Miðvikudagur, 30. mars 2022
Á að ýta Biden úr stól forseta núna?
Í áhugaverðu innleggi á Zerohedge veltir höfundur því fyrir sér af hverju blöð eins og New York Times og Washington Post eru allt í einu núna byrjuð að veita því athygli að sonur Bandaríkjaforseta er eða var með vafasöm tengsl við Úkraínu og Kína - tengsl sem New York Post afhjúpaði fyrir forsetakosningarnar en sá samfélagsmiðla loka á sig og alla álitsgjafa tala um rússneska upplýsingaóreiðu.
Já, af hverju núna?
Nei, það hefur ekki komið neitt nýtt fram sem gerir fyrri gögn trúverðugri núna.
Nei, það er ekki eins og blaðamenn New York Times og Washington Post hafi vaknað upp við vondan draum og allt í einu uppgötvað að hér er um stórfrétt að ræða.
En hvað þá?
Ætli Washington-vélin sé kannski byrjuð að ýta Biden til hliðar? Grafa upp beinagrindur (gamlar og nýjar) og gera að fréttamat?
Kannski fregnir af andlegri hrörnun komi næst?
Nema Biden verði látinn segja að hann vilji stíga til hliðar og eyða meiri tíma með fjölskyldunni.
Mig grunar að Biden verði horfinn úr stól forseta áður en sumarið er liðið og varaforsetinn, Kamala Harris, með sína ógnvægilegu sögu sem saksóknari, tekin við.
Úr öskunni í eldinn, svo það sé sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Athugasemdir
Í fyrstu datt mér í hug að fyrirsögnin væri aprílgabb-- en þótt fyrsti væri kominn,mundu allir trúa þessari stórfrétt og ekkert fútt í því.
Ég hef ekki hugmynd um hvort kaninn leikur sér eins og við; plata og helst láta fólk hlaupa apríl.
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2022 kl. 23:41
New York Times og Washington Post hafa töluvert fjallað um viðskipti sonar Bidens áður en nýjar fréttir um fartölvu hans komu til. En pistlahöfundur Zerohedge furðar sig á því hvers vegna sömu fréttirnar og sömu upplýsingar eru ekki birtar endurtekið á nokkurra daga fresti. Hvers vegna fréttamenn New York Times og Washington Post snúa sér að öðrum fréttum þegar fréttir hafa verið sagðar og engu við að bæta og taka ekki við sér fyrr en nýjar upplýsingar koma fram.
Sjálfur bíð ég eftir því að Zerohedge geri hreint fyrir sínum dyrum og opinberi tengsl sín við Búlgaríu og Krassimir Ivandjiiski. Einnig væri forvitnilegt að vita hvort hin gamla standandi dagskipun til pistlahöfunda Zerohedge -" Russia=good. Obama=idiot. Bashar al-Assad=benevolent leader. John Kerry=dunce. Vladimir Putin=greatest leader in the history of statecraft. "- standi enn.
Vagn (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 00:00
Vagn,
Hvað hefur komið nýtt fram í fartölvunamálinu síðan fréttir um hana voru ritskoðaðar af samfélagsmiðlum fyrir kosningarnar?
New York Times viðurkenndi bara nýlega að þessi fartölva væri "ekta". Hvað kom til?
Þú þarft að hjálpa okkur peðunum að skilja afstöðu "ykkar" yfirvalda.
Hvað varðar tengsl einhvers við eitthvað þá sé ég ekki að það skipti máli. Ég er mjög meðvitaður um að allir miðlar hafa einhverja grundvallarsýn á samfélagið og reyni að skoða sem fjölbreyttust sjónarhorn.
Geir Ágústsson, 31.3.2022 kl. 07:28
Hver var tilgangurinn hjá þér fyrir nokkrum dögum síðan ef það eru svona gamlar og ómerkilegar fréttir? https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2277179/ . Varla hefur það tekið þig tvö ár að finna það út að sonur Bidens hafi viðskiptatengsl í austur Evrópu og Asíu.
Tengsl einhvers við eitthvað skiptir máli, annars værir þú ekki að blogga annan hvern dag um son Bidens. Og þó þú teljir þig mjög meðvitaðan um að allir miðlar hafa einhverja grundvallarsýn á samfélagið og reyni að skoða sem fjölbreyttust sjónarhorn þá sækir þú í mjög hægrisinnaðar, allt að því "ultranationalist", síður sem skoða ekki fjölbreytt sjónarhorn en einbeita sér að pólitískum greinaskrifum og upplýsingaóreiðu.
Hvenær megum við svo eiga von á því að þú skrifir bloggfærslu um Rússland og Putin með sama tjörupenslinum og þú notar á Úkraínu og Biden? Eða ert þú, eins og marga grunar, á sömu línu og Zerohedge, "Russia=good...Vladimir Putin=greatest leader in the history of statecraft."?
Vagn (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 09:25
Vagn,
Það er nánast krúttlegt þegar þú reynir að gera mér upp skoðanir og telja ásetning minn vera vafasaman og jafnvel þann að klappa fyrir Pútín. En það er sjálfsagt að skrifa níðgrein um Pútín við tækifæri þótt það megi alveg segja að framboð af slíku sé nú þegar nægt eins og útúrsnúningar sem réttlæta þöggun, ritskoðun og áróður.
Geir Ágústsson, 31.3.2022 kl. 10:09
Er það eitthvað órökrétt að reikna með því að skoðanir þínar séu eitthvað í líkingu við skoðanir þeirra einstaklinga og hópa sem þú hampar, vitnar í og sækir þær upplýsingar sem þú telur trúanlegar?
Það þarf ekki að klappa Putin meðan það gerir sama gagn að slá til þeirra sem ekki dást að honum, og er hættuminna fyrir menn með óvinsælar skoðanir og lítið hugrekki.
Hingað til hefur það ekki stoppað þig að framboðið sé þegar nægt. Þess vegna grunar mig að sannfæringuna skorti frekar. Getur verið að þú sért sá eini sem þér tekst að blekkja með þessu hringsóli kringum heitan grautinn?
Vagn (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 11:53
Hvað telur þú þig sýna mikið hugrekki að syngja í kór með RÚV?
En höfum nokkra hluti á hreinu, svona ef það fór framhjá þér:
- Ég styð ekki innrás Rússa í Úkraínu
- Ég styð ekki stjórnarhætti og stjórn Pútíns, né heldur skoðanakúgun hans, morð hans á þeim sem þóknast honum ekki og tangarhöldum hans á hagkerfi og auði Rússlands
Einnig:
- Ég hef áhyggjur af sterkum öfgahreyfingum með pólitísk ítök
- Ég styð ekki frekari útþenslu NATO sem færir í raun Ísland nálægt landamærum hervelda sem eiga stórar sprengjur
- Ég styð ekki einfeldingslega nálgun á flókin viðfangsefni
Vitnum í The Guardian (sem er hluti af sama netrúnti og mbl, Zerohedge, BBC, CNN, TASS og Breitbart o.fl. hjá mér):
The current confrontation between Russia and the west is fuelled by many grievances, but the greatest is the belief in Moscow that the west tricked the former Soviet Union by breaking promises made at the end of the cold war in 1989-1990 that Nato would not expand to the east. In his now famous 2007 speech to the Munich Security Conference, Vladimir Putin accused the west of forgetting and breaking assurances, leaving international law in ruins.
Does the betrayal claim matter?
It matters desperately to Russia since it fuels distrust, feeds Russia’s cynicism about international law and is the central motive behind Russia’s draft security treaties calling for a reversal of Nato’s extension, due to be discussed on Wednesday at the Nato-Russia Council. The betrayal theory is not confined to Putin, but was supported by Boris Yeltsin, and from mid-1995 right across the Russian political elite.
Geir Ágústsson, 31.3.2022 kl. 12:28
Það kallast heldur ekki hugrekki að veifa röngu tré bara vegna þess að svo margir veifa réttu tré. Og þú veist hvað það kallast.
Það er margt sem við styðjum ekki. En þó við styðjum ekki eitthvað er ekki þar með sagt að við séum á móti því. Freudian slip? Var svona erfitt að ýja að höfnun á Putin að ekki var hægt að segja það nema með svo mildu orðalagi að það lýsir ekki neinni sérstakri óánægju? Þarf að halda blekkingunni lifandi þó aðeins einn sé blekktur?
Vagn (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 13:32
Þú minnir mig á 4 ára dóttur mína núna. Ef ég býðst til að hjálpa henni með hægri skóinn þá vill hún að ég byrji á vinstri skónum.
Auðvitað er ég andstæðingur innrásar Rússa í Úkraínu og fordæmi hana.
Eða svo ég noti orðalag sem róar þína innri 4 ára stelpu:
Ég er á móti innrásinni.
Ekki að það skipti máli eða sé aðalatriðið. Aðalatriðið er að svæðið á við vandamál að stríða sem verða ekki leyst með fordæmingum, viðskiptahindrunum, afneitun á raunveruleikanum eða enn meiri hernaði.
Geir Ágústsson, 31.3.2022 kl. 15:51
Erfið og löng fæðing, en samt ekkert um Putin. Það fékkst þó að þú ert á móti innrásum, eins og flestir, þó lítið hafi farið fyrir þeirri skoðun þau 8 ár sem þessi hefur staðið....og engin gagnrýni á Putin.
Vagn (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.