Óttinn

Síđdegis í gćr skaut mađur á óbreytta borgara á förnum vegi í Fields verslunarmiđstöđinni í Kaupmannahöfn, drap ţrjá og sćrđi ađra alvarlega. Hann var handtekinn og er talinn hafa veriđ einn ađ verki. Hann virđist hafa ţjáđst af einhverjum andlegum vandamálum og međ róttćkar skođanir sem hann hefur mögulega notađ til ađ réttlćta vođaverk sín.

Lögreglan rannsakar nú máliđ.

Ég finn mjög vel fyrir ţessum viđburđi. Ég bý um 3 km frá ţessari verslunarmiđstöđ og er stundum í henni um helgar, jafnvel međ krakkana mína. Ég var meira ađ segja ađ hugleiđa ađ fara í Fields í gćr međ krakkana en stráksi sannfćrđi mig um ađ hann vantađi ekkert og viđ fórum ţví bara út ađ leika í stađinn. Ef ţađ hefđi veriđ rigning hefđi ég sennilega fariđ međ krakkana ţangađ, enda góđ leiksvćđi, nóg af matsölustöđum og oft eitthvađ um ađ vera.

Ég vinn á skrifstofu sem er mjög stutt frá sömu verslunarmiđstöđ. Ég kem stundum hingađ um helgar og gćti alveg undir ákveđnum kringumstćđum hafa veriđ mjög nálćgt skotárásinni.

Ţetta snertir mig ţví töluvert.

En ég furđa mig á ţeirri örvinglan sem gripiđ hefur marga. Vinnan sendi tölvupóst seint í gćrkvöldi ţar sem lokun skrifstofunnar var tilkynnt. Annar póstur í morgun dró svo ţá lokun til baka. Lögreglan er ađ rannsaka máliđ og er ennţá fjölmenn á svćđinu og ţađ er ţví sennilega öruggasta svćđi Danmerkur ţessa stundina. Ofbeldismađurinn hefur veriđ handtekinn og engin ummerki fundist um ađ hann hafi haft samstarfsfélaga međ svipađan ásetning. 

Ţetta er ţví búiđ og hefur veriđ síđan í gćrkvöldi. Óţarfi ađ óttast. Sjái ég mann vopnađan riffli á sakleysislegu rölti mun ég mögulega reyna ađ forđast hann en lengra nćr ţađ ekki.

Ţessi yfirgengilegi ótti minnir mig á veirutíma. Ţar áttum viđ ađ óttast. Óttast dauđann, óttast ađ smita og smitast, óttast sjúkrahúsvist. Áhćttuhópar höfđu veriđ rćkilega kortlagđir voriđ 2020 en ennţá er óttanum haldiđ á lofti og sprautur bođađar. 

Er svona auđvelt ađ hrćđa okkur? Setja líf okkar í ójafnvćgi? Réttlćta ađ skella í lás? 

Já, ţví miđur.

Kannski má rekja ţađ til ţess hvađ viđ erum berskjölduđ. Okkur er ekki sagt frá leiđum til ađ styrkja varnir líkamans gegn veiru og viđ megum ekki bera vopn sem má beita í sjálfsvörn gegn ţeim sem nota vopn til ađ gera árásir. Viđ erum algjörlega upp á náđ og miskunn útkallstíma sjúkrabíla og lögreglubíla komin. Okkur er sagt ađ viđ séum örugg, en um leiđ ađ viđ eigum ađ óttast.

Voff, voff, segir smalahundurinn, og rollurnar hlaupa. Góđ leiđ til ađ stjórna samfélagi, ekki satt?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á međan, í Úkraínu:
https://www.rt.com/russia/558304-pistols-law-ukrainians-carry/

Alltaf finnst mér jafn magnađ hvađ fólk er reiđubúiđ til ţess ađ reiđa sig á ríkiđ, sem hefur aldrei sýnt annađ í verki ađ ţađ er ekki í stakk búiđ til ţess ađ takast á viđ neitt.

Mjög gott í ađ klúđra hlutunum, jú, en bara minnstu eindir ţess (einstaka bćjarstjónrir - ekki allar) geta komiđ einhverju vitrćnu í verk.

Fólk...

Ásgrímur Hartmannsson, 4.7.2022 kl. 10:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Mađur ţarf alltaf ađ velta ţví fyrir sér ţegar yfirvöld fara af stađ međ verkefni ađ hugsa: Hvađ fćr stjórnmálastéttin og hiđ opinbera út úr ţessu?

Meira ađ segja afnám reglugerđa og lćkkun skatta er sjaldan framkvćmt af einhverri óeigingirni stjórnmálamannsins sem telur völdin eiga frekar heima hjá borgurum en opinberum embćttismönnum. 

Geir Ágústsson, 4.7.2022 kl. 13:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband