Zoëga-hnífurinn

Það er forvitnilegt að lesa um störf, reynslu og skoðanir Björns Zoëga, fyrrverandi forstjóra Landspítalans, núverandi stjórnarformanns hans og forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Hér er umfjöllun frá 2021 og hér er önnur nýleg, byggð á viðtali við Morgunblaðið. Hér er sláandi tilvitnun:

„Á ákveðnu ára­bili voru ráðnir fimm starfs­menn á skrif­stofu eða í stjórn­enda­störf hjá Land­spít­al­an­um fyr­ir hvern einn klín­ísk­an starfs­mann. Það geng­ur ekki til lengri tíma og reyn­ir veru­lega á þolrif þess fjár­magns sem sjúkra­húsið hef­ur.“

Þetta er það sem í daglegu tali kallast að safna fitu. Auðvitað geta verið einhverjar skýringar á þessu en þær duga væntanlega ekki til að útskýra af hverju hlutfallslega færri og færri hendur eru að handfjatla plástra og æðaleggi miðað við þá sem handfjatla pappír. 

Um leið má velta því fyrir sér hvort staðan sé svipuð innan annarra eininga opinbers reksturs. Hvað eru margar hendur hjá Reykjavíkurborg að handfjatla sópa, málningarbursta og bleiur og hvað eru margar að handfjatla pappír? 

Munu aðrir afkimar hins opinbera hljóta nærveru Zoëga-hnífsins, sem fjarlægir millistjórnendur og fjölgar afgreiddum verkum?

Líklega ekki, en það má vona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Zoëga-hnífiurinn er lítill kuti sem ekki nær til millistjórnenda. Zoëga er stjórnarformaður og hefur ekki vald til af reka einn eða neinn.

En það er viðbúið að þegar hjúkrunarfræðinga vantar, ekki pening til að ráða hjúkrunarfræðinga, og engir fast til starfa að reynt sé að slá ryki í augu fólks með því af leyfa hjúkrunarfræðingum að vinna til 75 ára aldurs og ráða einhvern sem á að búa til kraftaverk með því að stýra nokkrum fundum. Bravó, ég veit um einn sem gleypti það hugsunarlaust og gladdist.

Vagn (IP-tala skráð) 15.7.2022 kl. 03:11

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ekki fá þeir langan tíma til að stefnumóta

"Heilbrigðisráðherra skipar fimm menn í stjórnina og tvo til vara, til tveggja ára í senn." 

Annars tel ég að þessar fjölmörgu stjórnir opinberra stofnana séu bara óþarfa bitlingar sem engu skila og ætti að leggja niður. Forstjóri eigi bara að bera milliliðalaust ábyrgð beint gagnavart ráðuneyti og ráðherra - sem halda í budduna og ráða för

Grímur Kjartansson, 15.7.2022 kl. 06:15

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mér sýnist þið Zoëga báðir vera með puttana á púlsinum, Geir, -en Grímur veit um hnífinn.

Magnús Sigurðsson, 15.7.2022 kl. 08:50

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Kom forstjóri Landspítalans ekki fram í fréttum og sagðist sammála því að endurskoða þyrfti eitthvað? 

Ég veit ekki til þess að Björn hafi stungið á framlengdum lífeyrisaldri til að bæta upp fyrir skort á starfsfólki. Fólk á gólfinu hefur að auki sagt mér að engin laun gætu fengið það til að vinna í bráðadeildinni. Þar er fólk bara látið brenna út. Peningar kaupa ekki allt þótt þeir kaupi tóbakið þitt. 

Geir Ágústsson, 15.7.2022 kl. 21:28

5 identicon

Það er eitt af segja að það þurfi að breyta einhverju og annað að breyta því. Það hefur í áratugi verið vitað að einhverju þyrfti að breyta og allir verið því sammála. Sú var einnig staðan þegar Björn var forstjóri.

Og Björn hvorki réði sjálfan sig né lagði til lengingu starfsaldurs. Lagaðu lesskilninginn, það hljóta að vera einhver námskeið í gangi.

Vagn (IP-tala skráð) 16.7.2022 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband