Loftslagsbreytingar innandyra

Eitt verður maður að gefa þessum grænu, umhverfisvænu loftslagsprestum: Þeir hafa áhrif á loftslagið - innandyra!

Með því að berjast hrakalega með öllum ráðum gegn olíu og gasi og bruna á þessum eldsneytistegundum stefnir nú í kaldan vetur í Evrópu. Loftslagið innandyra kólnar.

Það er enginn skortur á olíu og gasi. Danir eiga nokkrar lindir sem er einfaldlega búið að ákveða að skoða ekki betur. Í Argentínu er risavaxin gaslind sem enginn hefur lagt í að fjárfesta í, og verða efnahagslegir hvatar þá ekki gerðir að blóraböggli. 

Evrópubúar hafa einfaldlega gleymt sér í grænu gleðinni og talið sig vera voðalega græna af því þeir keyra á rafbílum en gleyma því að kolaorkan í Póllandi framleiddi rafmagnið. Þjóðverjar loka kolaorkuverum og telja sig vera umhverfisvæna en þurfa þá bara á gasi að halda í staðinn. Danir framleiða nokkuð af vindorku en þegar er logn þurfa þeir að sækja orkuna til suðurs eða norðurs. 

Allt þetta í stað þess að halda einfaldlega áfram að sækja olíu og gas og kol úr eigin bakgarði.

Þetta brothætta kerfi mátti ekki við neinum röskunum í upphafi árs og nú þegar er búið að telja okkur í trú um að viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi virki og að rússnesk orka sé óvelkomin þá hrynur kerfið alveg til grunna. Gasgeymslur eru fjarri því að fyllast nægilega mikið fyrir næsta vetur, orkuverð er í hæstu hæðum og að sliga mörg heimili, olía og gas liggur víða óhreyft í jörðu og verðlag á leið upp eftir peningaprentun veirutímann. 

Þær verða því skelfilegar þessar loftslagsbreytingar græningjanna í haust. Innandyra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þeir sem taka þessar vitlausu ákvarðanir um að reyna að einangra Rússa munu hvorki krókna úr kulda né svelta. Lýðurinn mun taka það að sér. 

Kristinn Bjarnason, 2.6.2022 kl. 11:18

2 Smámynd: Hörður Þormar

Loftslagið er að hlýna, á því er enginn vafi að mati flestra sérfræðinga. Spurningin er um framhaldið. Mun hlýnunin komast á það stig að fram komi keðjuverkun sem ekki verður við ráðið? Þetta er "loftslagsváin" sem  som margir óttast. Sumir afneita henni og kalla hana "vitleysu". En hvaða rök hafa þeir fyrir því? Og hverjir eiga að njóta vafans?

Hitt er svo allt annað mál hvernig til hefur tekist við að draga úr notkun kolefniseldsneytis í heiminum, þar er sjálfsagt víða pottur brotinn. En þessu má alls ekki rugla saman.

Svo vil ég að endingu benda á ræðu Roberts Habeck efnahagsráðherra í þýska þinginu og dæmi svo hver fyrir sig, (minni á tölvuþýddan texta) "Pútín mun ekki halda  þetta lengi út":

 PUTINS KRIEG: "Er kann das nicht mehr lange durchhalten!" - Robert Habeck I WELT Dokument

 

Hörður Þormar, 2.6.2022 kl. 15:38

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það liggur fyrir að Evrópa fer lang verst út úr þessum viðskiptaþvingunum og ég er farinn að halda að það sé meiningin. Það er enginn svona vitlaus. Spurningin er bara hvers vegna?

Kristinn Bjarnason, 2.6.2022 kl. 16:23

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hörður,

Draga úr notkun kolefnaeldsneytis, af hverju?

Ríku svæðin geta alveg eytt sínu fé í að grípa koltvísýringinn og troða ofan í einhverja holu. Þá sofa kannski einhverjir betur. En þú dregur ekki í notkun jarðefnaeldsneytis. Fátækari ríki hlusta ekki á svoleiðis kjaftæði. Þau færa sig kannski úr kolum í olíu og gas þegar þau hafa byggt upp millistétt sem hefur vægi. Þau koma sér kannski í kjarnorku ef þau hafa efni á því. Virkja kannski einhverjar ár. En það er einfaldlega ekki búið að leysa af hólmi jarðefnaeldsneytið sem "base load": Þessa stöðugu orku sem þarf til að knýja áfram batnandi lífskjör. 

Mun losun á koltvísýringi umfram það sem eldfjöll og glufur í jarðskorpunni leiða til keðjuverkandi áhrifa sem gjörbylta loftslaginu? Fyrir því eru engar sannanir en mikið af líkönum sem segja það. Mannkynið á að njóta vafans, og skógarnir sem eru skornir niður þegar olía og gas er óaðgengilegt. 

Geir Ágústsson, 2.6.2022 kl. 21:17

5 identicon

"Loftslagið er að hlýna, á því er enginn vafi að mati flestra sérfræðinga." Eiginlega þarftu bara að skoða hvaða sérfræðingar þetta eru sem taka þátt í loftlagsvánni og ef þeir fá umfjöllun frá main stream media þá er öruggt að þeir segja að jörðin sé að hlýna. Hinir sem vilja frekar segja að við erum að fara inn í kuldaskeið fá fact checkarana á sig og ekkert pláss hjá meginstraumnum. Hverjir hafa rétt fyrir sér kemur bara í ljós. :)

Er að fylgjast með þessari síðu. Margt athyglisvert hér að finna.

https://electroverse.net/

Þröstur (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 21:49

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þröstur,

Sammála því að á Electroverse sé margt athyglisvert að finna, t.d. mun meira sannfærandi tilgátur um af hverju það snjóar í Texas á meðan Síbería upplifir hitabylgju (óstöðugleiki í háloftunum vegna minnkandi sólvirkni). Það er mikilvægt að hafa allar dyr opnar og ekki bara kokgleypa RÚV-línuna. 

Geir Ágústsson, 2.6.2022 kl. 21:53

7 Smámynd: Hörður Þormar

Geir.

Satt er það, við höfum víst lítil áhrif á loftslagið, þar er vægi Kína og Indlands sennilega 50% eða meira.

Eldfjöll hafa spúð CO2 út í loftið frá upphafi vega, enda voru það gróðurhúsalofttegundir sem héldu nægilegum hita á jörðinni til þess að líf gæti þróast. Útgeislun sólar var þá svo lítil að við núverandi loftslagsaðstæður hefði jörðin verið eins og stór ískúla og væri það víst enn.

Allt er best í réttu jafnvægi og þannig hefur jörðin og lífið á henni þróast. Við þáverandi gróðurhúsaáhrif væri jörðin nú óbyggileg vegna hita. Spurningin er hvenær raskast þetta jafnvægi? Sumir segja að ekki sé langt í það. Þú spyrð: hvar eru sannanirnar? En væri ekki gott að hafa einhverja forsjálni í stað þess að að heimta sannanir?

Því þegar sannanirnar liggja í loftinu, þá gæti það verið of seint.

Hörður Þormar, 2.6.2022 kl. 22:22

8 identicon

Merkilegt að loftslagskórinn vælir sem hæst af því að Rússar skrúfa fyrir gas til Evrópu og leita ráða til þess að fá gas annarstaðar frá . þetta sýnir nú hræsnina og líka að það er ekkert á bak við það sem þessir loftslagsinnar segja . þeir ættu sannfæringu sinni samkvæmt að fagna útspili pútíns .

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 3.6.2022 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband