Ungir sjálfstćđismenn ađ vakna til lífsins

Ungir sjálfstćđismenn tóku sig til um helgina og buđu upp á ókeypis skutl úr miđbćnum. Mögulega lögbrot, mögulega tímabundin ađför ađ atvinnu launađra bílstjóra, án efa umdeilt og kannski á jađri ţess ađ vera ábyrgđarlaust enda aldrei ađ vita hvađ getur komiđ upp á ţegar fullir farţegar setjast upp í bifreiđ.

En óháđ öllu ţessu: Frábćr leiđ til ađ benda međ áberandi hćtti á stórt vandamál.

Akítvismi, eins og hann gerist bestur. Friđsćll, á eigin kostnađ ađgerđasinna og án ţvingunar.

Ungir hćgrimenn voru óhrćddir viđ slíkt á árum áđur.

Mér kemur strax til hugar ólöglega útvarpiđ hans Hannesar Hólmsteins og félaga sem hlýtur ađ hafa flýtt fyrir afnámi ríkiseinokunar á útvarpsstarfsemi (já, ungu lesendur, ţađ var í raun og veru bannađ ađ reka frjálsa útvarpsstöđ á árunum áđur en Bylgjan var stofnuđ).

Einnig áfengissala Ungra frjálshyggjumanna á Austurvelli og nokkrum árum áđur áfengissala Heimdalls.

Ekki mikilvćgustu málin segir einhver, og nýtur tollfrjálsa sopans sem var keyptur í seinustu utanlandsferđ, en ţađ er ekki ađalatriđiđ. Ađalatriđiđ er ađ víđa tređur ríkisvaldiđ á okkur eins og litlum maurum og ţegar á ţađ er bent međ áberandi hćtti ţá opnast hugur margra fyrir hinni stóru mynd. Ríkisvaldiđ er ekki einhver verndarengill. Nei, ţađ er fyrirbćri sem ver sjálft sig og vill auka viđ umsvif sín. Ţađ stendur í vegi fyrir ađ kaupendur og seljendur fái ađ eiga frjáls, friđsćl og ofbeldislaus viđskipti, hvort sem ţađ er skutlţjónusta eđa handaskipti á svolitlum bjórsopa. Og margt, margt fleira.

Vonandi eru ungir hćgrimenn, međal annars ţeir í Sjálfstćđisflokknum, ađeins ađ hrista af sér sleniđ. Samfélagiđ mun njóta góđs af slíku.


mbl.is Útiloka ekki ađ bjóđa upp á skutl aftur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband