Frelsi til sölu: 30 þús. krónur á dag

Samkvæmt nýlegum dómi á Íslandi getur ríkisvaldið svipt þig frelsi og lokað þig inni í litlu herbergi án lagastoðar gegn því að borga þér 30 þús. krónur á sólarhring.

Það er kostnaður ríkisins við að taka þig úr umferð og loka þig inni. Ekki þarf lagastoð til að henda þér í litla holu. Nei, gegn því að greiða 30 þús. krónur geta yfirvöld tekið þig af götunni og fleygt þér á bak við læstar dyr.

Er það ekki magnað?

Og svo látum við ennþá eins og það sé stjórnarskrá í gildi sem ver almenning gegn ofríki hins opinbera. Miklu betra kerfi en tími einráðra konunga, ekki satt? Réttarríkið! Lög og regla! Lýðræði! Dómstólar! Þrískipt ríkisvald!

Nema þegar yfirvöld vilja frekar reiða af hendi 30 þús. krónur en að þú ráfir um göturnar eða eigið heimili.

Þegar yfirvöld blása í næsta hræðsluáróður verður gott fyrir yfirvöld að vita af 30 þús. króna reglunni því það er hætt við að fleiri landsmenn gerist óþekkir en undanfarin 2 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er það ekki kostulegt að almenningur þurfi að greiða kr.800,000 fyrir að upplýsa dómara um brot á Stjórnarskránni.

Eggert Guðmundsson, 3.6.2022 kl. 10:48

2 identicon

"Kemur fram í dómi héraðsdóms að ekki hafi verið ágreiningur uppi um að konan ætti að sæta sóttkví, hún hafi hins vegar viljað vera í sóttkví í heimahúsi sínu."   Samkvæmt þessu og eðlilegum lesskilningi þá lék ekki neinn vafi á því að frelsissviptingin var réttmæt, lagastoðin var fyrir hendi og hvorki um lögbrot ná stjórnarskrárbrot að ræða. Staðsetningin var hinsvegar ekki eins og hefði átt að vera. Hún fékk því þessar 30.000 krónur á dag fyrir að vera vistuð á röngum stað, ekki fyrir frelsissviptingu.

Vagn (IP-tala skráð) 3.6.2022 kl. 12:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Frelsissviptingin átti sér lagastoð. Það er ekki hið sama og að vera réttmæt, en önnur saga.

Það er algjörlega ósambærilegt að dvelja heima hjá sér og slappa ef í eigin umhverfi og geta skroppið út á svalir eða í garðinn og að vera læstur með valdi inni á litlu hótelherbergi og meinað að fá sér ferskt loft.

Enda dæmt gegn því athæfi.

Geir Ágústsson, 3.6.2022 kl. 13:22

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Smitkví sóttvarnalaga stenst ekki stjórnarskrá. Púnktur.

Guðjón E. Hreinberg, 3.6.2022 kl. 14:00

5 identicon

Frelsissviptingin átti sér lagastoð og því er ekki hægt að draga þá ályktun að ríkisvaldið geti svipt þig frelsi og lokað þig inni í litlu herbergi án lagastoðar gegn því að borga þér 30 þús. krónur á sólarhring. Bloggfærslan er því ekkert nema bull og þvæla.

Stjórnarskráin segir í 67. grein "Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum." og gerir þannig smitkví löglega þar sem hún er samkvæmt heimild í sóttvarnalögum. Smitkvíin stenst greinilega og óumdeilanlega stjórnarskrá. Punktur.

Vagn (IP-tala skráð) 3.6.2022 kl. 16:47

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Lögmætt gegn 30 þús. á sólarhring, vel á minnst, ef ég skilog rétt. Hefði verið ókeypis fyrir ríkið að fara að lögum - iðka lögmæta frelsisskerðingu.

Geir Ágústsson, 3.6.2022 kl. 18:59

7 identicon

Að skerða frelsi hennar var ekki "Lögmætt gegn 30 þús. á sólarhring" heldur einfaldlega lögmætt. Bæturnar voru fyrir ranga staðsetningu í frelsisskerðingunni en ekki fyrir frelsisskerðinguna. Hefði verið ókeypis fyrir ríkið að fara að lögum - vista í samræmi við löginn.

Vagn (IP-tala skráð) 3.6.2022 kl. 20:03

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þú gerir ekki greinarmun á stofufangelsi og fangelsi. Hið fyrra er yfirleitt talið bærilegra en hið síðara. Ef ríkið þvingar þig í hið síðara þegar það átti að beita hinu fyrrnefnda þá braut það lög, harkalega. 

Nú fyrir utan að sóttkví, skv. orðabók, er skilgreint sem "það þegar maður þarf að halda sig fjarri öðrum vegna hættu á útbreiðslu smitsjúkdóms", og maður gæti þannig séð búið í tjaldi í úti á túni eða verið í fjallakofa eða sumarbústað eða á hlaupum um hálendið, ef bara enginn er nærri, en löggjafinn talar kannski ekki íslensku og skilgreinir hana sem frelsisskerðingu.

Geir Ágústsson, 3.6.2022 kl. 20:46

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er leið til að hafa samband við Árnastofnun og biðja um nýja skilgreiningu á orðinu "sóttkví":

https://islenskordabok.arnastofnun.is/hafa-samband/

Til viðmiðunar, skilgreiningin í íslenskum lögum (töluvert ólík þeirri í orðabók en fjallar ekkert um að loka fólk inni í litlum herbergjum):

"Sóttkví: Takmörkun á athafnafrelsi og/eða aðskilnaður einstaklinga sem grunur leikur á að hafi verið útsettir fyrir smiti en eru ekki veikir eða grunsamlegs farangurs, gáma, farartækja eða vöru frá öðrum eða öðru á þann hátt sem kemur í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu sýkingar eða mengunar."

Geir Ágústsson, 3.6.2022 kl. 21:03

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrst konan fékk bætur hlýtur innilokun hennar í sóttvarnafangelsinu að hafa verið ólögmæt. Það ætti nú að liggja í augum uppi.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.6.2022 kl. 21:08

11 identicon

 Ég geri greinarmun á frelsi og stofufangelsi eða fangelsi. Í mínum huga er það frelsisskerðing sama hvort um er að ræða fangelsi eða stofufangelsi. Annað er vissulega þægilegra en hitt en þú verður blautur sama hvort vatnið í lauginni er heitt eða kalt. Og fái einhver bætur fyrir að vera settur í fangelsi þegar hann átti að fara í stofufangelsi þá sé ég það ekki sem bætur fyrir frelsisskerðingu. Fái einhver bætur fyrir að hoppa í kalt vatn þegar það átti að vera heitt þá sé ég það ekki sem bætur fyrir að blotna.

Það er ekkert nýtt að löggjafinn sé ekki samhljóma öllum orðabókum þegar kemur að hugtakanotkun. Enda eru orðabækur margar og mismunandi, oft ekki samhljóma innbyrðis og hafa ekkert lagagildi.

Vagn (IP-tala skráð) 3.6.2022 kl. 22:01

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Getur einhver lögfróður útskýrt fyrir mér hvernig ríkið má hafa skoðun á því hvar maður eyðir sóttkví?

Geir Ágústsson, 4.6.2022 kl. 08:14

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég hef lært það umfram allt að heimili þitt minni svo mikið á lítið og loftlaust hótelherbergi að þú gerir engan greinarmun þar á. Og heldur ekki á sýrubaði og vatnsbaði - þetta er allt bara bað fyrir þér.

Geir Ágústsson, 4.6.2022 kl. 14:23

14 identicon

Það kæmi verulega á óvart að þú værir fær um að læra. Sönnunar þess er enn beðið.

Vagn (IP-tala skráð) 5.6.2022 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband