Föstudagur, 10. júní 2022
Áminning! Fólk skiptir líka máli!
Úr svolitlu fréttabréfi sem ég fæ stundum:
In a major upset for Europes ambitious carbon plans, the European Parliament rejected this week a proposal to upgrade the EU carbon market, with lawmakers voicing concerns about hurting business with new stringent rules now, in a time of soaring energy costs and inflation.
Sem sagt: Meira að segja á þingi Evrópusambandsins hafa menn uppgötvað að fólk skiptir meira máli en einhver aukning á snefilefni í andrúmsloftinu. Þetta eru góðar fréttir eins og þær að Hollendingar og Þjóðverjar ætli á ný að bora eftir nýjum gaslindum eftir að hafa áður ákveðið að það sé betra að kaupa orku frá fjarlægum ríkjum en sækja hana í eigin bakgarð.
Ég segi ekki að innrás Rússlands í Úkraínu sé jákvætt fyrirbæri en stundum leiðir eitthvað slæmt af sér eitthvað gott. Evrópa er að vakna úr einhvers konar dái þar sem hún hélt að hún væri græn ef raforkan í rafbílum Þýskalands kæmi úr kolaorkuverum í Póllandi frekar en þýskum gasorkuverum, eða að rússneskt gas væri ásættanlegt í logni, þegar vindmyllurnar eru stopp, en annars ekki.
Þetta er ágætlega útskýrt hér, í íslensku samhengi:
Aukið afl er nauðsynleg stoð fyrir raforkukerfið hér á Íslandi til að geta tekið á móti frekari raforkuframleiðslu með vindmyllum.
Nokkuð sem fæstir skilja og jafnvel þeir sem skilja vilja ekki játa.
Orkuskiptin eru að eiga sér stað um allan heim. Á sumum svæðum er fólk að fara frá því að hafa enga orku í að hafa einhverja, á sumum að fara úr skítugri í hreina og enn öðrum úr hagkvæmri orku í óhagkvæma. Hérna passar ekki sama brókin á alla og kannski það sé loksins að verða mörgum ljóst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:21 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig stendur á því að Mogginn birtir bloggið frá þér dag eftir dag ?
Er ekki komið nóg ?
Þórhallur Pálsson, 11.6.2022 kl. 14:49
Ég kannast ekki við slíkt. Staksteinar gera stundum mat úr blogginu mínu, á kannski 2-3 mánaða fresti, en annars birtast á forsíðu mbl.is einfaldlega tenglar í nýjar Moggabloggfærslur. Þér er hjartanlega velkomið að smella á, eða sleppa því, eða skrifa kvörtunarbréf á ristjórn Moggans.
Geir Ágústsson, 11.6.2022 kl. 15:42
Æ, ó Geir.
Þegar maður biður þig um að kípa on going, þá kemur einhver annar og kvartar.
Hvort sem það sannar að laun heimsins sé vanþakklæti, eða að þakkirnar séu yin og yan.
Samt sem áður, og því verður aldrei breytt, að þegar rökhugsuður tjáir sig, þá bíður hann heim rökræðu.
Já og svo líka félaga Vagn.
Persónulega finnst mér punktur þinn í þessari færslu athyglisverður, að það sé point í honum.
Og hvað getur maður þá sagt??
Keep on going.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.6.2022 kl. 18:13
Sæll Ómar,
Takk fyrir það.
Ef ég kippti mér upp við mótlæti eða andsvör, góð og slæm, þá væri ég auðvitað ekki búinn að blogga með opið athugasemdakerfi í yfir 2 áratugi (þá í nokkur ár áður en blog.is var stofnað). Og mætti kannski frekar segja að ég bloggi til að fá andsvör.
Góðar stundir.
Geir Ágústsson, 11.6.2022 kl. 19:13
Vissulega Geir.
Og þú ert góður í því.
Vonandi næ ég einn daginn að upplifa "Tuborg sóttvörn" gegn vírus á þeirri merku hátíð kennt við Hróarskeldu.
Það var ekki okkar hlutverk að vanvirða lífið.
Kveðja að austan,
Ómar Geirsson, 13.6.2022 kl. 16:07
Ómar,
Það er allt uppselt í ár - allt! - enda miðar seinustu tveggja ára í gildi ennþá. En skellum okkur á næsta ári - í lúxuspakkann:
https://www.roskilde-festival.dk/da/camping/special-camping/tenthouse/
Geir Ágústsson, 13.6.2022 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.