Ferðasaga

Ég er staddur í Þýskalandi núna í stuttri vinnuferð og þurfti að eyða svolitlum tíma í að kynna mér COVID-reglur landsins eða landshlutans en með þökk flugvallarstarfsfólks og ýmissa heimasíða komst ég til botns í málinu og ferðin gekk snurðulaust fyrir sig.

Ég, sem ekki "fully vaccinated" (þrjár sprautur), þurfti að taka veirupróf sem þurfti vitaskuld að vera neikvætt og að hámarki 48 klst gamalt fyrir brottfarartíma. Gott og vel, gerði það.

Hefði ég haft þrjár sprautur í mér eða að hámarki 90 daga en lágmarki 28 daga gamalt neikvætt próf hefði ég sloppið við það, sem er einkennilegt því er það ekki fjölsprautaða fólkið sem heldur þessum faraldri í gangi? Jafnvel byrjað að þróa með sér aðrar sjúkdóma?

Á flugvellinum í Kaupmannahöfn beið mín ekkert sérstakt nema að setja á mig grímu áður en ég færi inn í flugvélina. Gildir fyrir alla yfir ákveðnum aldri óháð sprautufjölda. Gott og vel, gerði það. Mátti taka grímuna niður við neyslu á mat og drykk og vel undirbúinn með hnetupoka sem var étinn á hraða snigilsins. Var með grímu í kannski 10 mínútur samanlagt í 90 mínútna flugi og enginn að atast í mér. Mjög gott. Setti grímuna samt upp þegar ég pantaði kaffi svona til að flugþjónarnir þyrftu ekki að framfylgja kjánalegum fyrirmælum gegn eigin sannfæringu. 

Grímuskylda á flugvellinum í Þýskalandi en mjög fáir með grímu. Gott. Þjóðverjar að slaka aðeins á.

Fyrir utan það er lífið hérna bara nokkuð venjulegt. Ég sá einskonar húsbíl sem var merktur sem prófunarstaður en ekkert fólk nálægt honum.

Mesta hættan á smiti hlýtur að hafa verið frá einhverjum þrísprautuðum og óprófuðum í flugvélinni. En sem betur fer er loftið í svona flugvélum hreinsað margfalt oftar en í öðrum lokuðum rýmum og kannski góð leið að smala smituðu fólki í þær til að lágmarka smithættu. Ekki er loftið í biðsölum flugvalla mjög þægilegt. Kannski grímuskyldan ætti að vera þar og hætta svo þegar stigið er um borð? 

Eða að grímuskyldan gildi bara um óprófað margsprautað fólk en ekki hina með hreint heilbrigðisvottorð. 

Á morgun held ég aftur til Danmerkur. Ekkert próf en sennilega gríma í flugvélinni (lesist: annar hnetupoki tilbúinn). 

Framhald síðar (eða ekki).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ég las langa lærða grein um ástæður fyrir því að þessi bóluefna herferð hafi verið risa mistök. Einn doktorinn gekk svo langt að kalla þetta lífefnavopn. En voru þetta mistök? Mér finnst það skrítið að sjá nánast aldrei fréttir um skaðsemi þessa lyfja þó þau eigi heimsmetið. Allir sem stóðu að þessu vissu að spike próteinið er eitrað og á eftir að gera mikinn óskunda. Það er ekki hægt að trúa neinum fréttum lengur þetta er bara áróður. Það er byrjað að bjóða upp á bólusetningu við apabólu sem er ábyggilega sama bóluefnið, og þú manst að sprauta 4 er miklu betri en nr.3.

Það þarf að komast að því hvort þeir aðilar sem tróðu þessu í fólkið sitt hafi vitað af því að um eiturefni var að ræða. Af hverju eru leynilegir samningar gerðir við bóluefnaframleiðendur? Eru stjórnmálamenn orðnir verstu óvinir almennings?

Kristinn (IP-tala skráð) 24.5.2022 kl. 11:05

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Góð lýsing: Vesturlönd eru fullkomlega hrunin. Flýið. Strax.

Guðjón E. Hreinberg, 24.5.2022 kl. 16:39

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir, veistu hvort það sé eitthvað leiðinda eftirlit við landamærin milli SønderJyllands og Schleswig-Holsteins, t.d. Padborg / Flensborg eða Tønder vestanmegin og beðið um bólusetningarskírteini eða vottorð um neikvætt Covid-próf? Er grímuskylda í búðum og veitingastöðum Þýskalandsmegin?

Theódór Norðkvist, 24.5.2022 kl. 21:24

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Neikvætt próf inn í Þýskaland nema þú sért með 3 sprautur eða 28-90 daga neikvætt próf. Þýsk veirufræði, sjáðu til.

Hvort það sé eftirlit veit ég ekki. Mér fannst Þjóðverjarnir vera frekar slakir á þessu. Í flugi áðan var ég jafnvel grímulausari en í gær og fékk hvorki störur né athugasemdir. Og sá einn annan án grímu. Þetta mjakast.

Geir Ágústsson, 24.5.2022 kl. 21:52

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Og nei, engar grímur í búðum eða neitt, amk í Bayern sem hefur víst verið með verri í Þýskalandi. Um leið og flugvél sleppti tók við gamla normið. 

Geir Ágústsson, 24.5.2022 kl. 21:53

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar, gæti viljað skreppa á svæðið í sumar svo það er gott að vita þetta.laughingFór með kunningja mínum á veitingastað í Flensborg um haustið 2020. Maður mátti ekki labba einn metra frá borðinu þá hvæsti þjónninn Mask, mask, mask! Gott að þeir séu orðnir aðeins slakari á þessu núna.

Theódór Norðkvist, 24.5.2022 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband