Föstudagur, 15. júlí 2022
Hinn daglegi efasemdarmaður
Ég varð fyrir því óláni að horfa á fréttatíma bæði Ríkisstjórnarsjónvarpsins og Stöðvar 2 í gær og leið eins og sama fréttastofa hefði sett saman báða fréttatíma, ef undan er skilin frétt um kött sem hafði skilað sér heim eftir langa fjarveru og kom bara fram í öðrum fréttatímanum. En sú tímasóun!
Miklu safaríkari fréttir má fá víða og vil ég sérstaklega nefna DailySceptic að þessu sinni. Þar á bæ liggja menn yfir rannsóknum og gögnum og komast að ýmsu sem ratar ekki í fréttatíma, enda þorir enginn virðulegur blaðamaður að segja annað en hinir virðulegu blaðamennirnir.
Nokkrar hrífandi og nýlegar fyrirsagnir til að gefa smjörþef:
Another "Contain and Vaccinate" Country, Singapore, Has the Same Excess Mortality as Sweden
How the ONS Makes the Vaccines Look Good By Missing Millions of Unvaccinated From the Population
Áróður öfgahægrisinna með álhatta? Rangtúlkanir? Falsvísindi? Þú veist ekkert um það frekar en efni annarra miðla nema opna grein, opna heimildir, skoða röksemdafærsluna og draga ályktun. Gerðu þetta í tvö eða þrjú skipti og þú færð smjörþefinn. Þú sérð mögulega að hér er efni á ferð sem skiptir máli en er ekki borið á borð neytenda að sjónvarpsfréttum. Þú sérð kannski ekkert bitastætt. Þér er kannski bara alveg sama, enda hamingjusamur vagn í lest á vegferð einhverrra sem þú treystir blindandi.
En engu að síður miðill sem mér finnst verðskulda athyglina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er öllum hugsandi mönnum eðlilegt að efast um öll mannanna verk og velta fyrir sér af hvaða rótum þau eru sprottin; hverjar forsendurnar eru, hverjir hafa mestan hag af þeim.
Sá sem efast aldrei er latur til huga og heilastarfsemi. Því miður er meirihluti jarðarbúa trúgjörn hjörð.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.7.2022 kl. 00:46
Geturðu skýrt þetta sem stendur í ONS greininni, ég botna hvorki upp né niður í þessu. Þetta er kannski frekar vandamálið en hreint skeytingarleysi, að allar þessar töflur, súlu-, köku- og stöplarit, eru svo ruglingsleg að enginn botnar neitt í þeim nema þið verkfræðingarnir.
From a person-years value it is easy to calculate the population that it is using in its dataset (as there are 31 days in May and 365 days in a year). Performing this calculation and adding up all of the vaccinated and unvaccinated, and including all age groups (i.e., everyone over 18) gives us a total of approximately 35 million used in the ONS data for deaths by vaccination status.
Minnir á tilvitnun sem kennd er við Churchill, sem ég held að hafi aldrei verið höfð eftir honum. Stórsniðug engu að síður, hljóðar svona:
Það er til þrenns konar lygi: lygi, haugalygi og tölfræði.
Þér er kannski bara alveg sama, enda hamingjusamur vagn í lest á vegferð einhverrra sem þú treystir blindandi.
Er þetta skot á aðdáanda þinn númer eitt, Vagn nokkurn, sem kemur yfirleitt til að andmæla öllu sem þú skrifar?
Theódór Norðkvist, 17.7.2022 kl. 10:31
Theodór,
Mér sýnist að ONS hafi einfaldlega notað of lítinn mannfjölda til að fegra niðurstöður sínar. Falsað gögnin, í stuttu máli. Kannski ONS hafi síðar svarað þeirri ásökun.
Vagn vinur okkar andmælir alls ekki öllu. Stundum andmælir hann engu, stundum einhverju sem enginn skrifaði, stundum fer hann í manninn en ekki boltann. En stöku sinnum skrifar hann eitthvað bitastætt og þess virði að bíða eftir því.
Geir Ágústsson, 17.7.2022 kl. 12:37
Já, ég skili það að ONS hefði vanmetið heildarfjölda í hverjum aldurshópi og þannig látið óbólusetta líta verr út - að mati Daily Sceptic (DS.)
Það sem ég skildi ekki, var hvernig þeir komust að því og hvernig þetta person-years dót er reiknað út. DS segist geta fundið út fólksfjöldann sem ONS notar með þeim aðferðum sem ég lýsi í rauða letrinu (þó ég skilji þann rökstuðning ekki sjálfur.)
Annars átta ég mig ekki á því af hverju ONS notar einfaldlega ekki heildarmannfjölda í hverjum aldurshóp sem nefnara til að finna út hlutfall látinna. Það ætti að vera auðvelt að finna þær tölur og eðlilegast að miða við hinn raunverulega mannfjölda, ekki einhverja útreiknaða markhópa sem eru ekki til.
Nema ætlunin sé, eins og þú segir, að láta eitthvað líta öðruvísi út en það gerir í raun og veru. Skal ekki fullyrða um það, en þetta lítur ekki vel út fyrir ONS.
Theódór Norðkvist, 17.7.2022 kl. 14:41
...skildi það...átti þetta að vera. D-ið á fartölvunni er orðið lélegt, verð sennilega að fara að nota utanáliggjandi lyklaborð með tölvunni!
Theódór Norðkvist, 17.7.2022 kl. 14:43
Boris Johnson segir af sér og sama fréttin er í flestum fjölmiðlum. En það má sjálfsagt finna efasemdarmiðla þar sem fréttin er Boris Johnson þurfti af segja af sér, kallaður heim til plánetunnar Hubbgubb, og fólk sem trúir því frekar.
Vagn (IP-tala skráð) 17.7.2022 kl. 20:06
Helstu fjölmiðlar landssins eru ótrúlega duglegir að færa okkur ekki fréttir sem eiga fullt erindi til almennings. T.d að það dóu 25 árið 2020 úr cov-19 og árið 2021 8 en það hafa dáið 41 það sem af er ári 2022. Skrítin öll þessi dauðsföll og allir útúr sprautaðir. Þetta er a.m.k. umhugsunarvert. Er einhver hissa þó fólk sé búið að missa trúna á fjölmiðlum.
Það er líka mjög dularfullt að fá engar fréttir af skuggalegum afleiðingum svokallaðra bóluefna. Það voru mikil falsheit að kalla þessi efni bóluefni. Bóluefni hljómar sakleysislega en þessi efni eiga ekkert skylt við bóluefni.
Það virðist eins og landsmenn hafi verið fíflaðir af ásetningi. En þetta hljómar líklega of galið til að það sé hægt að trúa þessu.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2022 kl. 17:56
Ef ég hefði t.d. ákveðið að lesa bara mbl,dv,visir og hlusta á ríkissjónvarpið þá hefði ég líklega haldið að stríðið í Úkraínu væri Rússunum að kenna og Pútín væri slæmur maður.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2022 kl. 18:22
Ætlarðu að segja mér að þetta síðastnefnda sé tilbúningur? Ef eitt ríki ræðst á annað, hvernig getur einhver annar en sá sem réðist inn verið gerandinn, þ.e. sá sem hóf stríðið? Því öll ríki reyna að verja sig, sé ráðist á þau.
Þú ert í rauninni að segja að sá sem gerir árás er ekki sá sem gerir árás. Ég man ekki eftir neinu frá Mbl, DV, Vísi eða RÚV, sem er jafnmikil rökleysa.
Theódór Norðkvist, 19.7.2022 kl. 19:33
Það er oft þannig í lífinu að besta vörnin er sókn. Ég er viss um að þetta stríð byrjaði ekki með árás Rússa. Eftir stanslausar ögranir árum saman að undirlagi Nato sem af einhverjum ástæðum vildu ekkert annað en stríð. Engin tilraun til að semja þó að um mjög aðgengilega samninga væri að ræða. Þetta er fyrst og fremst á ábyrgð Úkraínu að þiggja hjálp frá vesturlöndum til að murka lífið úr Úkraínumönnum og Rússum.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 20.7.2022 kl. 08:07
Þetta er algjör þvæla hjá þér. Rússar réðust inn í Donbas, innlimuðu Krímarskagann og réðust síðan inn í allt landið 24. febrúar. Hvernig geta þeir ekki verið gerandinn og þeir sem komu öllu af stað?
Þá er ónefnd innrás þeirra í Georgíu 2008. Allt tal um ögranir NATO er helber þvæla. Rússland er með næst stærsta her í heimi og þeim stendur engin ógn af NATO.
Aftur á móti stendur NATO mikil ógn af Rússlandi, það hefur innrásin 24. feb. sl. sýnt. Eftir allsherjarinnrásina (sem er ekki innrás skv. Rússadindlum, heldur sértæk hernaðaraðgerð, LOL) var einfaldlega komið nóg.
NATO ákveður ekki utanríkisstefnu landanna sem voru kúguð af Sovétríkjunum fyrst og síðan Rússlandi og það gerir Rússland ekki heldur, þrátt fyrir grófar tilraunir til þess í Úkraínu og víðar.
Enn og aftur neyðist ég til að benda á eftirfarandi leiðréttingu á upplýsingaóreiðu, þar sem hún kemur upp aftur og aftur. Lygaáróður Kremlar hefur greinilega áhrif á Íslandi. Réttast væri að loka sendiráði Rússlands í Reykjavík og henda þeim af Facebook í leiðinni.
Disinformation About the Current Russia-Ukraine Conflict – Seven Myths Debunked
Myth 1: The current tensions are the result of persistent aggressive behaviour of Ukraine and its allies in the West. Russia is doing nothing but defend its legitimate interests and is not responsible for this conflict.
False. The fact is that Russia continues to violate international law as well as other agreements to which it committed. By illegally annexing the Crimean peninsula and committing acts of armed aggression against Ukraine, Russia, one of the permanent members of the UN Security Council, has violated at least 12 international and bilateral treaties. These include the UN Charter, the Helsinki Final Act, and the Charter of Paris, which guarantee sovereign equality and territorial integrity of States, the inviolability of frontiers, refraining from the threat or use of force, and the freedom of States to choose or change their own security arrangements.
In other words, Russias actions undermining and threatening the territorial integrity, sovereignty and independence of Ukraine, in particular in Donbas, are illegal. They continue to threaten the European security order at its core and put the international rules-based order at risk.
Theódór Norðkvist, 20.7.2022 kl. 11:19
Annars þætti mér gaman að sjá hvaða aðgengilegu samninga Rússar buðu NATO. Að þeir (Rússar) einir fengju að ákveða utanríkisstefnu gömlu austantjaldslandanna og leysa upp alla heri þeirra?
Á sama tíma og Rússar sjálfir eru með næst stærsta her í heimi, gráan fyrir járnum við landamæri Úkraínu, ríki sem þeir eru þegar búnir að fremja 5 milljón manna þjóðarmorð á? Eiga Úkraínumenn bara að gleypa þannig skilmála hrátt?
Theódór Norðkvist, 20.7.2022 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.