Ţriđjudagur, 29. mars 2022
Óţarfi ađ ljúgja jafnvel ţótt ţađ sé veriđ ađ bođa áróđur
Ég skil alveg ađ ţađ sé bara leyfđ ein skođun í einu. Ţannig líđur okkur best. Ţannig eru allir vinir. Bóluefnin virka og valda engum aukaverkunum, börn ţurfa sprautur, Pútín er brjálađur fjöldamorđingi, NATO hefur ekki gert neitt af sér og forseti Úkraínu er óspilltur mannvinur.
En ţótt áróđurinn sé stanslaust keyrđur á okkur finnst mér samt ađ ţađ sé óţarfi ađ ljúga.
Tökum dćmi, úr frétt á Visir.is:
Í fréttinni kemur fram ađ rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verđi af-nasistavćdd en Rússar hafa haldiđ ţví fram, án ţess ađ leggja fram sannanir ţess efnis, ađ nasismi sé landlćgur í Úkraínu.
Enginn nasismi í Úkraínu, gott og vel.
Grípum nú niđur í grein á Wikipedia (en ţar á bć er allt óvinsćlt fjarlćgt) um ţingkosningar í Úkraínu áriđ 2019, ţar sem úrslitin voru eftirfarandi:
Ţarna er međal annars flokkurinn Svoboda sem hlýtur rúmlega 2% atkvćđanna. Samkvćmt Wikipedia er flokkurinn "ultranationalist", sem í tungutaki stjórnmálanna mćtti kalla öfga-hćgrisinnađan eđa hallan undir nýnasisma. En 2% atkvćđanna er ekkert, er ţađ nokkuđ?
Í ţessari grein BBC frá árinu 2012 er talađ um "the rise of Svoboda". Flokkurinn fékk 10% atkvćđa í kosningunum 2012 og tćplega 5% í kosningunum 2014. Í 2014-kosningunum fékk annar flokkur hallur undir nýnasisma, Right Sector, tćp 2% atkvćđanna. Áriđ 2015 var leiđtogi Right Sector útnefndur ađstođarmađur yfirmanns úkraínska hersins. Leiđtogar nýnasista í Úkraínu vinna međ og heilsa forsetanum.
En bíddu nú viđ, er forsetinn ekki Gyđingur? Jú, en nýnasistar eru ekki endilega ađ eltast viđ Gyđinga. Úkraínskir nýnasistar vilja Rússana í burtu. Ţađ eru ţeirra "Gyđingar". Nú fyrir utan ađ nýnasistar Úkraínu teljast núna nauđsynlegir í baráttunni gegn innrás Rússa. Kannski tilraun Rússa til ađ útrýma nýnasistum í Úkraínu sé hreinlega ađ styrkja ţá - ađ fćra ţá nćr valdinu.
Ţađ eru ţessar mörgu, öflugu og valdamiklu hreyfingar nýnasista sem rússnesk yfirvöld eru ađ vísa til. Ţađ réttlćtir ekki árásir og innrásir Rússa en ţađ er óţarfi ađ láta eins og tilvist öflugra nýnasistahreyfinga sé ekki til stađar í Úkraínu. Ţćr eru ţađ og ţćr eru óvćgnar, vopnađar og ţjálfađar og nú í fremstu víglínu ađ hrinda aftur innrás Rússa, sem međal annars hefur fengiđ samfélagsmiđla til heimila yfirlýstan stuđning viđ ţćr, en slíkt mátti ekki áđur en Rússar gerđu innrás.
Er okkur einhver sérstakur greiđi gerđur međ ţví ađ afneita ţví sem er raunverulega til? Ađ okkur sé talin trú um ađ allt sem hrekkur af vörum Pútín sé lygi og uppspuni? Svona svolítiđ eins og Trump var međhöndlađur og ţegar var búiđ ađ kjósa hann frá völdum mátti allt í einu segja ţađ sem hann sagđi (Hunter Biden er spilltur, veira varđ til á rannsóknarstofu, fíkn í rússneska orku er hćttuleg Evrópu).
Ég skil ađ sumu leyti ţá sem telja áróđur vera einföldustu leiđina til ađ móta skođanir okkar, en er ekki óţarfi ađ ljúga svona blákalt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2022 kl. 11:40 | Facebook
Athugasemdir
Sćll Geir,satt segir ţú (sem ávalt)ađ líđan okkar almúga vćri a.m.k.betri ef leyfđ vćri ein skođun og allir vćru vinir. Ćtli samt marga fýsti ekki í bófahasar svo framleiđslan skilađi arđi og auđlindum. Ţađ er nú eftirá skilningur minn á ţokukenndum rómi forseta-kúreka BNA sem manađi Rússann til atlögu,trekk í trekk og fjölmiđlar tóku undir spenntir eins og á veđreiđum.
En víst stóđ Rússum ógn af ESB og Biden stjórn; er ekki best ađ kryfja ţađ til mergjar inn ađ sannleikanum.
Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2022 kl. 19:12
Helga,
Viđ höfum öll lesiđ um tímabil ţar sem var bara ein skođun og allir sáttir og köllum ţađ tímabil "hinar myrku miđaldir".
Geir Ágústsson, 31.3.2022 kl. 07:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.