Mánudagur, 14. mars 2022
Ekki láta fjölmiðla plata þig - aftur!
Ef veirutímar hafa kennt okkur eitthvað þá er það að fjölmiðlar eru aðallega góðir í því að færa okkur viðteknar skoðanir ráðandi afla hverju sinni en ekki samhengi hluta, innsæi og allar hliðar mála.
Það kemur mér því á óvart að sjá frétt um afstöðu kínverskra yfirvalda til einhvers, sérstaklega þegar hún er önnur en afstaða bandarískra eða evrópskra yfirvalda. Venjulega þyrfti maður að heimsækja Zerohedge, Frettin.is eða aðra óháða miðla til að fá eitthvað annað en hina einu sönnu opinberu frásögn.
Ég vil því segja við blaðamann Morgunblaðsins: Vel gert!
En maður þarf alltaf að vera á varðbergi. Sérstaklega grunsamlegar eru fyrirsagnir sem virðast birtast með svipuðu orðalagi á öllum hefðbundnu fjölmiðlunum á sama tíma og einnig má vera vakandi fyrir því þegar allir fjölmiðlar sækja í sömu sérfræðingana sem allir segja það sama.
Í sjaldgæfri naflaskoðun segir pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu um fréttaflutning á veirutímum:
Þegar horft er til baka á þessum tímapunkti ættu vonbrigðin að felast í því að gagnrýnin var ekki háværari en raun bar vitni.
Mikið rétt. Fjölmiðlar sviku okkur á veirutímunum og engin ástæða til að ætla að þeim gangi betur að segja fréttir um flóknari viðfangsefni. Ekki láta plata þig, aftur!
Saka Bandaríkjamenn um upplýsingaóreiðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið sammála þér Geir. Um leið og veiran var ekki lengur aðalfréttaefni fjölmiðla skall á stríð. Ég hugsaði með mér, er meira mark takandi á fréttum er fjalla um stríðið, uppruna þess og afleiðingar, en falsfréttirnar í kringum veiru og bólusetningar.
Ég á mjög erfitt með að treysta nokkru því sem svo kallaðir aðalfréttastöðvar flytja, þeir hafa sannað fyrir mér að þeim er ekki treystandi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.3.2022 kl. 09:29
Að ekki sé nú talað um fals spádóma um hlýnun jarðar af mannavöldum.
Björn. (IP-tala skráð) 14.3.2022 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.