Tölum ekki um nýnasistana í Úkraínu

Í Úkraínu og fleiri ríkjum Austur-Evrópu, þar á meðal Rússlandi, starfa öflugar, vopnaðar, óvægnar og á köflum vinsælar hreyfingar nýnasista. Þær fá ekki núll komma eitthvað prósent atkvæða þegar þær bjóða sig fram til þings. Nei, þær fá stundum vænan skerf atkvæðanna. Þetta þykir ekki fréttnæmt en ímyndið ykkur að yfirlýstur nýnasistaflokkur fengi 10% atkvæðanna í Alþingiskosningum. Það er meira en flestir flokkar fá í dag! Myndi þá einhver tala um að nýnasismi væri vinsæll - jafnvel landlægur - á Íslandi? Ég er hræddur um það.

En við skulum ekki minnast á slíkt ástand í Úkraínu. Eða eins og danskur blaðamaður komst að orði (í hressandi hreinskilni):

For vi skal selvfølgelig ikke negligere, at der er højreekstreme elementer i Ukraine – ligesom der i øvrigt også er i Rusland. Men vi skal være meget bevidste om ikke at spænde os selv for Putins propagandavogn.

Lausleg þýðing:

Því við skulum auðvitað ekki hunsa að það eru öfgahægrihreyfingar í Úkraínu - líkt og í Rússlandi vel á minnst. En við skulum vera mjög meðvituð um að draga ekki áróðursvagn Pútíns.

Já, þeir eru þarna, nýnasistarnir, en ef við ræðum það þá gerumst við málpípur Pútíns!

Er það nú blaðamennska! 

Þetta er ígildi þess að segja: Við ætlum að þegja eitthvað í hel.

Er það trúverðugur fréttaflutningur?

Miklu nær ætti að fjalla ítarlega um fjölmargar hreyfingar nýnasista í Úkraínu og útskýra hlutverk þeirra, sögu og vægi og hlutverk þeirra í dag í baráttunni gegn innrás Rússa. Séu þær í raun áhrifalausar og fámennar þá má draga þá ályktun byggða á staðreyndum og sagnfræði og grafa þannig undan málflutningi Pútíns. Að þegja eitthvað í hel gerir ekkert nema rýra traust á fjölmiðlum og er það ekki mikið fyrir.

Annars þarf maður að passa sig þegar ásakanir um að vera málpípa rússneskra yfirvalda og óskir um hægan dauða og vonda vist eftir dauðann eru byrjaðar að berast manni í tölvupóstum. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er sammála þér að það á ekki að hunsa þetta. Ég er hinsvegar ekki sammála þér að rétti tíminn til þess að gera það sé núna. Úkraína er að glíma við hörmungar, dauðsföll almennra borgara líka kvenna og barna af völdum hryðjuverkastarfsemi rússneska hersins.

Stærstu húmanitarísku (hef gleymt íslenska orðinu) kreppu í Evrópu frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Heilu og hálfu borgirnar í rúst og fjórði hver íbúi landsins á vergangi.

Vil vitna í Forrest Gump í þessu sambandi. Mamma hans sagði þegar hann var sagður vera heimskur að Stupid is, who stupid does!

Á sama hátt er nasisti sá sem hegðar sér eins og nasisti. Það er hegðunin sem sker úr um hvernig einhver maður eða hópur skuli fá þann stimpil. Ekki fötin sem viðkomandi einstaklingar eru í, eða hvernig húsgögnin þar sem þeir hittast líta út.

Hingað til hefur það fyrst og fremst verið rússneska innrásarliðið sem hefur hegðað sér eins og nasistar og það hljóta því fyrst og fremst að vera þeir sem teljast vera nasistarnir í þessu samhengi. Hvað sem kemur síðar í ljós.

Theódór Norðkvist, 31.3.2022 kl. 09:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Theódór,

Það er mjög við hæfi - sérstaklega núna - að benda á að fréttir segja bara hálfa söguna og veita ekkert samhengi. Þetta gilti um Íraks-stríðin, stríðið gegn hryðjuverkum, veirutíma, innrás Rússa og nánast allt flóknara en íþróttafréttir. Því miður.

Með því er ekki gert lítið úr hörmungunum sem rússneskir hermenn og yfirboðaðar þeirra eru kalla yfir almenning í Úkraínu.

Geir Ágústsson, 31.3.2022 kl. 10:12

3 identicon

Sæll Geir,

Það er svo margt í þessu sambandi sem má ALLS EKKI tala um í þessum líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlum okkar, eins og t.d. um þessar yfir 26 lífefnavopnstöðvar í Úkraínu, svo og varðandi þessa skipulögðu árás er stjórnvöld í Úkraínu ætluðu að hefja í þessum mánuði gegn Donbass, en Rússar  komu hins vegar í veg fyrir það allt saman. Hún Victoria Nuland reyndar staðfesti að þessar stöðvar væru þarna með öll þessi hættulegu vopn, nú og  varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði fjármagnað og stjórnað þessu þarna í Úkraínu. 
KV. 

    









Hérna er svo eitthvað ofan á þetta allt saman, sem að hefur EKKI verið minnst á í þessum líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðlum okkar : 




NATO Planned to Launch a War Against Russia: Azarov


Thousands of Lives Saved by Putin in Donbass Republics:  Azarov


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 11:25

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir, það er algjört skilyrði að rússneski herinn dragi sig til baka áður en farið verður að rannsaka eða uppræta nasisma í Úkraínu.

Það er tómt mál að koma með misvel rökstuddar og stundum upplognar ásakanir meðan rússneski herinn er sjálfur að framkvæma stefnu Hitlers í nánast allri Úkraínu.

Þegar búið er að koma á friði þá geta alþjóðlegar nefndir rannsakað allar ásakanir án þess að fara í manngreinarálit. Ekki fyrr.

Theódór Norðkvist, 31.3.2022 kl. 11:50

5 identicon

Theódór Norðkvist,

"...það er algjört skilyrði að rússneski herinn dragi sig til baka áður en farið verður að rannsaka eða uppræta nasisma í Úkraínu..."

Þar sem að Úkraínumenn vilja alls ekki banna þessa neo- nazista, þá er það örugglega skilyrði hjá Rússum að Úkraínumenn standi við og/eða fari algjörlega eftir Minsk 1- og Minsk 2 friðsamkomulaginu, svo og það verði sett í lög, að öllu rússnesku ættuðu fólki verið leyft að tala sitt eigið tungumál.
En eins og þú veist þá stendur ekki til annað hjá NATO, en að halda áfram að styðja og vopna þessa neo- nasista í þessari landhreinsun á rússnesku-mælandi fólki úr austurhluta Úkraínu.
KV.






Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 17:05

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtilegt hvernig menn tala um að það sé bara einn áróðursvagn í þessari keppni.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2022 kl. 19:04

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Vertu góður. Það er ekki rétti tíminn til að ræða þetta, setja hluti í samhengi og upplýsa. Allt slíkt er túlkað sem einhvers konar eiður í hollustu Pútíns.

Geir Ágústsson, 31.3.2022 kl. 19:05

8 identicon

Sæll aftur Geir,

"..setja hluti í samhengi og upplýsa. Allt slíkt er túlkað sem einhvers konar eiður í hollustu Pútíns."

Hérna er eitthvað í samhengi handa þér, en ég er ekki pro- Putin.





Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 19:40

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir, hvað hefur Þorsteinn upplýst um? Er Bart Simpson sérfræðingur um þetta stríð? Kallarðu þessar skrípamyndir upplýsingar? Öllu má nú nafn gefa.

Jón Steinar það er enginn að neita því að Úkraínustjórn reki ekki sinn áróður. Hinsvegar er áróður ekki wndilega það sama og falsfréttir, getur verið það í einhverjum tilvikum.

Theódór Norðkvist, 31.3.2022 kl. 21:07

10 identicon

Theódór Norðkvist,

Kannski er þetta eitthvað bera fyrir þig varðandi með að "uppræta nasisma í Úkraínu", þú?

May be an image of text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 22:45

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

*Við* (allir sem hafa fylgst með RÚV/MBL/whatever) höfum vitað af þessum nazistum síðan 2014.

Nú eru þeir allt í einu í lagi, því það hentar yfirvöldum.

En ekki *okkar*, nei.  Okkar yfirvald lætur bara teyma sig eins og púðluhund í bandi í hvaða vitleysu sem er.

Við ættum að reyna að búa til fjarlægð milli okkar og hvers sem er eiginlega að gerast þarna.  Það er ekkert gott.  Ekkert heilsusamlegt.  Við þurfum að vera langt frá því, alveg ótengd.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.3.2022 kl. 23:07

12 identicon

"Nýnasisti", hvað er það?

Er Pútín kannski "nýnasisti"?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.4.2022 kl. 10:19

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér er falsfréttatékk frá Deutsche Welle, sem er virt stofnun, ólíkt skólpsíðunum frá Þorsteini. Engin kerfisbundin útrýming á íbúum í Donbass og þessi 13.000 fórnarlömb stríðsins þar, eru aðallega úkraínskir hermenn og uppreisnarsinnar, væntanlega hermenn líka. Allt saman rússneskur lygaáróður.

No evidence of planned genocide

In her Facebook statement, Maria Zakharova also said that at least at least 13,000 people had been killed in the war in eastern Ukraine since 2014. She also claimed that there was a "systematic extermination of the Donbas population." There is no evidence, however, that proves a "systematic extermination" of the civilian population is occurring. An OSCE monitoring mission active in Ukraine since 2014 has found no evidence of mass targeted killings of civilians in the Donbas region. So far, the Russian Foreign Ministry has not provided any proof to back up its claim that the people of eastern Ukraine are subject to "systematic extermination."

The UN has accused both sides of human rights violations such as torture and raping prisoners, especially during the early years of the conflict. It also says the Minsk ceasefire agreement was repeatedly broken by both sides.

It is true that at least 13,000 people have been killed in the armed conflict in eastern Ukraine. According to the latest report by the United Nations, up to 13,200 people died in the conflict until early 2020. Of those, 3,350 were civilians and 5,650 insurgents, according to the UN. It says that 4,100 of those killed were members of the Ukrainian military. 

Conclusion: Maria Zakharova's claim that Ukraine started this war is false. The Russian Federation illegally annexed the Crimean Peninsula in 2014, sparking broad international condemnation. On February 21, 2022, Russia invaded Ukraine from the north, northeast, and from the Crimean Peninsula in the south, initiating a full-scale interstate war between Russia and Ukraine.

Fyrir nánari upplýsingar, sjá vefslóð hér að neðan.

https://www.dw.com/en/fact-check-russia-falsely-blames-ukraine-for-starting-war/a-60999948

Theódór Norðkvist, 1.4.2022 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband