Föstudagur, 1. apríl 2022
Orka og Evrópa
Evrópa er föst á milli steins og sleggju og eigin skammsýni, vafin í óraunsæja hugmyndafræði.
Ekki kærir hún sig um meiri orku frá Rússlandi en þörf er á. Fyrir þetta geldur auðvitað almenningur með svimandi orkukostnaði. Þá meina ég svimandi. Og ágóðinn rennur í rússneska vasa.
Ekki er hún að bora eftir olíu og gasi (nema Norðmenn auðvitað, þeir halda sínu striki). Þekktar olíu- og gaslindir standa ósnertar. Sumum er lokað þótt nóg sé eftir í þeim.
Ekki kærir hún sig um kol og heldur áfram að loka kolaorkuverum í miðri orkukreppu.
Hvað stendur þá eftir?
Að betla meiri orku út úr Aröbunum? Þeir hafa kannski ekki jafnmikinn áhuga á að eiga dollarasjóði í vestrænum bönkum og áður og farnir að líta til austurs. Og eru að auki uppteknir af ólöglegum innrásum og árásum - nokkuð sem er stundum óvinsælt í augum Evrópubúa.
Byggja vindmyllur?
Það er hæpið að treysta á Bandaríkjamenn. Þeir eru líka að skjóta sig í fótinn og fresta opnun fleiri olíu- og gaslinda.
Ég geri mér grein fyrir því að mörg vandamál steðja að heiminum en í Evrópu þurfa menn enga óvini til að rýra lífskjör sín og skerða orkuöryggi. Þeir gera það svo ljómandi vel sjálfir, við sjálfa sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Ég styð ekki einfeldingslega nálgun á flókin viðfangsefni" sagði einhver fyrir skemmstu. En orkuverð í Evrópu er það sama og orkuverð um allan heim. Og Evrópa ræður ekki verðinu. Og varla er mikil orkukreppa í Evrópu meðan gas og olía flæða frá Rússlandi í engu minni mæli en undanfarna mánuði og allir geta fengið það magn sem þeir vilja. Svo er verð á gasi núna það sama og það var í enduðum september á síðasta ári. Síðan féll verðið um 25% fram í desember, án þess að nokkuð bættist við. Það er því eitthvað annað en einhver "orkukreppa" sem er að stýra verðinu.
Vagn (IP-tala skráð) 1.4.2022 kl. 14:05
Það blés 10% minna í Evrópu í fyrra en venjukega og kjarnorku og kolaorku kippt úr sambandi, gaslindum lokað, tókst ekki að fylla á gaslagera Evrópu fyrir veturinn, aukin eftirspurn eftir gasi utan Evrópu, óvissa, pólitík, flöskuhalsar og verðbólga. Auðvitað margt sem kemur til. En líka að grýta eigin höfn.
Geir Ágústsson, 1.4.2022 kl. 14:24
Sæll Geir ég held að þetta sé nokkuð skörp greinging hjá þér, því miður virðist þessi skammsýni og heimska hrjá flest alla pólitíkusa hér á klakanum.
kv hrossabrestur
Hrossabrestur, 1.4.2022 kl. 17:58
Gunnar Rögnvaldsson hefur komist að sömu niðurstöðu, að grænslepjan sé að drepa vestrið. Vestrið, og ekki hvað síst ESB ríkin eru að kafna í eigin grænslepju.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.4.2022 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.