Rafmagnsbíllinn étur fátæku börnin

Sífellt fleiri kaupa nú rafmagnsbíla og telja sig vera að gera heiminum greiða (eða finnst bara gaman að kaupa ný leikföng). Nú vil ég ekki endilega halda því fram að kaupendur rafmagnsbíla séu að níðast á fátæku fólki, ýta undir mannréttindabrot, endurvekja nýlendustefnu miðalda, moka undir spillingu og rústa umhverfi þróunarríkja, en aðrir eru ekki svo gjafmildir. Nokkur dæmi má finna hér

A lot of the battery metals that the energy transition needs are sourced from Africa, a continent fraught with poverty, corruption, and political uncertainty. It is also a continent that is currently threatened by a new sort of colonialism because of the energy transition.

Einnig:

More importantly, van Staden added, “What is more, the accelerated shift to batteries now threatens to replicate one of the most destructive dynamics in global economic history: the systematic extraction of raw commodities from the global south in a way that made developed countries unimaginably rich while leaving a trail of environmental degradation, human rights violations, and semipermanent underdevelopment all across the developing world.”

Og:

Based on this evidence, it appears that besides non-renewable, the energy transition appears to not be very socially conscious. In other words, the ESG investment movement, which focuses on transition companies, might, in fact, be a movement that rewards companies that are neither very environmentally nor socially friendly. At least not in Africa.

Mögulega eru rafmagnsbílakaup Vesturlanda ekki það versta sem kom fyrir fátæka Afríkubúa og umhverfi þeirra og náttúru. En ég get ekki útilokað það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér gildir væntanlega að skoða þurfi í leiðinni sams konar fyrirbæri gagnvart þróunarlöndunum varðandi eldsneytisknúna bíla og hvernig þar háttar um aðföng og atvinnu.  

Ýmislegt hefur verið fjallað um slík mál á netinu og í sjónvarpi að undanförnu, svo sem um meint þjóðarmorð Kínverja í héraði í norðaustanverðu Kína, þar sem Volksvagenverksmiðjurnar veita vettvang fyrir "heilaþvott" samhliða verksmiöjuatvinnu sem gerir starfsfólkið að sönnum Kínverjum í einu og öllu. 

Ómar Ragnarsson, 6.7.2022 kl. 16:56

2 identicon

Satt er það, í Li-batteríum eru málmar sem koma frá þriðja heiminum, litíum frá Suður Ameríku og kóbalt frá Katangahéraði í Kongó. Reyndar mun kóbalt lengst af hafa verið aukaafurð í hinum auðugu koparnámum sem þar eru.

Sennilega muna nú fáir eftir stríðinu í Katanga skömmu eftir miðja síðustu öld. Þegar Belgar gáfu Kongó sjálfstæði eftir grimma nýlendustjórn, þá lýsti Katanga, þetta málmauðuga hérað, yfir sjálfstæði. Það tapaðist eftir blóðugt stríð og var héraðið þá aftur lagt undir Kongó. Kannski er þetta stríð eftirminnilegast  vegna þess að þá var flugvél Dags Hammarskjölds, aðalritara SÞ, skotin niður með dularfullum hætti.

Ekki skal barnaþrælkun mælt bót en hún byrjaði ekki með Li-batteríunum og mun því miður ekki ljúka þótt framleiðsla þeirra hætti.

Ekki verður því á móti mælt að olíuframleiðslan hefur líka heldur betur kostað "blóð, svita og tár". Við sem eigum bensínbílana mættum kannski líka hafa eitthvað á samviskunni. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.7.2022 kl. 17:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sammála því að sama mælikvarða eigi að leggja á alla hluti. Einnig meðvitaður um að Afríka á við ýmis vandamál að stríða sem koma okkur utan álfunnar lítið við.

Geir Ágústsson, 6.7.2022 kl. 17:49

4 identicon

Sæll Geir.

Í framhaldi af því að málmar frá Afríku eru nefndir þegar rafbílar
eru annars vegar þá vaknar sú spurning og sækir að hvort 
raf- og segulsvið þessara bíla geti valdið krabbameini;
einhverjar rannsóknir til í þessu efni?

Húsari. (IP-tala skráð) 6.7.2022 kl. 21:22

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Húsari,

Ekki veit ég það og ef ég skil þessa rannsókn rétt þá eru farþegar í slíkum bílum vel undir viðmiðunarmörkum (þeirra að líkamshiti hækki vegna rafsegulsviðs um meira en eina gráðu á 30 mínútum, held ég). En áhrifin eru vissulega meiri en engin 

Geir Ágústsson, 7.7.2022 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband