Óttinn

Síðdegis í gær skaut maður á óbreytta borgara á förnum vegi í Fields verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn, drap þrjá og særði aðra alvarlega. Hann var handtekinn og er talinn hafa verið einn að verki. Hann virðist hafa þjáðst af einhverjum andlegum vandamálum og með róttækar skoðanir sem hann hefur mögulega notað til að réttlæta voðaverk sín.

Lögreglan rannsakar nú málið.

Ég finn mjög vel fyrir þessum viðburði. Ég bý um 3 km frá þessari verslunarmiðstöð og er stundum í henni um helgar, jafnvel með krakkana mína. Ég var meira að segja að hugleiða að fara í Fields í gær með krakkana en stráksi sannfærði mig um að hann vantaði ekkert og við fórum því bara út að leika í staðinn. Ef það hefði verið rigning hefði ég sennilega farið með krakkana þangað, enda góð leiksvæði, nóg af matsölustöðum og oft eitthvað um að vera.

Ég vinn á skrifstofu sem er mjög stutt frá sömu verslunarmiðstöð. Ég kem stundum hingað um helgar og gæti alveg undir ákveðnum kringumstæðum hafa verið mjög nálægt skotárásinni.

Þetta snertir mig því töluvert.

En ég furða mig á þeirri örvinglan sem gripið hefur marga. Vinnan sendi tölvupóst seint í gærkvöldi þar sem lokun skrifstofunnar var tilkynnt. Annar póstur í morgun dró svo þá lokun til baka. Lögreglan er að rannsaka málið og er ennþá fjölmenn á svæðinu og það er því sennilega öruggasta svæði Danmerkur þessa stundina. Ofbeldismaðurinn hefur verið handtekinn og engin ummerki fundist um að hann hafi haft samstarfsfélaga með svipaðan ásetning. 

Þetta er því búið og hefur verið síðan í gærkvöldi. Óþarfi að óttast. Sjái ég mann vopnaðan riffli á sakleysislegu rölti mun ég mögulega reyna að forðast hann en lengra nær það ekki.

Þessi yfirgengilegi ótti minnir mig á veirutíma. Þar áttum við að óttast. Óttast dauðann, óttast að smita og smitast, óttast sjúkrahúsvist. Áhættuhópar höfðu verið rækilega kortlagðir vorið 2020 en ennþá er óttanum haldið á lofti og sprautur boðaðar. 

Er svona auðvelt að hræða okkur? Setja líf okkar í ójafnvægi? Réttlæta að skella í lás? 

Já, því miður.

Kannski má rekja það til þess hvað við erum berskjölduð. Okkur er ekki sagt frá leiðum til að styrkja varnir líkamans gegn veiru og við megum ekki bera vopn sem má beita í sjálfsvörn gegn þeim sem nota vopn til að gera árásir. Við erum algjörlega upp á náð og miskunn útkallstíma sjúkrabíla og lögreglubíla komin. Okkur er sagt að við séum örugg, en um leið að við eigum að óttast.

Voff, voff, segir smalahundurinn, og rollurnar hlaupa. Góð leið til að stjórna samfélagi, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á meðan, í Úkraínu:
https://www.rt.com/russia/558304-pistols-law-ukrainians-carry/

Alltaf finnst mér jafn magnað hvað fólk er reiðubúið til þess að reiða sig á ríkið, sem hefur aldrei sýnt annað í verki að það er ekki í stakk búið til þess að takast á við neitt.

Mjög gott í að klúðra hlutunum, jú, en bara minnstu eindir þess (einstaka bæjarstjónrir - ekki allar) geta komið einhverju vitrænu í verk.

Fólk...

Ásgrímur Hartmannsson, 4.7.2022 kl. 10:13

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Maður þarf alltaf að velta því fyrir sér þegar yfirvöld fara af stað með verkefni að hugsa: Hvað fær stjórnmálastéttin og hið opinbera út úr þessu?

Meira að segja afnám reglugerða og lækkun skatta er sjaldan framkvæmt af einhverri óeigingirni stjórnmálamannsins sem telur völdin eiga frekar heima hjá borgurum en opinberum embættismönnum. 

Geir Ágústsson, 4.7.2022 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband