Föstudagur, 8. apríl 2022
Snjókornin
Grípum niður í skilgreiningu (Urban Dictionary) á fyrirbærinu "snowflake" (snjókorni):
En hvaða fólk er þetta? Einhver örlítill minnihluti, ekki satt?
Nei, ég vil meina að það sé orðið að tískubylgju að tilheyra þessari skilgreiningu. Það má ekki þylja upp niðurstöður rannsókna, vitna í blaðamenn eða spyrja spurninga án þess að snjókornin falli á mann, eins og snjóflóð.
Gott og vel, snjókorn mega alveg lenda á mér. Þau bráðna eða eru hrist í burtu eða þrauka og kæla mig aðeins niður. Það skiptir mig litlu máli. Komið, bara, snjókorn! Komið þegar ég kalla ykkur heilaþvegin. Komið þegar ég gagnrýni framleiðendur lyfjanna sem þið látið sprauta í ykkur. Komið þegar ég rifja upp nokkurra vikna gamlar greinar úr uppáhaldsfjölmiðlum ykkar sem þykja ekki við hæfi í dag. Komið þegar ég opna hér á umræður sem ég hvorki takmarka né amast út í. Umræður sem eiga sér nánast hvergi stað nema í bergmálshellum þeirra sem eru sammála innan þeirra en ósammála þvert á þá.
Komið gjarnan, og ég bið ekki einu sinni um mannasiði, heldur bara það að beina máli ykkar að mér eða öðrum sem bjóða sig.
Og til að hita aðeins upp í pottinum:
- Svokölluð bóluefni gegn COVID-19 (fyrst gegn smiti og án aukaverkana, og síðar gegn alvarlegum veikindum án aukaverkana, og loks nánast gagnslaus fyrir flesta og stórhættuleg fyrir suma): Sölubrella sem heppnaðist.
- Eru nýnasistahreyfingar í Úkraínu með blóðuga slóð að baki? Já. Réttlætir það innrás í ríkið sem kostar saklausa borgara lífið? Nei.
- Rússland er harðstjórnarríki sem má gagnrýna í mörgu orðum (og hefur alla tíð verið gert af miklum ákafa) sem stundar núna óréttmæta innrás í annað ríki, en það gerir ekki nýnasistahreyfingar Úkraínu að skátunum sem aldrei ljúga
- Loftslagi Jarðar er ekki stjórnað af styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu, fjarri því (en vissulega er gott og gilt að leita í sífellu að betri orkugjöfum)
- World Economic Forum er annað og meira en saklaus kaffiklúbbur ríkasta og valdamesta fólks heims, sem gefur sér væntanlega ekki tíma í slíka klúbba ef ávinningurinn er enginn
Góða skemmtun!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki alltaf sammála þér - stundum þó - en hef ég gaman að lesa pistla þína. Þótt ótrúlegt sé, er ég sammála næstum því öllu í punktalistanum hjá þér svo hann hækkar ekki minn blóðþrýsting að ráði.
Hvað varðar þetta síðasta, þá veit ég eiginlega ekkert um þessa World Economic Forum og ætla því ekkert að tjá mig um hana.
Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 19:58
Maður er greinilega hríðarstormur, úr hánorðri.
Tek undir alla þína punkta.
Takk fyrir skemmtunina.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.4.2022 kl. 20:27
Ég held þú skiljir ekki hugtakið 'snjókorn' þeir sem eru ekki sammála þér eru ekki snjókorn, þeir hafa bara aðrar skoðanir en þú.
Bjarni (IP-tala skráð) 8.4.2022 kl. 20:49
Rétt hjá Bjarna, það verður enginn að snjókorni við það að vera ósammála Geir. Og það er rík tilhneiging hjá fólki með slakan málstað og vanhugsaðar skoðanir að finna eitthvað niðrandi orð yfir þá sem þeim eru ósammála, uppnefni. Þannig er reynt að koma strax í veg fyrir að þeir sem eru ósammála, og búið er að stimpla fyrirfram, tjái sig þegar þvæla sem þolir enga skoðun er sett fram.
Vagn (IP-tala skráð) 8.4.2022 kl. 21:32
Sæll Geir,
# "Eru nýnasistahreyfingar í Úkraínu með blóðuga slóð að baki? Já. Réttlætir það innrás í ríkið sem kostar saklausa borgara lífið? Nei."
Í allri þessari Rússafóbíu, þá gleymir þú alveg að minnast á öll þessi stórhættulegu lífefnavopnin (e. bioweapons) í Úkraínu á vegum Bandaríska varnamálaráðuneytisins, svo og varðandi þessa líka NATO áætlun-og framkvæmd er fór svona líka öll algjörlega úrskeiðis.
KV.
NATO planned to send troops to Ukraine in summer 2022 claims former Ukrainian Prime Minister
NATO Planned to Launch a War Against Russia: Azarov
Former Ukrainian Prime Minister: Russia prevented NATO from starting the third world war
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.4.2022 kl. 00:42
Auðvitað eru ekki allir sem eru ósammála mér snjókorn. Bjóst ekki við því að margir tækju það svona til sín.
Geir Ágústsson, 9.4.2022 kl. 10:00
Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé nauðvörn hjá Rússum. Ólafur Ragnar er einn af fáum þekktum sem þora að segja sannleikann. Það er heilaþvottur í gangi hjá msm. Ríkissjónvarpið segir bara einhliða fréttir af Ukraínustríðinu sem ég held að flokkist undir fals fréttir. Fólk vill ekki lengur fá fréttir það vill láta troða í sig skoðunum.
Ég var að velta fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé að fara skrifa undir einhverja samninga þess efnis að who muni ráða sóttvörnum á Íslandi um komandi framtíð. Er enn eina ferðina verið að fara á bak við þjóðina, það eru engar umræður.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 9.4.2022 kl. 20:22
Tveir eru ekki margir. "A very sensitive person. Someone who is easily hurt or offended by the statements or actions of others." gæti samt sagt það og haldið.
Vagn (IP-tala skráð) 9.4.2022 kl. 20:26
Sæll Geir.
Getur afleit samlíking af þessu tagi
átt við nokkurn annan en síðuhafa sjálfan
sem veður áfram beint af augum
gegn vindmyllum sínum?!
Húsari. (IP-tala skráð) 10.4.2022 kl. 06:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.