Ritstýrðir samfélagsmiðar = fjölmiðlar með ritstjórnarstefnu

Ritskoðun á samfélagsmiðlum jafnast á við ritstjórn á efni og samfélagsmiðlar eru því miklu nær því að vera hefðbundnir fjölmiðlar en einhvers konar vettvangur skoðanaskipta. Fyrir utan fyndin myndbönd af hundum og köttum.

En er ekki bara verið að banna hvatningar til ofbeldis, persónulegar aðdróttanir og fullorðna að leita að börnum í vafasömum tilgangi? Nei, fjarri því. Það er verið að ritskoða, loka á tjáningu og stýra því hvað eru leyfðar skoðanir og hvað ekki, þar til því er breytt og það sem var áður bannað er nú leyft, eins og að tala fallega um nýnasista

Þetta er auðvitað útskýrt með ýmsum hætti: Ný gögn hafi komið í ljós, aðstæður krefjist breytinga og nýr vondi kall kominn á sviðið og andstæðingar hans sjálfkrafa orðnir að góða kallinum. 

Með öðrum orðum: Einhver lítill hópur einstaklinga hefur nú ákveðið að þú megir tjá þig með ákveðnum hætti. Þessi hópur er nú sannfærður um að þú sért ekki að ógna hinni leyfðu umræðu. 

Tjáningarfrelsi? Nei, aldeilis ekki. 

Til að þú fáir að tjá þig með ákveðnum hætti þá þarf lítil nefnd einhvers staðar í útlöndum að veita þér leyfi. Starfaði kaþólska kirkjan ekki með svipuðum hætti á tímabili sem sumir kalla hinar myrku miðaldir?

En eru þetta ekki einkafyrirtæki sem eiga að fá að ráðstafa eigin eign (í skiptum fyrir að njósna um þig)? Jú, ætli það ekki, og markaðurinn búinn að bregðast við með fjölda valkosta við hina ritstýrðu miðla sem sjúga út úr þér gögnin og kortleggja líf þitt fyrir auglýsendur og leyniþjónustur. Leitarvélar sem sía ekki út hinar óhreinu skoðanir finnast (gúggle er ágæt til að finna allt sem skiptir engu máli).

En þessi ásýnd stóru samfélagsmiðlanna sem þykjast vera vettvangur frjálsrar tjáningar þarf að bráðna af þeim. Hún er röng. Þetta eru ritstýrðir fjölmiðlar með ritstjórnarstefnu, rétt eins og ríkisfjölmiðlar Kína og Rússlands og gömlu flokksblöðin á Íslandi. Og ef þú ert ósammála stjórnmálaskoðunum miðlanna þarftu mögulega að finna þér annað heimili til að tjá þig. Kattamyndböndin verða áfram á sínum stað.

Ég vil að lokum hrósa þeim sem standa að blog.is fyrir að hafa aldrei svo mikið sem ýjað að því að loka á mig. Ég sé á athugasemdum hér að það megi stundum túlka skrif mín sem stuðning við innrásir harðstjóra og óskhyggju um að drepa gamalt fólk úr veiru. Sem betur fer hefur slíkur útúrsnúningur ekki náð inn á borð vefstjóra.


mbl.is Musk verður ekki í stjórn Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góð grein.

Birgir Loftsson, 11.4.2022 kl. 19:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú Geir ert sentilmaður þess vegna virða þeir þig.Ég fæ áminningu og sumt þurrkað út,ég er reið og vanstillt nema hvað? Þegar maður er varnarlaus fyrir stjórnarskrár brotum og virðingarleysi manna á Íslands helgustu stöðum (allt of oft).    

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2022 kl. 01:19

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Reyndu ekki að gera þig að píslarvætti, þar er aðeins einn maður kóngurinn, og hann á heima í USA.

Skrif þín eru þess eðlis, og hafa alltaf verð þess eðlis að enginn eðlilegur samfélagsmiðill lokar á þau.  Reyndar ekki ga ga heldur, ekki nema þá mjög ga ga.

En það er sama hvað þú nýtur vit þitt og rökhyggju til að réttlæta Bætifláka þína, það sem er þar fyrir innan, sálartetur þitt veit að þegar heimili hundruð þúsunda saklausra er sprengd í loft upp, milljónum saklausra sökkt á flótta, að ekki sé minnst á morð, dráp, nauðganir og annan viðbjóð, að þá er Bætiflákur meðvirkni með óhæfunni.

Og þar nýtur sálartetrið stuðnings heilbrigðar skynsemi.

Eina spurningin er hve oft þarf haninn að gala.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2022 kl. 08:18

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þú ert hér með að ásaka mig um að styðja, eða ekki fordæma, aðgerðir sem hafa svipt þúsundir saklausra borgara lífum sínu og milljónum heimilum sínu, er það rétt skilið?

Vil bara hafa það á hreinu áður en ég svara þér almennilega.

Geir Ágústsson, 13.4.2022 kl. 19:43

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Frá því að ég gerði fyrri athugasemd mín, þá með sorg í hjarta, yfir því sem í besta falli má kenna við meðvirkni, þá hef ég tvívegis lesið, þessi pistill er sá seinni, þar sem þú í einhverri vörn tengir þig við fórnarlambs status, að þér sé ætlað eitthvað sem þú standir ekki fyrir.

Leyfum nú snjókornunum að falla en fyrr má nú samviskubitið vera þegar þú settir á blað rafeindanna þessi orð þín; "Ég sé á athugasemdum hér að það megi stundum túlka skrif mín sem stuðning við innrásir harðstjóra og óskhyggju um að drepa gamalt fólk úr veiru. Sem betur fer hefur slíkur útúrsnúningur ekki náð inn á borð vefstjóra.".

Ég benti þér nú bara kurteislega á það að jafnvel dulítið ga ga fjölmiðill myndi ekki ritskoða skrif þín þó ég gæti ekki svarið fyrir að mjög ga ga fjölmiðill myndi gera það, enda af hverju ættu þeir að gera það?? Hvað þá þetta mæta fólk sem heldur utanum umræðu vettvanginn sem við kennum við Blogg.is.

Fyrr má nú innra stríðið hrjá þig ef þessi hugsun hafi í alvöru hvarflað að rökhugsun þinni, en vissulega má lengi útbúa sér sína vindmyllu til að taka slaginn við, eða láta sálartetrinu líða betur með meinta réttlætingu sína.

Þá eru nú snjókornin betri, jafnvel þó stutt sé í umbreytingu þeirra í leiðinda slyddu.

Síðan í samhengi við það sem ég skrifaði í fyrri athugasemd minni, sem ég ítreka að var skrifuð út frá hjartarsári manns sem virðir penna þinn, þá þarf meir en píslarvættarduld til að snúa út úr orðum mínum hér að ofan á þann hátt sem þú gerir í athugasemd þinni.

Rökfærsla mín er skýr öllu eðlilega greindu fólki, þú getur alveg kosið að mæta henni eða skrifað fleiri réttlætingar eða píslavættispistla, eða bara algjörlega hundsað athugasemd mína.

En nýttu skrif mín ekki á þann hátt að þú hrósir stjórnendum Moggabloggsins fyrir að hendar þér ekki út, eins og það hafi hvarflað nokkurn tímann að þeim að henda út einum af sínum skærustu perlum sem gera þennan vettvang þess virði að hann sé heimsóttur reglulega.

Þín er auðvitað völin og kvölin Geir, en ég ætla samt að nota tækifærið til að spyrja enn einu sinni um vinnuálagið á hananum.

Maður veit aldrei hvenær Efling tæki að sér að verja réttindi hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.4.2022 kl. 22:05

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Núna hefur gúggl bannað það sem mætti kalla meðvirkni með fórnarlömbum nýnasista í Úkraínu. Það má sennilega ekki minnast á þá þúsundir óbreyttra borgara sem úkraínskir nýnasistar hafa drepið. Sögufölsunin er hinn nýi sannleikur.

Geir Ágústsson, 14.4.2022 kl. 07:48

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Þetta er eiginlega bara bull, en ég er glaður að þú skulir ekki nota mig lengur sem millilið í átökum þínum við þína innri samvisku.

Samt smá forvitnisspurning; hvað heldur þú að geimvera hefði sagt ef hún, ótengd öllu þráttum hér á jörðum, jafnt nýjum sem gömlum, og hún hefði lesið pistil þinn um flóttafólkið frá Mariupol þar sem einhver þrautlesinn á vestræna fjölmiðla var heimild þín um að flótti þess var skipulagður af almannavörnum borgarinnar?? Og þessi geimvera væri nýbúinn að virða fyrir sér rústir borgarinnar og þefa af rotnun allra sem eiga rústirnar sem sína hinstu gröf.

Ja, þessi kallar ekki allt ömmu sína?? eða ????, veit ekki, þess vegna spyr ég, en heldur þú að hún hefði svo kíkt yfir þennan pistil þinn og umræðu okkar, og spurt þig síðan kurteislega hvort þú hafir sent ríkislögreglu bréf og beðið hann um að standa fyrir herferð á Suðurlandi til að hrekja út nýnasista sem þá hafa hreiðrað um sig, og vísað í heimild, reyndar ekki BBC en DV og viðtal þess við foringja nýnasistahreyfingarinnar á Suðurlandi.

Motto bréfsins væri þá kannski; með illu skal nasista út reka.

En auðvita, spurningin er kannski frekar, eru geimverur meðal vor??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2022 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband