Eins og að skera ost

Fyrirbæri eins og Evrópusambandið, bandaríska alríkið, hið opinbera á Íslandi og auðvitað bara öll önnur einokunarbatterí kunna að skera ost. Ein sneið í einu þar til ekkert er eftir. 

Nú eiga sér stað umræður innan Evrópusambandsins um möguleika sambandsins til að senda ungt fólk í meðlimslöndunum á vígvöll til að deyja fyrir einhvern málstað stjórnmálaelítunnar.

Hingað til hafa öll ríki sambandsins þurft að verða sammála en nú er lagt til að einfaldur meirihluti dugi til að gera foreldra barnlausa og ungmenni að öryrkjum.

Þessu mótmæla fjölmörg aðildarríki en það mun ekki skipta neinu máli til lengri tíma. Ungmenni Evrópu eiga að vera til ráðstöfunar. Því hvað ef Rússarnir láta ögra sér yfir landamæri NATO-ríkis eða inn í umráðasvæði Evrópusambandsins? Þarf ekki að geta brugðist hratt við?

Svona er osturinn skorinn. Undanþágum er fækkað, inngripunum fjölgað, neitunarvald verður að meirihlutakosningu sem að lokum rennur inn í æðstu yfirstjórn sem ræður öllu í nafni fulltrúalýðræðis. 

Þar til ekkert er eftir nema kennitalan og leyfi til að vera sammála yfirvöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að vandamálið sé, að fólk og ungt fólk kannski sérstaklega, sé orðið svo vant því að búa við frið að fólk heldur að friður komi í Cheerios-pakkanum sem það kaupir í Bónus versluninni í nágrenninu - eða Bilka í tilviki danskra ungmenna.

NATO var stofnað til að fæla illmenni ogh harðstjóra frá að gera árás og vaða inn á skítugum hermannastígvélum inn í annað land, af því að einræðisherrann í innrásarlandinu, vill ekki að íbúar í fórnarlambslandinu, haldi með Manchester United.

Getur verið að tilvist NATO og sterkar hervarnir, þó sérstaklega Bandaríkjanna, hafi eitthvað með það að gera að friður hefur haldist til dagsins í dag, a.m.k. í Vestur-Evrópu og stærstum hluta Austur-Evrópu? Því ófriður og átök hafa eingöngu verið í löndum sem ekki eru í NATO.

Theódór Norðkvist, 9.5.2022 kl. 16:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Hver veit. Nú skammaði Trump Evrópu fyrir að dansa við björninn og verða háð honum um eldsneyti og ætlast um leið til að Bandaríkjamenn borguðu fyrir varnirnar. Um leið var eldflaugu NATÓ komið fyrir sífellt nær landamærum bjarnarins. Kannski hér hafi orðið einhver óheppileg blanda viðskipta og ögrana sem kemur nú í hausinn á Evrópu.

En þá er kannski skárra að Þjóðverjar fórni sínu unga fólki fyrir sína utanríkis- og viðskiptastefnu frekar en að rífa einhvern unglinginn úr bandarískri miðborg og senda hann í fjarlæg ríki til að deyja þar fyrir pólitískan metnað útlendinga sem hans heimalandi stafar engin ógn af.

Annars gat maður ekki annað en andað léttar að Pútín hafi ekki í dag ræst út flugherinn sinn, sérsveitirnar og ofurhljóðfráu eldflaugarnar sínar og ætlar að láta það duga að labba með rifla og fallbyssur í gegnum Úkraínu þar til hann finnur rússneskumælandi fólk í Moldóvó. Hvað svo gerist veit enginn.

Geir Ágústsson, 9.5.2022 kl. 16:32

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég bíð til 12, þegar Finnar ákveða hvort þeir ganga í Nato eða ekki. 

Ásgrímur Hartmannsson, 9.5.2022 kl. 16:46

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála þér um Trump og þýsk-rússneska orkufaðmlagið banvæna, hef einmitt bloggað um það sjálfur tvisvar. Ég óttast að Pútín muni leika sama leikinn í Moldóvíu, en það gæti ráðist af útkomunni í Úkraínu.

Theódór Norðkvist, 9.5.2022 kl. 23:34

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lengi lifi foringi vor Úrsúla vander Leiðinleg Zieg Heil. Eitt Júró, Ein drottning, ein stór sauðahjörð.

Guðjón E. Hreinberg, 10.5.2022 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband