Froðustjórnmál

Er ekki seinna vænna að ráðast í nafla­skoðun inn­an flokk­anna, blása í burtu froðunni, og í staðinn stunda al­vöru­gefn­ari póli­tík. Í mörg­um lönd­um eru und­ir­stöður hag­kerf­is og hag­sæld­ar hreint ekki í lagi og fólk sem ótt­ast at­vinnum­issi og þorir varla að opna raf­magns­reikn­ing­inn hef­ur sára­lít­inn áhuga á stjórn­mál­um sem snú­ast um að minnka út­blást­ur eða ákveða hvort al­menn­ings­sal­erni eigi að vera kynja­skipt.

En það þarf líka að sýna aðgát, því aðfram­komn­ir kjós­end­ur geta verið mót­tæki­leg­ir fyr­ir alls kyns vit­leysu, og lík­leg­ir til að trúa kosn­ingalof­orðum sem ná­kvæm­lega eng­in inni­stæða er fyr­ir. Hef­ur jarðveg­ur­inn fyr­ir po­púl­isma sjald­an verið frjórri og gæt­um við verið að sigla inn í mjög for­vitni­legt tíma­bil í stjórn­mála­sög­unni.

Svona kemst blaðamaður að orði í skoðanapistli sínum (á bak við innskráningarvegg, ekki áskriftarvegg) og ég er hjartanlega sammála.

Ekki veit ég hvort froðan fari að myndast í höfði kjörinna fulltrúa eftir að þeir ná kjöri eða hvort froðan sé það sem þarf til að fólk sækist eftir kjöri. Eitthvað er það. Hið opinbera þröngvar sér inn í líf okkar langt umfram það sem nokkur kærir sig um. Ekki misskilja - sennilega er meirihluti almennings hlynntur risavöxnu opinberu batteríi með fingurna í öllu en hver og einn einstaklingur vill að þetta þrútna ríkisvald hafi afskipti af öðrum og láti sjálfa sig að mestu í friði.

Að minnsta kosti þekki ég engan sem hugsar: Guði sé lof að ríkisvaldið hefur sett lög sem takmarka sölu áfengis við örfáa sölustaði með takmarkað úrval! Annars er hættan sú að allir dagar hjá mér yrðu eins og í fríinu til Köben um daginn þar sem flæddi áfengi úr sérhverri sjoppu!

Eða hvað?

Eða: Guði sé lof að það er dýrt, tímafrekt, erfitt og flókið að reisa svolítið hús! Annars myndi ég búa í einhverri spilaborg sem gæti hrunið í næstu vindkviðu!

Nei, ætli flestir séu ekki að óska eftir opinberum afskiptum af öðrum. Þessu helvítis bankafólki og þessum svikulu verktökum og þessum óheiðarlegu tryggingafélögum sem þarf að halda í skefjum.

Síðan er það froðan. Loftslagsstjórnmálin, kynjastjórnmálin, umhverfisstjórnmálin, rétttrúnaðarstjórnmálin. Það myndi enginn venjulegur kjósandi sakna þeirra ef þau hyrfu á morgun. Þetta eru áhugamál fólks með hausinn fullan af froðu og skilar fólki ekki auknum kaupmætti, mat á borðið og flugmiða í fríið, nema síður sé.

Froðan er um leið aðgöngumiði Trumpanna og Le Pennanna, í boði elítunnar sem segist vilja ráða öllu en er hætt að kunna tala við almenning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég leyfi mér að efast um að þú hafir horft á "yfirheyrslur" þingmanna í Efnahags og viðskipta nefnd yfir fulltrúum frá Bankasýslunni í morgun
Morfís krakkar hefðu getað komið með vitrænni spurningar
og gildrunar sem þau voru að reyna veiða Bankasýslu mennina í voru barnalegar
enda urðu sumir þingmanna ósköp kindarlegir þegar Bankasýslan svaraði hreint og beint

Grímur Kjartansson, 27.4.2022 kl. 15:14

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Einhver sem hugsaði sjálfstætt sagðist frekar vilja lifa í dangerous freedom than in peaceful slavery. Þessu ætti fólk að velta fyrir sér í alvöru. Fólk almennt er ekki tilbúið að taka áhættuna á að gefa öðrum stjórnmálamönnum tækifæri og þess vegna sitjum við alltaf uppi með fagfólk í að viðhalda stöðunni sem er sérstaklega opinberum aðilum í hag og valdaelítunni. Það er svo skrítið að því meiri tekjur sem opinberir hala inn því minna kemur út og þjónustan verri. Engin geta til að laga til hjá opinberum heldur stækkar báknið þangað til við fáum það í andlitið.

Gæti gerst fyrr en nokkurn grunar.

Kristinn Bjarnason, 27.4.2022 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband