Miklu, miklu meira svona

Svo virðist sem rússneskir hermenn hafi stráfellt óbreytta borgara og skilið lík þeirra eftir á víðavangi áður en þeir hurfu á brott. Rússnesk yfirvöld neita þessu, úkraínsk yfirvöld fullyrða þetta. 

En þá koma gervihnattamyndir til leiks!

Yf­ir­völd í Moskvu hafa neitað öll­um ásök­un­um og segja mynd­irn­ar falsaðar eða tekn­ar eft­ir að þeir yf­ir­gáfu borg­ina. En ný­leg­ar gervi­hnatta­mynd­ir frá miðjum mars-mánuði tekn­ar af Max­ar Technologies virðast staðfesta að lík hafi legið um borg­ina á sömu stöðum og her­menn Úkraínu­hers og blaðamenn fundu þau. Mynd­irn­ar eru tekn­ar áður en Rúss­ar yf­ir­gáfu Bút­sja.

Þessu fagna ég ákaft og ég er raunar ennþá hissa því að uppistaða frétta frá Úkraínu séu í formi textalýsinga, tilvitnana í einstaka menn og stillimynda sem gætu þannig séð verið af hverju sem er. Gervihnattamyndir, drónaupptökur og fréttaflutningur af vettvangi er einfaldlega af skornum skammti og það er engum til góðs. Ég man eftir því sem krakki að hafa horft á ógrynni lifandi fréttaefnis frá fyrstu innrás Bandaríkjanna í Írak. Síðan þá hefur tækninni fleygt gríðarlega fram. Hvað er því til fyrirstöðu að senda út lifandi gervihnattamyndir af átakasvæðum? Hvar eru stríðsfréttaritararnir? Þarf í alvöru að treysta á samfélagsmiðla og lokaða spjallhópa eða litla og óþekkta fjölmiðla?

Koma svo, blaðamenn! Þið getið gert betur en þetta!


mbl.is Svíar hefja rannsókn á stríðsglæpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Því þorir engin heilvita blaðamaður Geir, -það fór ekki svo vel fyrir Julian Assange þegar birtar voru myndir eins og þú ert að biðja um.

Magnús Sigurðsson, 6.4.2022 kl. 13:28

2 identicon

Hér er grein frá Wentworth Report, vandaðri blogsíðu í Ástralíu sem fer aðalega yfir mál sem eru í umræðu í ensku mælandi löndum. - https://wentworthreport.com/2022/04/06/are-we-being-hustled-into-war-with-russia-by-another-hoax/ 

Helgi Hauksson (IP-tala skráð) 7.4.2022 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband