Refsiaðgerðir gegn evrópskum neytendum

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir ESB ætla smám saman að banna innflutning á olíu frá Rússlandi. Tillögur að nýjum refsiaðgerðum gagnvart Rússum hafa verið kynntar vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Eða öllu heldur: Refsiaðgerðum gagnvart evrópskum neytendum, því Rússar eru óðum að aðlaga flutningakerfi og innviði að nýjum viðskiptaleiðum.

Pútín ætlar auðvitað að svara fyrir sig. Hann er að hanna eigin refsiaðgerðir. Og hvernig hljóma þær? Jú, að hætta sölu á olíu til Vesturlanda.

Já, þú last rétt. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum eru í innihaldi nákvæmlega þær sömu og refsiaðgerðir Rússa gagnvart Evrópusambandinu.

Mögulega erum við í Evrópu bara peð í einhverju valdatafli bandarískra yfirvalda eða einhverra hagsmuna innan bandarísku stjórnsýslunnar. Það þýðir að öllum brögðum verður beitt til að framlengja stríðið, NATO verður stækkað til austurs og tilraunir gerðar til að blóðmjólka rússneska hagkerfið með stríðskostnaði. Allt er þetta auðvitað á kostnað almennra borgara. Og ef marka má sumt af því sem ég hef séð hefur allt þetta farið fram undanfarin ár samkvæmt hönnun: Að skapa ástand sem var óumflýjanlega að fara leiða til röð atburða sem er nú viðhaldið með peningum og vopnum.

En kannski ekki. Kannski bara einn stór misskilningur rekinn áfram af harðstjóra með stórar byssur.

Nú nálgast 9. maí óðfluga og allir sammála um að það þýði að Rússar geri eitthvað. Hvað þetta eitthvað er veit enginn nema Pútín.

Kannski að lýsa yfir sigri og hypja sig heim. Kannski að lýsa yfir stríði og senda málaliðanaflugherinn og sérsveitirnar inn í Úkraínu.

Og peðin horfa á þar til kemur að því að fórna þeim.


mbl.is Vilja banna innflutning á rússneskri olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir það Geir.

Mikil synd og skömm að meintar refsiaðgerðir bitni ekki einhliða, að þær séu gagnkvæmar, virki á báða bóga.

Út frá sjónarmiðum árangurs, það er að þær bíti, og þar með virki, þá átti strax að skrúfa fyrir innflutning á olíu og gasi, eða var það trúverðugt að Bretar hefðu fjármagnað loftárásir Þjóðverja á sitt eigið land??

Að sjálfsögðu  ekki, jafnvel mjög heimskt fólk teldi það fjarstæðu.

En eftir stendur til hvers eru menn að þessu, ef refsiaðgerðir mega ekki bíta??

Per se þá mætti halda að rosalega góða fólkið, með öllum sínum vitsmunabrekkum, hafi aðeins hikað, og svo lesið pistil þinn.

Og hikað svo meir, að refsiaðgerðir ættu aðeins að bíta þann sem fyrir honum varð.

Skálað svo og sagt, svona er þetta í Fíflalandi.

Sem því miður er jákvæð lýsing á Evrópusambandinu í dag.

Það væri ekkert stríð í Úkraínu hefðu menn skrúfað strax fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2022 kl. 19:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Ef Evrópa hefði bara si svona skrúfað fyrir olíu og gas frá Rússlandi þá hefði mikill fjöldi Evrópubúa einfaldlega króknað úr kulda eða þurft að éta hráar rófur og kartöflur, eða bæði. 

Kannski við hefðum átt að hlusta aðeins betur á Donald Trump þegar hann varaði við of mikilli fíkn í rússneska orku.

Geir Ágústsson, 5.5.2022 kl. 07:59

3 identicon

Sæll Geir,

Hérna er eitthvað athyglisvert um þetta, sjá hérna: “Higher Gas Prices Save Ukrainian Lives!”.





KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.5.2022 kl. 10:25

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

"Hér varð hrun" var notað óspart þegar rökstyðja átti að almenningur yrði að herða sultarólina.
Nú er sagt að stríðið í Úkraínu valdi öllum vanda

Ráðmenn eru mjög örlátir í að beita refsiaðgerðum gegn Rússlandi
þó svo að alltaf sé það almenningur sem þarf að borga 

Grímur Kjartansson, 5.5.2022 kl. 15:33

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Trumparinn var með þetta eins og svo oft áður, blessuð sé minning hans.

En Thatcher var líka með þetta, hún hefði strax skrúfað fyrir og jafnframt dreift uppskriftum um hvernig á að matræða hráar rófur.

Og alveg eins og flugránin dóu, þá hefði þetta stríð líka dáið út.

Það eina sem er öruggt með undanlátsemina, er að hún magnar alltaf upp átök, ofbeldi eða annað.

Og sem betur fer eru menn að kveikja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.5.2022 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband