Miðvikudagur, 18. maí 2022
Um velgengni og baráttuþrek samstilltrar þjóðar gegn ógn
As we have just reported, Ukrainian President Volodymyr Zelensky is proposing to extend martial law in the country - but what does that involve?
In Ukraine, it gives the military leadership the power to intervene in areas of civilian life - for example by introducing curfews, prohibiting travel and conducting searches of civilians homes and vehicles.
It also suspends a raft of rights that civilians have in peacetime, including:
- The inviolability of private homes
- The right to private correspondence and phone conversations
- The right to freedom of movement, including to leave Ukraine
- The right to hold peaceful meetings, rallies, marches and demonstrations
- The rights to work, carry out entrepreneurial activity and to go on strike
- The right to education
Under martial law since the invasion, curfews have been imposed at various times in cities around the country.
Men aged between 18 and 60 have been banned from leaving the country, although there are some exceptions, such as fathers of more than three children.
Eins og allir vita er enginn vafi á því að heimurinn er svart-hvítur. Herskylda er bara skrautið á annars fullkomna samstöðu þjóðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Facebook
Athugasemdir
Hann þarf náttúrlega mannskap til þess að ná aftur svæðunum sem Rússarnir lögðu undir sig.
Það eru iðnaðarsvæðin.
Hann þarf þau ef hann ætlar einhverntíma að borga til baka svo mikið sem prósent af því sem búið er að lána honum. Annars eignast IMF og einhverjir Evrópskir bankar restina af landinu. Landi sem gefur núna sáralítið af sér.
Þetta þurfti aldrei að fara svona.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.5.2022 kl. 20:37
Staða Úkraínu er sorgleg. Miklu sorglegri en áður þegar ríkið var "bara" meðal þeirra spilltustu í heimi. Innrás Rússa er skelfing og verður ekki réttlætt (það gæti samt enn komið í ljós að Rússar hypji sig þegar þeir eru búnir að ná einhverjum óskilgreindum markmiðum) en á sér aðdraganda sem virðist ekki eiga að ræða (sem er einfaldlega umræða sem þarf að eiga sér stað til að stöðva núverandi keðjuverkun atburða sem munu gera illt verra, svo sem að ýta Tyrkjum í fang Rússa).
Sammála, þetta þurfti aldrei að fara svona.
Geir Ágústsson, 18.5.2022 kl. 20:56
Tek undir með ykkur.
Egilsstaðir. 18.05.2022 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.5.2022 kl. 23:39
Úkraína seldi andstæðingum Rússa langa spildu austan megin,ef ég man það rétt(komnir of nálægt) Rússar fengu aldrei frið til að sanna sig sem lýðveldi fyrir græðgisöflunum.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2022 kl. 00:20
Hvernig endar þetta stríð?
Hernaðarsérfræðingar segja að enda þótt sóknarmáttur Rússa fari þverrandi þá muni Úkraínumönnum reynast mjög erfitt að endurheimta það land sem þeir hafa þegar misst. Stríðið gæti því endað í pattstöðu þar sem hvorugur vinnur fullnaðarsigur.
Jafnvel þótt saminn verði friður þar sem Úkraínumenn neyðast til að láta lönd af hendi þá munu vesturlönd ekki geta við það unað að Rússar sölsi undir sig lönd með hervaldi. Þetta stríð mun því einangra þá frá vesturlöndum.
Sumir segja að vesturlönd sé lítill hluti mannkyns, Rússar geti snúið sér annað, t.d. til Kína. En samband Rússa og Kínverja hefur ekki alltaf verið snurðulaust. Á 19. öld áttu þeir í landamæradeilu um strjálbyggt svæði í Síberíu, um milljón fkm að stærð. Þessi deila mun enn vera óútkljáð að dómi Kínverja þótt þeir hafi lengi látið kyrrt liggja.
Hvenær munu Kínverjar rifja þetta mál upp? "Æ sér gjöf til gjalda".
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.5.2022 kl. 10:38
Sæll Geir,
Friðarsamkomulagið sem að Rússar gáfu út gekk reyndar út á fjögur meginatriði, en Selensky karlinn og stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja alls ekki sjá eða hvað þá tala um þau.
Því að hann Selenski karlinn vill ekki hafa einhverja heimastjórn í Donbass, eða hann vill ekki fara eftir bæði Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulaginu varðandi þá heimastjórn í Donbass (Doneskt og Luhansk). Heldur hafa Stjórnvöld í Úkrínu hafa hafið hvert stríðið á fætur öðru algjörleg gegn Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulaginu sl. 8 ár (eða frá árinu 2014), nú og hefur kostað yfir 14.000 manns lífið.
Nú og auk þess vill hann Selenski karlinn fá Krímskagann aftur til baka. Þrátt fyrir að íbúar Krímskagans séu mjög ánægðir með þessa samningu eftir 60 ára aðskilnað ( frá 1954 til 2014), en hér á vesturlöndum má reyndar ALLS EKKI tala um þessa samningu Krímskagans aftur við Rússland, eða þar sem að stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum eru svo mikið á móti þessari samningu, heldur skal ævinlega talað áfram og endalaust um "innlimun" í neikvæðri merkingu.
Þá vilja stjórnvöld í Úkraínu alls ekki banna alla þessa neo- Nazista Azov og Right Sector í Úkraínu. Nú og hann Selenski vill ekki leyfa rússnesku ættuðu fólki að tala rússnesku í Donbass. Miðað við að EKKI sé til vilji hjá stjórnvöldum í Úkraínu til að semja um þessi fjögur atriði, þá verður ekki samið um frið.
KV.
Í öllu þessu rússahatri og/eða rússafóbíu, þá er ég á þeirri skoðun, að menn hér hefðu alls ekki mótmælt þessu stríði sem að stjórnvöld í Úkraínu voru búin að skipuleggja svona vel í mars mánuði gegn íbúum Donbass (sjá meðfylgjandi mynd)?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.5.2022 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.