Sunnudagur, 29. maí 2022
Skvaldrið í fílabeinsturninum
Nú þegar fólk er smátt og smátt að ranka við sér úr því roti sem það var slegið í með veirutali og hræðsluáróðri þurfa leiðtogar heimsins enn á ný að finna upp verkefni fyrir sjálfa sig. Á þessari síðu (weforum.org) má fá svolitla innsýn í hvaða áætlanir er verið að kokka upp fyrir okkur - hvaða ótta og hræðslu við eigum helst að halda í og hvaða lausnir okkur verður boðið upp á.
Það þarf auðvitað að sprauta meira gegn kóvít, auðvitað. Líka þá fátækustu. Veiran er að gerast landlæg en það er víst ekkert gleðiefni - malaría er jú líka landlæg og hún er ekkert grín, bendir einn á.
Það þarf auðvitað að hliðra til peningum almennings svo sumir fái meira og aðrir minna. Nema þú sért milljarðamæringur.
Það þarf einhvern veginn að stokka upp hagkerfi heimsins. Byggja það upp á nýtt, einhvern veginn betur, með meiri endurvinnslu og minni losun á koltvísýringi. Mörg spennandi verkefni þar til að dæla skattfé í, að sjálfsögðu.
Svo vantar okkur meira traust. Já, þetta segir manneskja sem tilheyrir klúbbi sem hefur logið að okkur stanslaust og notað til þess gríðarlega fjármuni. Tilraun til heilaþvottar sem tókst ágætlega.
Það tók stofnanda klúbbsins ekki nema nokkrar vikur vorið 2020 að hrista saman heilli bók um hvernig veiran er tækifæri til að stokka upp á nýtt. Á þeim tíma var ennþá verið að segja okkur að fletja út kúrvu og fara varlega í kringum ömmu gömlu í nokkrar vikur en höfundur sá eitthvað annað og meira. Vorið 2020 voru samtök veruleikafirrtra leiðtoga að vara við miklum röskunum í 18 mánuði á meðan Þórólfur var að tala um að allt væri á réttri leið. Eitthvað passar þarna illa saman.
En þótt traust mitt á þessum strengjabrúðum sé ekki neitt þá er athyglisvert að sjá hvað er verið að skipuleggja fyrir okkar hönd og kannski reyna að finna leiðir til að lágmarka skaðann af slíku.
Ósprautaður ætla ég,
ekki að losun minnka.
Kjöt að diski mínum dreg,
í Dísel-tank ég grynnka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir,
Já það er einkar athyglisvert að lesa hvað þessir glóbalistar ætla sér með heiminn og þeir ertu svo stórtækir að þeir fela það ekki einu sinni fyrir okkur hvað planið er enda hafa þeir sagt það opinberlega en dauf eyru fólks er ekki að hlusta enda yfirleitt upptekið við eitthvað allt annað.
Ósprautaður ætla ég,
ekki að losun minnka.
Kjöt að diski mínum dreg,
í Dísel-tank ég grynnka.
Styð það heilshugar.
Þröstur (IP-tala skráð) 29.5.2022 kl. 19:09
Áttir þú von á því að þegar covid væri ekki lengur mikil ógn í þínum bæ þá væru öll vandamál heimsins leyst, framtíðin trygg og álhatta/falsfrétta vinir þínir verkefnalausir?
Vagn (IP-tala skráð) 30.5.2022 kl. 10:21
Vagn,
Ekki lengur mikil ógn? Gott að vita! Mér sýnist vinir þínir í skrýmsladeildinni samt ætla að sprauta okkur áfram og fylgjast með ferðum okkar.
Annars fannst mér gömlu lausnirnar vera skárri: Eyða fátækt og framleiða orku. Nú er fátækt búin til og orkuverum lokað.
Geir Ágústsson, 30.5.2022 kl. 11:59
Ekki lengur mikil ógn í þínum bæ (þú þarft að æfa lesskilninginn). En þar sem bólusetningar eru litlar eða engar er þetta enn hættulegur sjúkdómur. Og ef mótefni vegna smita eða bóluefna dugar ekki nema fáeina mánuði þá þarf að halda áfram að bjóða þeim sprautu sem ekki vilja veikjast illa.
Gömlu lausnirnar sem vekja svona mikla hrifningu hjá þér hafa gert andrúmsloftið hættulegt til innöndunar á ýmsum stöðum, fyllt hafið og fiskinn á diski þínum af plasti, gert hreint vatn að munaðarvöru og stefna í að gera plánetuna óbyggilega homo sapiens. Og það án þess að minnka fátækt nema hjá miklum minnihluta. Nú þarf minnst tvær fyrirvinnur þar sem ein dugði áður. Gömlu lausnirnar eru greinilega ekki að virka þó einhverjir græði.
Vagn (IP-tala skráð) 30.5.2022 kl. 15:48
Stærsta vandamálið er fólkið sem vaknar ekki úr dáleiðslunni. Ég geri mér grein fyrir að það hljómi mjög galið að ásaka þekkt fólk og mikilsmetið í þjóðfélaginu um árás á almenning en það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu. Að beita öllum brögðum og þvingunum til að koma þessum eiturefnum í handleggi fólks er eitthvað sem ég skil ekki hvers vegna. Getur það verið að þetta fólk svífist einskis í einhverju hagnaðarskyni? Þegar það liggur alveg ljóst fyrir að það var eitrað fyrir fólki þá hlítur brýnasta verkefnið að vera að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram sem allt stefnir í.
Kristinn (IP-tala skráð) 30.5.2022 kl. 16:08
Vagn,
Hérna er myndband frá ríki sem hefur ekki ennþá tileinkað sér kapítalisma, verndun eignaréttar, mikla orkunotkun og ríka millistétt sem vill hreint umhverfi:
https://www.youtube.com/watch?v=hVG_e1m2Djc
Geir Ágústsson, 30.5.2022 kl. 20:16
Og þú heldur þá væntanlega að plastið vaxi upp úr gólfinu á strákofunum og olíu/plastiðnaðurinn beri enga sök og hagnist ekkert. Að sölumenn berjist gegn skilagjaldi og endurvinnslu því vörurnar séu af góðmennsku einni saman seldar án álagningar og enginn græði, ef þær eru ekki bara teknar úr búðunum án greiðslu vegna þess að eignarrétturinn nýtur engrar verndar. Og að hagnaðurinn af öllum námunum og olíulindunum renni í kaup á vatnsþéttum stráþökum, því enginn er kapítalisminn. Því miður þá er þetta ríki sem fer nákvæmlega eftir þinni uppskrift, öllu skal fórnað fyrir meiri gróða og að gera einhverja fáa ríka.
Síðan mætti benda á það að þessi "ríka" millistétt þín er hlutfallslega fátækari og með minni tekjur en sama stétt fyrir 100 árum, og það þó konurnar taki núna þátt í að vinna fyrir heimilinu. Langafi þinn, þrátt fyrir að vera eina fyrirvinnan, hefur sennilega á þeim aldri sem þú komst loksins yfir það að skulda ekki meira en þú áttir í þínu heimili átt sitt heimili skuldlaust.
Vagn (IP-tala skráð) 30.5.2022 kl. 22:44
Dystópían í weforum greininni, er ótrúlega veruleikafirrt. Jaðrar við glæpsamlegan rangsnúning, sem ætla mætti að gæti verið viljandi.
Guðjón E. Hreinberg, 31.5.2022 kl. 06:02
Mike Ryan, the Executive Director of the WHO's Health Emergencies Programme, struck a cautionary tone though in the Meeting the Challenge of Vaccine Equity session.
"We won't end the virus this year," he said. "We may never end the virus. Pandemic viruses end up becoming part of the ecosystem. What we can end is the public health emergency."
And, in terms of endemic versus pandemic, he was clear. "Endemic does not mean good," he said, citing the examples of endemic malaria or endemic HIV which kill 100,000s of people. "Endemic just means it's here forever."
"What we need to do is get to low-levels of disease incidence, with maximum vaccination of our populations, so nobody has to die." That's the end of the emergency, that's the end of the pandemic, he concluded.
Það þarf ekki einu sinni að fela þessar framtíðarárásir, svo vel er lýðurinn heilaþveginn.
Kristinn Bjarnason, 31.5.2022 kl. 10:33
Vagn,
Þú ferð um víðan völl. Er eitthvað að fyrirkomulagi þar sem heimur batnandi fer?
Og er nú megnið af þessu plasti í hafinu ekki að streyma úr örfáum ám í ríkjum þar sem öllum er drullusama um hafið enda nóg að gera að afla sér lífsviðurværis og ríkið á allt nema kannski kaffivélina þína og símann?
Geir Ágústsson, 31.5.2022 kl. 20:56
Að vilja viðhalda, og jafnvel auka, mengun, umhverfisspjöll og sóðaskap er ekki leið að batnandi heimi þó þú sjáir einhverja græða á því.
Vagn (IP-tala skráð) 5.6.2022 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.