Vesturlönd ráðast á ungt fólk

Heldur einhver í alvöru að hápólitísk markmið rússneskra yfirvalda séu að fara breytast með því að Vesturlönd geri unga, saklausa, óbreytta rússneska borgara að einhvers konar útlögum? 

Út í hvaða þvælu erum við komin?

Nú hefur stríð Bandaríkjanna í Miðausturlöndum gegn hryðjuverkum vissulega snúist um að sprengja konur og börn í loft upp og smala þannig ungum mönnum í hryðjuverkasveitir sem sprengja upp unga bandaríska hermenn. En er ekki óþarfi að herma eftir þeirri frekar glötuðu aðferðafræði? Að æsa upp andúð á Vesturlöndum í huga ungra Rússa sem dreymir um að búa og læra á Vesturlöndum en mega nú ekki? Eru menn viljandi eða óviljandi að stunda kosningabaráttu fyrir forseta Rússlands?

Vesturlönd þurfa að passa sig á því að verða ekki það sem þau eru að fordæma. Því miður sjá þau það ekki þar sem þau sitja í fílabeinsturni sínum og líta niður á aðra heimshluta sem sprauta sig of lítið, heimta skítugt jarðefnaeldsneyti og virða ekki landamæri ríkja sem Vesturlönd hafa ekki nú þegar rústað.


mbl.is Rússum meinað um dvalarleyfi og vegabréfsáritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær hefur stríð Bandaríkjanna í Miðausturlöndum snúist um að sprengja konur og börn?

Við hvað var verið að berjast?

 

Karl (IP-tala skráð) 29.7.2022 kl. 14:53

2 identicon

Sæll Karl, 

"Hvenær hefur stríð Bandaríkjanna í Miðausturlöndum snúist um að sprengja konur og börn?"

Við höfum mörg dæmi um þessar aðferðir sem að stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa notast við með einmitt góðum lyga átyllum til hefja stríð, þú?

Lygarnar um að gjöreyðingarvopn (WMD) væru í Írak virkuðu fínt, til að hefja stríð gegn Írak 2003, en Afganistan og Írak var alls ekki nóg fyrir Bandaríkin. Nú og því voru notaðar lygar aftur um að borgarastríð væri í Líbýu 2011 (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported).

Við áttum einnig að kaupa þessar sömu lygar um að borgarstríð væri í gangi Sýrlandi, nú og við áttum alls ekkert að fá vita um að þetta væru málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar (Wahhabism eða ISIS) er Bandaríkin hefðu verið að fjármagna og styðja. Nú og við áttu bara að styðja allt þetta fyrir fleiri svona stríð, ekki satt? Þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=kER6Kheq0rc).  Eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera þá vantar bara núna góða lygaátyllu í viðbót, svo að hægt sé að rústa Íran fyrir Stærra Ísrael, því að Íran er næst á dagskrá samkvæmt því sem hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.

http://www.stopiranwar.com/



Þorstteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.7.2022 kl. 06:50

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Venju samkvæmt varpar Geir fram ágætri eldfimri ályktun og síðan kemur Þorsteinn (sá bannfærði á mogga-blogginu) og tekur af allan vafa.

Jónatan Karlsson, 30.7.2022 kl. 09:22

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir, mér finnst þetta nú einkennilegar ályktanir sem þú dregur, leggur saman tvo og tvo og færð sjö. Fyrir það fyrsta, þá er það eingöngu Eistland sem er að grípa til þessara aðgerða, ekki öll Vesturlönd.

Auk þess er Eistland í Austur-Evrópu og ekki beinlínis Vesturlönd, þó öll gömlu austantjaldsríkin hafi verið boðin velkomin í hóp ríkja sem virða mannréttindi og frelsi borgaranna.

Eystrasaltsríkin eru samt þau lönd sem eru allra hörðust í afstöðu sinni gegnvart yfirgangi Rússanna, enda vita þau hvernig er að þjást undir hæl einræðisseggjanna í Kreml og munu sjálfsagt þurfa mörg hundruð ár til að ná sér almennilega á strik eftir þá kúgun.

Hvaða löndum hafa Vesturlönd rústað? Hafa þau ekki aðallega rústað sér sjálf? Veit reyndar ekki hvaða lönd þú ert að tala um, væri ágætt að fá það fram líka.

PS Frábið mér ljósmyndasýningar af lygum, ég er hér að spyrja Geir, eða hvern sem er sem er ekki orðinn snarruglaður af samsæriskenningum frá Kreml.

Theódór Norðkvist, 30.7.2022 kl. 15:34

5 identicon

Í tvígang hef ég reint að fá vegabréfsáritun til rússlands, annars vegar hjá sendiráðinu í Reykjvík og hinsvegar í Helsinki.  Í bæði skiptin var mér hafnað af því ég hafði ekki boðsbréf eða bókaða skipulagða ferð með ferðaskrifstofu þar sem allar næturgistingar voru bókaðar.  Rússland hefur aldrei komist útúr sovíetinu og þegnar þess eiga engan rétt á mýkri meðhöndlun á vesturlöndum en þeir sjálfir veita.  Það er vesturlöndum best að þetta hyski haldi sig heima.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.7.2022 kl. 12:06

6 identicon

Sæll Theódór Norðkvist,

"Fyrir það fyrsta, þá er það eingöngu Eistland sem er að grípa til þessara aðgerða, ekki öll Vesturlönd."

Fyrirgefðu en hvað varðar "Vesturlönd", þá gleymir þú m.a. Evrópusambandinu og öllum þessum fyrirskipunum frá þeim í þessu sambandi, sjá hérna:

"The EU’s high representative for foreign affairs and security policy, Josep Borell, backed the decision, saying that Lithuania was correctly implementing EU sanctions.Moscow reacted immediately and strongly, threatening “serious consequences”, which, as yet, have not been specified. On June 20, Lithuania’s chargé d’affaires was summoned to the Foreign Ministry and told to cancel the restrictions or face the consequences. A senator on Russia’s upper house – the Federation Council – Andrey Klimov, called on the EU to “correct Vilnius’s impudent little stunt”, while the head of Russia’s Security Council, Nikolai Patrushev, stated that “appropriate measures” that would have a “serious negative impact on the population of Lithuania..."

Nú hvað varðar annað hérna, þá verður þú sem Zíonisti að reyna verja og styðja "Stærra Ísrael" ykkar betur en þetta, því að auðvitað verðið þið Zíonistar að geta rústað og/eða eyðilagt Íran líka fyrir frekari stækkun eða ykkar "Stærra Ísrael", ekki satt? Fyrirgefðu en þetta er ekki áróður frá Rússum (sem að þú vilt kenna um allt),heldur frá honum General Westley Clark og skv. Zíonista planinu (
Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research), þú?
General Wesley Clark - Taking Out 7 Countries in 5 Years - YouTube
KV.

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.8.2022 kl. 01:15

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Ekki grýta höfnina þína þótt aðrir geri það.

Theodór,

Líbía er nærtækt og vel þekkt dæmi. Rústað til að verja petro-dollar og svala blóðþorsta Killary Clinton.

Geir Ágústsson, 1.8.2022 kl. 17:19

8 identicon

Geir,

Ertu að vísa í borgarstyrjöldina í Líbíu þegar Ghaddafi var velt úr sessi?  Að þar hafi Bandaríkin verið að "svala blóðþorsta"?  Eða ertu að vísa í eitthvað annað?

Karl

Karl (IP-tala skráð) 2.8.2022 kl. 09:55

9 identicon

Sæll Karl,
Þessar lygar um að borgarastríð hafi verið í Sýrlandi virkuðu reyndar fínt, rétt eins og  til að hefja stríðið gegn Líbýu (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported ). Eins og áður segir: "Þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi (https://www.youtube.com/watch?v=kER6Kheq0rc). 

Nú þurfa þeir að finna fleiri svona lyga átyllur í viðbót til hefja stríð gegn Íran
fyrir þeirra "Stærra Ísrael", ekki satt?

Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth, svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.
http://www.stopiranwar.com/

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.8.2022 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband