Fær málfrelsið aftur séns?

Nú er verið að ganga frá kaupum Elon Musk á Twitter og vinstrið er að pissa í sig af gremju. Af hverju? Jú, því núna verður sennilega dregið úr ritskoðuninni. Twitter snýr kannski aftur til uppruna síns, sem var nokkurn veginn á þessa leið:

Twitter gamlir skilmálar

Sem sagt: Samfélagsmiðill, ekki fjölmiðill með ritstjórnarstefnu.

Ég fylgist svolítið með verkum blaðamannsins Alex Berenson sem var bannaður á Twitter fyrir að fjalla á óásættanlegan hátt um Covid-sprauturnar á sínum tíma. Hann vonast til að endurheimta aðgang sinn en heldur í bili áfram málaferlum sínum gegn Twitter og skemmtir sér mjög yfir málsvörn miðilsins.

Vinstrið er að hóta því að yfirgefa miðil vegna skorts á ritskoðun. Hvert fer það þá? Hvar finnur það vettvang sem ritskoðar nægilega mikið að mati þess? Kannski kínverskir eða rússneskir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar geti veitt vestræna vinstrinu kærkomið skjól frá öllu þessu málfrelsi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nokkuð víst já;"Líkur sækir líkan heim"

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2022 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband