Velkominn aftur, útblástur koltvísýrings

Þegar veiruhræðsla hafði meira og minna lamað heiminn sumarið 2020 voru sumir sem sáu tækifæri. Útblástur hefur minnkað! Loksins! Þetta var þá það sem þurfti til? Að loka fólk heima hjá sér og banna því að mæta í vinnuna! Snilld! Af hverju datt okkur ekki þetta í hug fyrr!

Nú hættir fólk öllu þessi flakki um heiminn og tekur í sátt nærumhverfi sitt. Ferðast innanlands og allt það. Tjald í Tálknafirði frekar en tequila á Tenerife. 

En svo fór ekki. Um leið og yfirvöld losuðu um hlekkina fór fólk á stjá á ný. Í Keflavík er flugumferð nú óðum að nálgast 2019-umferðina. Flugvellir víða glíma við starfsmannaskort og eiga erfitt með að þjónusta alla farþegana á leið í frí, vinnuferðir eða heimsóknir. 

Þetta er frábært, auðvitað. 

Um leið eykst útblástur koltvísýrings, og verður að teljast frábært líka. Orkunotkun knýr áfram lífskjör. Það sést á kortinu hér að neðan (gapminder.org) sem sýnir orkunotkun á íbúa. Afríka notar lítið af orku og er fátæk. Ísland er ríkt og notar mikið af orku (raunar mest allra vegna álveranna). 

orka

Sjálfur finn ég ágætlega fyrir því að heimurinn er að losna úr hlekkjum: Skrapp til Íslands um daginn og fer aftur í næstu viku, og þaðan til Hollands og þaðan til Kaupmannahafnar. Og enn og aftur Ísland í júlí. Æðislegt, losandi og frelsandi. Og Jörðin grænkar fyrir vikið.


mbl.is Áttfalt fleiri farþegar en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ætli fólk verði jafn tilbúið að skella á sig grímum aftur og sætta sig við gamalkunna hlekki og fjötra þegar næsti "heimsfaraldur" kemur? WHO er nú búið að boða röð faraldra næstu 10 árin!

Nú er farið að hræða fólk með apabólunni, og Belgar fyrstir til að koma á skyldusóttkví vegna hennar.

Er árið 2020 komið aftur?

Kristín Inga Þormar, 9.6.2022 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband