Báknið burt.”

Kannast einhver við þessi orð með því að skoða verk flokksins í ýmsum málum? Það þætti mér hæpið. 

Ef báknið væri í raun og veru á leiðinni burt eftir samfellda stjórnarsetu flokksins frá 2013 hefði athafnamaður nokkur ekki sagt eftirfarandi orð árið 2011 sem eiga enn betur við í dag en þá:

„Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekk­ert gera fyrr en öll leyfi eru kom­in.“

Ef báknið væri eitthvað að minnka þá væri skattbyrði á Íslandi ekki með því hæsta sem þekkist meðal þróaðra ríkja.

Ef báknið væri að einbeita sér að almenningi þá væri ekki til sérstakt loftslagsráð sem vantar enn einn opinbera framkvæmdastjórann. 

En gott og vel, skráðir meðlimir Sjálfstæðisflokksins sem mæta á landsfund hljóta auðvitað að ráða þessu. Gangi þeim vel!


mbl.is Bjarni vill halda formannsstólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju hefur fylgið við Sjálfstæðisflokkinn hrunið?

Svarið er einfalt:  Hann er ekki Sjálfstæðisflokkur lengur.

Hann er búrakratískur jötuflokkur.

Flokkur sem í meiri djöfulmóð innleiðir og stimplar reglugerðir, lög og pakka ESB, og þrengir með því að sjálfstæði almennra landsmanna og svívirðir fullveldi landsins.

Hann er flokkur elítu sem gefur skít í ályktanir og samþykktir landsfunda flokksins.

Hann er orðinn að lénsflokki nojara og Brussel valdsins.  

Fylgi þessa fyrrum glæsta flokks mun fara niður fyrir 20% í næstu kosningum.  Skiljanlega, sbr. það sem að ofan segir.

Svo mælir hér Símon Pétur frá Hákoti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.8.2022 kl. 22:05

2 identicon

Í nýliðnum borgarstjórnarkosningunum varð öllum ljóst hversu mikil ógæfa fylgir elítu flokksins.

Gegn hinum vonlausa - og lýðum leiða - borgarstjóra Degi Bergþóru Eggertssyni, hefði flokkurinn átt að vera í kjörstöðu að endurheimta aftur eitthvað af fyrra fylgi sínu.

En nei, einnig því klúðraði hrunflokkurinn. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.8.2022 kl. 22:13

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Símon Pétur,

Sammála þessu. Og nú þegar ég skoða betur þá er fallið úr 35-40 í 20 ekki í kringum hrunið heldur stuðning BB við Icesave-samning (man ekki númer hvað). 

En já, þetta er flokkur báknsins, ekki baráttunnar gegn því.

Geir Ágústsson, 4.8.2022 kl. 22:18

4 identicon

Sæll Geir,

varðandi Icesave, þá fylkti öll elítan - hvort heldur hún gerði út á að þykjast vera til vinstri, moð, eða hægri - zér saman og þar með talinn Bjarni Benediktsson um Lee Bucheit samninginn, Icesave 3.  Kellingin hans Bucheit messaði svo í ríkiaútvarpi búrakratahirðarinnar um nauðsyn samþykktar þess samnings.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.8.2022 kl. 23:15

5 identicon

Bjarni Benediktsson fylkti sem sagt liði með allsherjarráðherra þess tíma, Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur og allri þeirra "fyrstu hreinu vinstri stjórn", helferðarstjórninni.

Og það var ekki bara kellingin hans Bucheit sem messaði stöðugt í ríkisjötuvarpi ofangreindra þremenninga, heldur var fyrrum forseti, Vigdís hríslupotari, látin hafa sig að fífli.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.8.2022 kl. 23:24

6 identicon

Og nú þegar ég skoða betur þá er fallið úr 35-40 í 20 ekki í kringum hrunið heldur stuðning BB við Icesave-samning

Það var nákæmlega þarna sem ég ákváð að hætta að kjósa sjálfstæðisflokkinn og það kemur ekki til greina að kjósa hann á meðan Bjarni er viðriðinn flokkinn, hann er ekki góður foringi, hann er tækifærissinni frá helvíti og er þarna einungis í eigin þágu það er mér algerlega óskiljandi hvernig hann hefur það fylgi sem hann hefur.

Þessi um 20% er gallharðir sjáfstæðismenn, allir gömlu flokkarnir eru með einhverja prósentu af fólki sem kýs ekkert annað, flokkshylli ofar öllu, önnur ástæða er einnig sú að hvað eiga sjálfstæðismenn að kjósa annað, það er ekkert í boði fyrir þá.

Halldór (IP-tala skráð) 5.8.2022 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband