Miðvikudagur, 27. júlí 2022
Fólk er að leyfa sér að segja eitthvað!
Fólk er að leyfa sér að segja hluti sem að það gat ekki leyft sér að segja áður ..., segir starfandi formaður Samtakanna 78, með hneykslunartón, og vitaskuld í aðalfréttatíma sjónvarps.
Án þess að taka afstöðu með skemmdarverkum, veggjakroti eða lestri á Biblíuversum þá spyr ég: Er ekki bara alveg frábært að fólk sé að leyfa sér að segja hluti sem má síðan svara fyrir í í ræðu og riti?
Er ekki einmitt stjórnarskrárvarinn réttur fólks að leyfa sér að segja hluti?
Eða ef fólk má ekki leyfa sér að segja hluti, hver er það þá sem gefur út leyfin?
Hvar er listinn yfir leyfilegar skoðanir?
Eða hinar sem mega ekki einu sinni koma upp á yfirborðið? Sem eiga bara að vera í lokuðum hópum? Sem á aldrei að þurfa mæta í opinberri umræðu?
Ég vona að fólk haldi áfram að leyfa sér að segja hluti án þess að spyrja kóng né prest eða nútímalegra arftaka þeirra sem skoðanamótara samfélagsins.
En um leið að skemmdarverk og önnur eignaspjöll séu ekki stunduð, auðvitað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og Henry Ford sagði
Þú mátt velja þér hvaða lit sem þú vilt á nýja Ford T bílinn
meðan sá litur er svartur
Á sama hátt er umræðan þú mátt hafa skoðun meðan það er sama og mín skoðun
Grímur Kjartansson, 27.7.2022 kl. 10:35
Að rugla saman og sjá ekki mun á skoðun og tjáningu er merki um að viðkomandi hafi lítið vit og þekkingu á umræðuefninu. Á þessari fáfræði er síðan byggð skoðun sem engin leið er að breyta. Sem gerir alla umræðu við viðkomandi tilgangslausa. Jörðin verður víst ætíð flöt hjá sumu fólki.
Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2022 kl. 11:01
Vagn,
Réttur fólks til að hafa þá skoðun að jörðin sé flöt og tjá sig um þá skoðun er varinn af 73. gr. stjórnarskrár, like it or not.
Geir Ágústsson, 27.7.2022 kl. 11:07
Grímur,
Krafan um sömu einsleitni í opinberri umræðu er mjög hávær. En reynum nú að streitast aðeins á móti.
Geir Ágústsson, 27.7.2022 kl. 11:09
Það var jú eitt af atriðunum sem átti að skemma með nýju stjórnarskránni. Þar voru talsverð höft sett á tjáningu með loðnu orðalagi.
Svo eru samtökin 78 hissa á að fólki líkar ekki lengur við þau. Eftir 40+ ára baráttu til að vera tekin í sátt...
Ásgrímur Hartmannsson, 27.7.2022 kl. 15:35
Vagn kvartar yfir því að engin leið sé að breyta skoðunum þeirra sem eru honum ósammála enda byggja þær skoðnir á fáfræði að hans mati. Því sé öll umræði við svona fáfróða vitleysingj tilgangslaus.
Mín reynsla af tilraunum mínum fil að koma vitinu fyrir þennen rétttrúnaðarriddara hafa hingað til verið árangurslausar. Hann hefur látið velkst um í fáfræði og tekur engum sönsum þó honum gáfaðri menn reyni að koma fyrir hann viti. Hann er hinsvegar afar hrifin af því að beita ritskoðun og slaufun á alla þá sem ekki eru honum sammála, enda er slíkt ekkert annað en fáfræði, hann er j sjálfur rétttrúnaðarriddarinn, Don Kiqoute ríðndi á truntunni með Sancho Pancha sér við hlið.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.7.2022 kl. 17:43
Geir
Held að þessi hömlulausu kröfur að allir séu auðsveipir fyrir ákveðinni hugmyndafræði muni leiða til mótþróa
Það hefur allaveg gerst í USA held að Þýzkaland verði næst
Grímur Kjartansson, 27.7.2022 kl. 18:18
Ríkissjónvarpið er þjóðarskömm. Kyndir undir lægstu hvatir mannsins og kostar þjóðina gífurlegar fjárhæðir. Er ríkissjónvarpið tímaskekkja???
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 27.7.2022 kl. 18:39
Til hvers að hafa skoðun ef ekki má tjá hana? Tjáningarfrelsið er einmitt til að takast á um skoðanir....ef ekki er hægt að rökræða um skoðanir þá er heldur ekki hægt að vita hvort þær fái staðist.
Ragnhildur Kolka, 27.7.2022 kl. 21:48
?????Hvaðan kom þessi Bjarni sem ég kannast ekkert við að hafa áður lesið eitthvað frá, hef enga hugmynd hvaða skoðanir hefur á hinum ýmsu málum, og heldur mig almáttugan þegar kemur að ritskoðunum og slaufun????
Ragnhildur Kolka, þannig að ef það væri mín skoðun að þú værir barnaperri og níðingur þá væri, þín vegna, í besta lagi að ég setti það í alla fjölmiðla að þú værir barnaperri og níðingur? Þér væri náttúrulega frjálst að ræða það, bera af þér sakir eins og allir barnaperrar og níðingar gera, og þú værir fullkomlega sátt þó margir tækju mig frekar trúanlegan en þig? Og ef þú misstir vinnu og vini þá væri það lítið verð fyrir frelsið til að tjá allar skoðanir? Þú værir alsæl með að hafa hlutina þannig? Þér þætti það einnig vera minn heilagi réttur að setja upp miða í grunnskólum þar sem ég tek smá Trump og segi börnum að drekka mikið af sterkri sápu og klór vegna covid, með plássi við hliðina fyrir annan miða ef einhver vill andmæla þeirri skoðun? Til hvers að hafa skoðun ef ekki má tjá hana? Þínar, og mínar, skoðanir eru okkar og ráða okkar afstöðu og okkar gerðum. Þegar við svo tjáum þessar skoðanir þá erum við komin útfyrir okkur sjálf og farin að hafa áhrif á annað fólk. Þau áhrif geta verið góð eða slæm, skaðlaus eða hættuleg. Þegar þú tjáir skoðun þá breytist skoðunin í verkfæri til að breyta hegðun, heilsu, lífsviðurværi og hugsun fólks.
Vagn (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 00:06
Að hafa skodun merkir að hafa velt einhverju fyrir sér byggðu á e-m staðreyndum. Ekki að fabulera e-ð út í loftið eins og að segja bara sísvona að ég sé perri. Það flokkast sem meiðyrði sem þú yrðir að geta sannað fyrir dómi. Ef ég hins vegar hef sýnt af mér e-a þá hegðun sem gefur tilefni til að álykta að ég sé perri þá má kalla það skoðun sem hægt er að takast á um. En á endanum gætirðu lika þurft að verja þá skoðun fyrir dómi,þá sérstaklega hafirðu birt það í e-m fjölmiðli.
Það var ágætt að þú tókst Trumpinn sem dæmi. Trump sagði nefnilega aldrei neinum að drekka klór. Í BNA er tjáningarfrelsið varið í 1. Viðauka Stjórnarskrárinnar. Fólk kemst þar af leiðandi upp með að staðhæfa eitt og annað sem er hreinn uppspuni. Reyndar á það líka við hér gagnvart svokölluðum opinberum persónum sem af einhverjum undarlegum ástæðum hafa glatað réttinum til að verja sig. En mið á vegg grunnskóla um klór við covid. Tja, hann yrði líklega bara fjarlægður eins og hvert annað rusl eða graffiti.
Dæmin sem þú tekur eru ekki skoðun heldur uppspuni og órar. Það er ekki mikið vit í að skiptast á órum.
Ragnhildur Kolka, 28.7.2022 kl. 01:31
Ragnhildur Kolka, skoðun margra á því hvort Guð sé til byggir ekki á neinum staðreyndum og er í augum margra uppspuni og órar. Það er samt skoðun. Skoðun getur vel verið uppspuni og órar. Að hafa skoðun merkir alls ekki að hafa velt einhverju fyrir sér byggðu á e-m staðreyndum. Margar skoðanir byggja ekki á neinu. Hvort Guð sé til. Hvort fæðubótarefni virki, Hvort bóluefni séu samsæri. Hvort veður sé gott. Hvort Ingó veðurguð sé sekur. Hvort í Framsókn séu bara fávitar. Hvort Jörðin sé flöt. Hvort þú sért perri. Skoðun er bara það sem við höldum eða teljum okkur vita um eitthvað og er, til dæmis, oft bara byggð á tilfinningu, grun, trúarkenningum, slúðri eða ágiskun.
En þú vilt augljóslega vega og meta skoðanir og afneita mörgum sem þér finnst skorta sannanir og staðreyndir. Skoðanir þurfa að uppfylla ströng skilyrði til að hljóta náð fyrir þínum augum og vera tjáningarhæfar. Þú sýndir að þú vilt þröngar skorður á tjáningarfrelsið þegar nánar var spurt út í afstöðu þína.
Vagn (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 03:27
Þú grautar hér saman trúarbrögðum, meiðyrðum, alhæfingum, sleggjudómum og skoðunum. Ég sagði aldrei að það mætti ekki segja hvað sem er aðeins, vegna þeirra dæma sem þú tókst, að í sumum tilvikum gætirðu þurft að verja orð þín fyrir dómi.
Eftir stendur að skoðun, eins og orðið ber með sér, er eitthvað sem þú setur fram að vel athuguðu máli.
Ragnhildur Kolka, 28.7.2022 kl. 09:03
Sem betur fer hafa menn verið að tjá sig gegn þessum sprenglærðu einstaklingum með heilu stofnanirnar á bak við sig, sem sögðu okkur að fletja út kúrvuna, þiggja sprautur og svipta börn námi og félagslífi. Og allt í nafni vísindanna og sérþekkingar, auðvitað. Þetta lið reynir nú að tromma upp ótta aftur en enginn er að hlusta lengur.
Geir Ágústsson, 28.7.2022 kl. 09:32
Vagn (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 12:01
Ragnhildur Kolka, trúarbrögð, meiðyrði, alhæfingar og sleggjudómar eru skoðanir.
Vagn (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 12:06
Sæll Geir.
Ekki fer vel á tvöföldum nafnhætti í fyrirsögn
og að hann skuli margendurtekinn í meginmáli færslunnar.
Hitt er öllu verra að breytingar síðuhafa
á textanum eru sízt til bóta.
Vitaskuld er öllum heimilt að segja orðið "eitthvað" jafnoft
og þeir sjálfir kjósa!
Fyrsisögn er betri t.d. þannig:
Fólk leyfir (aðalsögn) sér að segja hug sinn. (leturbr. mín. G.Á)
Húsari. (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 12:53
Rétttrúnaðarriddarinn Vagn gerir ekki greinarmun á því að rægja nafngreinda persónu ogað hafa skoðun á stórum hópi fólks þar sem engin er nafngreindur! Þeir gerast ekki vitlausari en þetta í kommentakerfinu.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 14:42
Samkynhneigðir eru hættulegur öfgahópur sem eyðir ómældu púðri í að gera lítið úr Kristinni trú og áreiðanleik biblíunnar.
Vilja ekki trúa því að Guð eyddi sódómu vegna siðleysis sem að mestu leiti hafði með hommaskap að gera, og halda að Guð muni ekki, eða nenni ekki að refsa aftur.
Mikil verður reiði þeirra sem að lokum sjá hvað þetta fólk hefur kallað yfir ísland. Ef fólk telur það tilviljun eða afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, að hér skuli poppa upp alls konar skordýr og sjúkdómar, þá þyrfti það nú að dusta rykið af Gamla T. sem fyrst.
Loncexter, 28.7.2022 kl. 17:06
Loncexter! Ég fer eftir því einu hvernig hver og einn kynnir sig;
allt annað kemur mér ekki rassgat við.
Glatabréfið: 3:28
Hjá honum [Jesú] gildir hið sama: Gyðingur og Grikki, þræll og hinn frjálsi, karl og kona; því þér eruð allir eitt í Jesú Kristi.
Postulasagan: 10:28
Hann [Pétur]sagði við þá: Þér vitið, að Gyðingi er bannað að eiga samneyti við annarrar þjóðar mann eða koma til hans. En Guð hefur sýnt mér, að ég á engan að kalla vanheilagan eða óhreinan.
Við dveljum á þessari jörðu eitt ljósbrot og tæpast getur það verið
ofraun nokkrum manni að umgangast allt og alla í sátt og kærleika.
Pax Vobiscum!
Húsari. (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 18:23
Húsari,
Ég er sammála þér en ég er að vanda mig hérna að vitna nákvæmlega í orð manneskjunnar sem viðtal var tekið við. Og oftast innan gæsalappa svo það sé alveg á kristaltæru.
Geir Ágústsson, 28.7.2022 kl. 22:45
En Guð hefur sýnt mér, að ég á engan að kalla vanheilagan eða óhreinan.
Þannig að morðingjar, saurlífsmenn og kannski þjófar eru stikkfrí líka útaf þessu versi ?
Loncexter, 29.7.2022 kl. 14:15
Sæll Loncexter.
Langt er nú seilst um hurð til lokunnar!
Þetta kenndi Guð Pétri sem Páll lagði svo mikla áherslu á,
að kærleikurinn umber allt og skilur allt og
það á jafnt við um þig sjálfan.
Treystir þú ekki að fela Drottni vegu þína og að hann muni vel fyrir sjá?
Eða ætlar þú sjálfur að setjast í eitthvert dómarasæti
og handvelja að vild þinni hver er hvað?
Nei, því trúi ég ekki en miklu fremur að þú grandskoðir að ekki
leynist bjálki eða eikartré í þínu eigin auga.
Húsari. (IP-tala skráð) 29.7.2022 kl. 16:37
Um hvað snerist þá eyðing Sódómu og Gómorru minn kæri ven ?
Væri gott að fá svar, en ekki lásí útursnúning í boði þjóðkirkjufólks.
Loncexter, 31.7.2022 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.