Laugardagur, 25. júní 2022
Blaðamenn eða blaðamannafulltrúar?
Fyrir hverja vinna blaðamenn eiginlega? Fjölmiðla? Fólkið? Sannleikann? Eru þeir kannski upp til hópa blaðamannafulltrúar sem hamast á lágum launum við að moka undir hagsmuni milljarðamæringa án þess að gera sér grein fyrir því? Ég tel þessum spurningum vera ósvarað.
Einn blaðamaður segir, í svolitlum pistli (The news for Covid vaccines gets worse and worse):
A big study says natural immunity protects against Omicron for over a year; mRNA shots fail in months. This is the third paper with awful mRNA data in a week. When will the media even pretend to care?
Já, góð spurning! Hvenær ætli fjölmiðlar fari að taka eftir nýjustu rannsóknum og byrja að fjalla um þær!
Treystum vísindunum! Það er málið, ekki satt? Til dæmis eins og þau eru framreidd af sóttvarnarlækni, sem skrifaði í grein árið 2018:
Niðurstöður slíkra rannsókna [á bólusetningum barna] hafa sýnt að alvarlegar aukaverkanir bóluefna sem notuð eru hjá börnum í almennum bólusetningum eru mjög fátíðar, eða um ein aukaverkun á hverjar 500.000-1.000.000 bólusetningar.
Maðurinn hlýtur að hafa þrætt vísindagreinar og gagnagrunna til að komast að þessari niðurstöðu. Eða bara stolið skrifum undanfara síns í embætti. Meiri vísindi þarf oft ekki til. Og blaðamenn kokgleypa.
Ég veit ekki alveg hvað blaðamenn ætla að láta traðka á sér lengi. Þeir hljóta hreinlega að hafa valið starf sitt til að afhjúpa, greina, kryfja og benda á mikilvægar hliðar mála. Það hlýtur að hafa verið drifkrafturinn að baki starfsvalinu frekar en lágu launin, löngu vinnustundirnar og vanþakklætið.
Eða hvað? Eru þeir allir bara að skrifa fréttir á þann hátt að þeir geti síðar orðið blaðamannafulltrúar hjá einhverju ráðuneyti eða fyrirtæki?
Er það metnaður blaðamannastéttarinnar?
Ég tel þeirri spurningu ósvarað.
Á meðan þurfum við hin einfaldlega að finna valkosti við fjölmiðla til að finna fréttir. Því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
Blaðamenn gera eins og þeim er sagt, þeir eru að vinna fyrir heimilin sín og fjölskyldurnar.
Þeir mega ekki við því að missa vinnuna.
Skipulagið hjá okkur er þannig að sá sem fær gefins fjármagnið, það er peningaprentvélina getur þá keypt hlutabréfin, og þá alla fjölmiðla.
Pestarlokanir ná að þurrka eignir smáfyrirtækjana, en stóru fyrirtækin, til dæmis stóriðjan, sjávarútvegurinn og fleira geta haldið áfram.
Við gömlu félagarnir, verðum að hætta öllum gömlu aðferðunum (þarna átti auðvitað að vera annað orð) og laga allt á meðan okkur er boðið upp á það.
Lögum allt, nota góðu ráðin, nota lyfin sem virka, engar lokanir, engin stríð.
Vestur - Evrópa er orðin eins og smá skiki á jarðkringlunni, henni er nauðsyn að fá Rússland til samstarfs inn í framtíðina.
Muna að fjármálakerfið, baklandið starfar báðu megin.
Eru menn reiðir við Rússa, eru þeir komnir lengra inn í framtíðina, og gætu kennt okkur ýmislegt.
Peningur er bókhald, pestirnar eru mikið þekkingarleysi að kenna, Sníkjudýr eru alveg til niður í smá, micro, nano heiminn og læknast oft með sníkjudýra lyfjunum.
Úkraínu og Rússland inn í samstarfið strax, og við skömmumst okkar fyrir fáfræðina.
Áfulla ferð inn í framtíðina með ástina og umhyggjuna að leiðarljósi.
Verðum betri menn á meðan tími er til, eins og sagt er í gömlu bókunum.
Kemur þá nýr Adam og ný Eva?
Fram..........?
Egilsstaðir, 35.06.2022 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.6.2022 kl. 22:18
2 nýleg dæmi
G7 er leiðtogafundur fólks sem hugsar einunigs um peninga
Þau ætla að herða aðgerðinar gegn Rússum og þannig fá áframhaldandi afsökun fyrir að auka álögur á almenning - ef einhver kvartar þá er hann bara handbendill Pútíns og því bannfærður.
Skotárásin í Osló var hryggileg
en það eru búnar að vera fjölda skotárása í Svíþjóð (og sennilega í Osló?) sem varla hefur verið minnst á í íslenskum fjölmiðlum
Hvaða hagsmunir meta sum mannslíf meira virði en önnur
Grímur Kjartansson, 26.6.2022 kl. 19:43
Jónas,
Auðvitað fylgja blaðamenn línunni frá ritstjórn sem er svo ákveðin á ýmsan hátt: Skoðunum ritstjóra eða eigenda, því hvað er talið söluvænlegt, því hvað líkurnar á næsta fjölmiðlastyrk aukast eða minnka, og svo framvegis.
Grímur,
Sem betur fer lætur maður ekki ítrekaðar skotárásir og sprengjuárásir innflytjenda í Svíþjóð framhjá sér fara. Danskir fjölmiðlar fjalla alveg um slíkt, svo dæmi sé tekið. Að minnsta kosti í meiri mæli. Og dönsk stjórnmál bregðast við.
Geir Ágústsson, 27.6.2022 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.