Þú mátt frjósa eða svelta, segja sumir

Úr fréttabréfi sem ég er áskrifandi að (ósköp venjulegt fréttabréf sem fjallar um iðnað og tölfræði):

The Dutch activist group Friends of the Earth has stepped up pressure against oil major Shell (LON:SHEL), claiming that if the firm fails to comply with a 2019 Dutch court order to deepen emission cuts, the company’s board will be held personally responsible. 

Hvað er verið að tala um hérna? Jú, nýlega úrskurðaði hollenskur dómstóll að hollenska orkufyrirtækið (aðallega olíu- og gasfyrirtæki en dundar sér við ýmislegt) Shell þyrfti að draga úr losun á koltvísýringi. 

Þyrfti!

Síðan þá hefur margt gerst. Núna er orkukreppa í Evrópu og víðar. Venjulegt fólk er að drukkna í orkureikningum. Það að halda á sér hita og elda mat og hlaða fínu rafbílana er orðið töluvert dýrara en áður, jafnvel um margfeldi af fyrri verðum á sumum svæðum. 

Hvað gera svokallaðir umhverfisverndarsinnar þá? Svokallaðir talsmenn baráttunnar gegn loftslagsbreytingum? Svokallaðir vinir Jarðar? 

Jú, hóta fyrirtækinu.

Ég skil vel að margir séu hræddir eftir að hafa látið hræða sig lengi. Ég skil vel að sumir óttist hið versta eftir að hafa verið sagt að óttast hið versta. Ég skil vel að flestir hafi lítinn tíma til að kynna sér aðrar hliðar máls en viðhorf svokallaðra fréttamanna.

En núna erum við að tala um eitthvað sem nálgast mannhatur. Að í miðri orkukreppu sé orkufyrirtækjum hótað ef þau hætta að einbeita sér að því að útvega orku.

Sumir vilja hreinlega að þú króknir úr kulda eða hafir ekki efni á að hlaða símann þinn.

Það er kannski ekki meðvituð hugsun þessa fólks. Það hugsar sem svo að þú getir bæði étið kökuna og átt hana. En það er ekki verri ástæða en önnur til að hunsa það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband