Upplýsandi pistlar á frettin.is

Mikið af góðum pistlum - stundum þýddum - er nú að finna á frettin.is og ég vil sérstaklega mæla með tveimur:

Covid uppfyllti ekki skilyrði fyrir að kallast heimsfaraldur – snemmtækar meðferðir hefðu bjargað flestum

Í þessum pistli, sem er þýddur í tveimur hlutum [1|2] (og fleiri væntanlegir), er farið í saumana á mörgum þáttum hins svokallaða heimsfaraldurs og hvernig læknar voru hindraðir í að beita þekkingu sinni og reynslu til að aðstoða fólk, t.d. með snemmtækum meðferðum.

Hræsni ríka heimsins í loftslagsmálum

Mjög þörf grein í vandaðri þýðingu á tímum þar sem okkur er sagt að gas, olía og kol séu á einhvers konar útleið. Svo er ekki, eins og leiðtogafundur G7-ríkjanna um daginn bar með sér.

Frettin.is á skilið mikið hrós fyrir að gera efni eins og þetta aðgengilegt á íslensku. Þar birtast oft þýddar greinar eftir erlenda sérfræðinga - ritrýndar vísindagreinar, skoðanapistlar sem mætti stundum kalla litlar rannsóknaskýrslur og fleira slíkt. Þessa vinnu er sjálfsagt að styðja við með ýmsum hætti. Ekki veitir af í lítilli fjölmiðlaflóru pínulítils málsvæðis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sammála. Fréttin flytur efni sem annars kemur ekki fram hér heima og á reyndar erfitt uppdráttar víða annarsstaðar. 

Ragnhildur Kolka, 29.6.2022 kl. 09:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Já, en um leið að finna mjög áhugavert efni hjá miðlum eins og Reuters sem ratar ekki í íslenskar fréttir. 

Geir Ágústsson, 29.6.2022 kl. 13:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig nálgast maður það? 

Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2022 kl. 17:57

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Helga,

Frettin.is !

Geir Ágústsson, 29.6.2022 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband