Laugardagur, 9. júlí 2022
Uppkast og Úkraína
Ég stend mig að því að vísa oftar og oftar í efni á hinni íslensku streymisveitu Uppkast, sem ber hin skemmtilegu einkunnarorð: Þar sem Íslendingar láta sig streyma.
Það er kannski ekki skrýtið. Þetta er streymisveita þar sem íslenskan er í hávegum höfð. Stundum leikin, stundum sungin, stundum eftir handriti, stundum í spjalli. Hún kostar það sama á mánuði og allar þessar erlendu og hægt að spila með öllum algengustu aðferðunum (tölvu, Apple TV, Android TV osfrv.) en er frábrugðin að því leyti að peningurinn rennur í vasa íslensks þáttagerðarfólks og listamanna.
Sem dæmi um efni á Uppkast má nefna íslensku heimildamyndina Úkraína: Ragnarök. Ég sá hana áður en Rússar hófu innrás sína í Úkraínu og hún veitti mér góðan undirbúning til að skilja atburðina þar í landi betur. Heimildagerðarmaðurinn kann að segja frá og blandar staðreyndum og mannlegum raunveruleika vel saman.
Hann lætur sig meira að segja hafa það að heimsækja kjarnorkuver í niðurníslu og virkt átakasvæði stríðandi fylkinga, fyrir utan að spjalla við fólk af öllu tagi og segja sögu þess.
Uppkast er orðið ómissandi fyrir mig. Krakkar geta fundið afþreyingu og námsefni, fullorðnir geta horft á viðtöl og kvikmyndir, unglingar geta fundið líkamsræktaræfingar og allir í raun eitthvað við sitt hæfi. Allt á íslensku, allt unnið af mikilli ástríðu, allt þess virði!
Ég mæli með því að prófa ókeypis áskrift í viku og sjá svo til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.