Er ekki komið nóg af veirutali?

Einn lesandi þessarar síðu lýsti yfir ósætti sínu með að ég sé hérna ennþá að fjalla um veiru og veirutíma.

Svona eins og það sé eitthvað blaður um fjarlægja fortíð.

En er það svo?

Það held ég ekki.

Ég held að veirutímar hafi búið til stórhættulegt fordæmi sem verður auðvelt að tína upp úr skúffunni og nota aftur. Valdhafar eru á fullu að semja löggjöf byggða á veirutímum. Fyrirtækjum má loka, jafnvel bótalaust. Upplýsingum má halda frá fólki. Leynilegir samningar gerðir fyrir hönd skattgreiðenda og borgara. Grímuskylda. Aldrað fólk lokað inni til að deyja úr andlegri hrörnun og einveru. Krökkum meinað að mæta í skólann og hitta vini sína. Landamærum í raun lokað. Samfélagið gert að bótaþega og látið safna skuldum í leiðinni. Lyfjum hraðað í fólk með ófyrirséðum afleiðingum sem munu jafnvel ekki koma fram fyrr en eftir mörg ár. Vegabréf sem segja hvað þú ert búinn að láta troða í líkamann á þér. Fjölmiðlar sem telja hlutverk sitt vera að vélrita orð opinberra embættismanna og birta án gagnrýni og samhengis sem hinn heilaga sannleika. 

Ekkert af þessu fordæmalaust lengur. Nei, þvert á móti talað um velheppnaðar aðgerðir! Ljómandi gott fordæmi það, ekki satt? Og sjáið nú bara hvað útblásturinn af koltvísýringi minnkaði mikið þegar fólk var læst inni hjá sér! Frábært!

Veirutímar mega alls ekki gleymast. Meira að segja enn þann dag í dag finnast yfirvöld sem eru að svelta íbúa sína til dauða í nafni veiruvarna. Þetta er ekki búið og má ekki gleymast. Og raunar hefur aldrei verið meiri þörf á að vera á varðbergi því yfirvöld láta aldrei góða krísu fara í súginn. Og þau vita núna að þau komast upp með hvað sem er og að almenningur fer í keppni um hver er hlýðnastur.

En það er aldrei of seint að ranka við sér. Þar til það verður of seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, tína upp úr skúffunni

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 25.4.2022 kl. 15:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þarf að fjölga stafsetningavillunum. Þær virka svo hvetjandi á athugasemdirnar.

En nú leiðrétt. Takk. 

Geir Ágústsson, 25.4.2022 kl. 16:23

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta virðist glópurinn þó ekki sé hátt skrifaður hjá medíunni.

https://www.visir.is/g/20222252259d/ovenju-margir-letust-a-fyrstu-thremur-manudum-arsins

https://www.youtube.com/watch?v=G__wIceF_hw

Magnús Sigurðsson, 25.4.2022 kl. 16:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur verið að þessi "óþekkta" lifrarbólga í börnum sé ein af aukaverkununum vegna "bólusetninganna"???????????  Um þetta þyrfti að fræða fólk.......

Jóhann Elíasson, 25.4.2022 kl. 17:11

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í aðalfréttatíma SVT í kvöld var fjallað um að hugsanlega væri ný bylgja smita sem ætti upptök sín í Kína á leiðinni

Grímur Kjartansson, 25.4.2022 kl. 20:16

6 identicon

Þessar lýsingar hljóma eins og martröð einhvers staðar í frmtíðinni en ekki eitthvað sem við höfum þurft að fást við nýlega. Þeir sem stóðu fyrir því að sprauta fólk með þessum efnum vissu eins vel og ég að þessi efni væru ekki í lagi. Þetta er líklega fólskulegasta árás á mannkyn sem nokkurn tíma hefur verið framin. Það eru sterkar líkur á því að það versta eigi eftir að koma fram.

Fólk treysti í blindni þessum sérfræðingum og kynnti sér ekkert varðandi þessi efni. Þegar maður horfir til baka og skoðar hvernig var staðið að þessum hryllingi með því að búa til væntingar og stemmningu í kring um komu efnanna þá veltir maður því fyrir sér hvort þetta hafi verið gert allt saman af ásettu ráði.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 25.4.2022 kl. 21:19

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Mín upptalning er bara það sem blasir við. Margt annað er ónefnt. Ríkasta fólk heims hefur til dæmis rakað inn auði á meðan fátækasta fólk jarðar færðist nær sultardauða. Bill Gates segir að fjárfestingar í bóluefnum hafi verið hans arðbærustu nokkru sinni. Eldri Þjóðverji berst fyrir einhvers konar "reset" eftir öll "tækifærin" sem Covid veitti, að hans mati. Vísindamenn eru búnir að finna upp örflögu sem þú græðir í þig og hægt að skanna til að athuga bólusetningarstöðu þína - voðalega hentugt! 

"Tækifærin" eru svo mörg að þau munu verða nýtt nema almenningur heimti með ráðum og dáðum "gamla normið".

Geir Ágústsson, 26.4.2022 kl. 08:44

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Geir! Er Björn að væna þig um stafsetningavillu? Ef það er tína 
er það laukrétt hjá þér,aftur á móti hafir  þú týnt fordæminu til að nýta aftur er ypsilón,en kannski finn ég enga aðra villu sem er enda ekkert mál...erum öll-að-essu.  


 Las í Staksteinum Mbl. í dag haft eftir þér að ESB er að vinna að lagasetningu,sem miða að stórtæknifyrirtæki verði að fjarlægja skaðlegt efni á vefsíðum sínum.Það má ekki gerast í lýðfrjálsulandi. Ég missti af þeim pistli þínum,allt í einu voru allir uppteknir að heimsækja mig,auk barna sem búa erlendis... Ég ætla rétt að vona "að vér mótmælum allir" Og allar

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2022 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband