Samsæriskenning: Sprauturnar skaða sæðisframleiðslu í karlmönnum

Er verið að gelda okkur með þessum sprautum?

Að þessu hafa bæði menn og konur spurt sig. Konur með óreglu á tíðarhringnum svo mánuðum skiptir hafa spurt sig að þessu. Við sjáum mikla aukningu í umframdauðsföllum nýbura og fjölgun fósturláta. Ef ásetningur yfirvalda yrði raunverulega sá að gelda okkur þá þyrfti ekki að breyta neinu - bara fá fólk til að sprauta sig aftur og aftur.

En nei, ekkert að sjá hér, segja útsendarar sannleikans. Veiran er miklu hættulegri en sprauturnar!

En kannski er það ekki rétt. Nýleg rannsókn bendir til að sprauturnar valdi tímabundinni skerðingu á sæðisframleiðslu. Lengri tíma batalíkur sagðar góðar en ekki tekið sterkar til orða en það.

Bíddu nú við, hvenær var varað við þessu? Að karlmenn upplifi tímabundna geldingu eftir að hafa sprautað sig gegn svolítilli veiru? 

Hvergi nema hjá svokölluðum álhöttum og brjálæðingum.

Þeir höfðu rétt fyrir sér, a.m.k. að hluta. Þöggunin átti ekki rétt á sér. Nýlegar rannsóknir staðfesta samsæriskenninguna og draga úr gildi hins viðurkennda boðskaps.

Hvaða fleiri samsæriskenningar munu rætast á næstu misserum? Áhrif sprautunnar á hjarta ungs fólks? Á frjósemi kvenfólks? Á lífslíkur nýbura? Á taugakerfi fólks? 

Ég held að þær muni allar rætast en að því verði ekki beint flaggað í fjölmiðlum. Þess vegna þurfa allir að vera vakandi og gott fyrsta skref er að hætta að láta sprauta sig. Og hlífa börnunum alveg sérstaklega við glundrinu.

Ekki seinna en núna strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir.

Hélt sannast sagna að þú mundir skrifa eitthvað um Jens Stoltenberg
og "róló" þeirra Nató ríkja
sem ekki virðast hafa minnsta áhuga
á friði.

Öðru nær, ekki virðist að mannslíf varði þá nokkru
og þeir hella olíu á eldinn sem aldrei fyrr og
3. heimsstyrjöldin er nær okkur í tima og rúmi,
þökk sé friðarhöfðingjanum!

Ríki heims þurfa að koma saman og krefjast þess að friði
verði komið á; vopnaskaki linni.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.6.2022 kl. 01:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það mætti færa rök fyrir því að 3. heimstyrjöldin nálgist óðum því við erum að ýta Rússum í fang Írana, Kínaverja og Indverja með því að eiga ekki viðskipti við þá og þjarma að almennum rússneskum borgurum, eins og íþróttafólki, sem hefur ekkert að segja um aðgerðir rússneska hersins.

En hey, sjáum hvað setur!

Geir Ágústsson, 21.6.2022 kl. 21:50

3 identicon

Það er munur á kenningu og samsæriskenningu og það er stjarnfræðilegur munur á minni sæðisframleiðslu og geldingu. Það að ýmsar sprautur og lyf, bjór, saltkjöt, þröngar nærbuxur, bílakaup, gufuböð, heitir pottar og margt fleira dragi úr sæðisframleiðslu eru ekki samsæriskenningar. Það er ekki þöggun og ekkert samsæri í gangi að fela fyrir þér að margt af því sem þú lætur í þig og ýmislegt sem þú gerir geti dregið úr sæðisframleiðslu. Enn hefur ekkert komið fram sem segir að karlmenn upplifi tímabundna geldingu eftir að hafa sprautað sig gegn svolítilli veiru. Engar rannsóknir staðfesta kenninguna og draga úr gildi hins viðurkennda boðskaps, gelding hjá sprautuðum er víst ekkert algengari en hjá bjórdrykkjumönnum og verkfræðingum. Á að setja varúðarmerkingar á bækur um verkfræði?

Kenningin að umframdauðsföll, fósturlát og dauðsföll nýbura séu sprautum um að kenna er bara kenning meðan ekkert segir að umframdauðsföllin séu meðal bólusettra. Það er kenning sem ekki hefur tekist að sanna þó vel sé skrásett framvinda fósturþroska, hverjir deyja og hverjir fá bólusetningu, tölurnar virðast ekki fara eftir kenningunni. Óbólusettir ættu ekki að fylla flokk umframdauðra ef bólusetningum væri um að kenna.

Það er einnig kenning að stöðug mýbit orsaki auknar gáfur og þess vegna séu Mývetningar gáfaðastir Íslendinga. Að lýsisstólpípa auki hárvöxt. Að kinnhestar geri börnum gott. Og svo er sú kenning að þeir sem ónýtir séu til vinnu, sem ekki geti lært og ekkert geta skilið gerist námsmenn í HÍ og þá annaðhvort í verkfræði eða guðfræði. Kenningar eru hin besta skemmtun, sérstaklega þegar ekki þarf neitt til að rökstyðja þær. Svo má alltaf kalla þær samsæriskenningar ef allir taka þær ekki sem heilögum sannleik og þöggun ef fjölmiðlar setja þær ekki á forsíður.

Vagn (IP-tala skráð) 22.6.2022 kl. 15:02

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þessi athugasemd þín er mjög verðmæt. Heimsækjum hana eftir um 1 ár.

Geir Ágústsson, 22.6.2022 kl. 16:08

5 identicon

Mun það taka þig ár að finna út hvers vegna karlmaður getur stundað kynlíf og eignast börn þrátt fyrir að vera geldur eftir bólusetningu?

Mun það taka þig ár að finna út hvernig óbólusettir fara að því að drepast vegna bólusetninga?

Mun það taka þig ár að finna út hvers vegna fósturlát eru engu færri meðal óbólusettra kvenna en bólusettra?

Þú munt hafa mikið að gera í að sanna hugdettur næsta árið. Gott að þú ert verkfræðingur og krafan um vinnuframlag væntanlega samkvæmt því.

Vagn (IP-tala skráð) 22.6.2022 kl. 19:41

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú ert talsmaður eftiráskýringa yfirvalda. En ár er sennilega of mikið þvi nú þegar ælast út niðurstöður rannsókna um hræðilegar og stundum fatlandi og jafnvel banvænar afleiðingar "sóttvarnaraðgerða". 

Haltu áfram að láta dæluna ganga, það veitir innblástur.

Geir Ágústsson, 22.6.2022 kl. 20:01

7 identicon

Ef það eru eftiráskýringar að útskýra hlutina þegar upplýsingar og tölur liggja fyrir frekar en þegar sögusagnir og ævintýralegar ágiskanir spretta fram þá er ég vissulega talsmaður eftiráskýringa. Sérstaklega nú þegar sagt er að ælist út niðurstöður einhverra ónefndra, og ófinnanlegra, rannsókna um hræðilegar og stundum fatlandi og jafnvel banvænar afleiðingar "sóttvarnaraðgerða". En fólkið sem þekkir ekki mun á gruni og staðfestingu, lítilli hættu og engri hættu, fólkið sem kann ekki að lesa úr grafískum tölfræðiupplýsingum og vildi liggja í sólbaði, drekka klór og laxera af ormalyfjaáti til að læknast af veiru veit víst best.

Trúuðum veitir ekki af innblæstri þegar ekkert passar við trúarkenningarnar og heimurinn er eitt heljarinnar samsæri gegn þeim og þeim heilaga sannleik sem þeir fundu í einhverjum dimmum afkima internetsins. Innblástur eflir hugmyndaflugið en dregur úr innsæi og rökhugsun. Skortur á innblæstri hefur hingað til ekki verið vandamál hjá þér.

Vagn (IP-tala skráð) 22.6.2022 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband