Föstudagur, 11. mars 2022
Bjánar
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic fær ekki aðgöngu inn í Bandaríkin til að taka þar þátt í móti því allir erlendir borgarar sem koma til Bandaríkjanna þurfa að sýna fram á að þeir séu bólusettir fyrir kórónuveirunni, sem Djokovic er ekki.
Bandaríska alríkið er hérna að gera sig að fífli og rýra gæði stórmóts sem á að vera vettvangur þeirra bestu en er það ekki.
Og ég sem hélt að íþróttahreyfingin væri að berjast gegn lyfjanotkun? Nei, hún er greinilega byrjuð að heimta hana.
Sprauturnar virka ekki og eru þar að auki hættulegar í sjálfu sér. Mér heyrist á þeim sem ég hef talað við að fæstir ætli að láta draga sig í fleiri sprautur óháð því hvort viðkomandi sé búinn að fara í eina, tvær eða þrjár. Núna segir fólk stopp, nema auðvitað þeir sem horfa hvað mest á sjónvarpsfréttir og láta eitra á sér heilann eða þeir sem eru að sprauta sig gegn sóttvarnaraðgerðum (frekar en veiru).
Veirunni er loksins leyft að ganga á meðal þeirra sem þola hana að öllum líkindum og hjarðónæmi að byggjast upp.
Áhættuhópar hafa verið þekktir frá upphafi. Engu að síður talar jafnvel ungt og hraust fólk um að lifa af veiruna. Þessi risavaxni aðskilnaður milli raunveruleikans og upplifunar fólks af honum er eitthvað að minnka.
En er þetta búið? Það er ekkert víst. Páskar eru handan við hornið. Þarf ekki að aflýsa þeim einhvern veginn? Þessi ungmenni hafa ekki gott af þessum skíðamótum! Og munum að ekki er nema um 1,5 mánuður síðan sóttvarnalæknir Íslands lagði til "lockdown". Er öruggt að hann sé kominn í langt og verðskuldað frí eða gæti hann skotið upp kollinum aftur og skrifað minnisblað?
Og lokað þig inni, aftur.
Djokovic getur ekki keppt í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Athugasemdir
Þú segir það Geir.
Keep on going.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.3.2022 kl. 17:31
Land of the free and home of the brave ... ?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.3.2022 kl. 18:57
Gerðu það, hættu að bulla !
Þórhallur Pálsson, 11.3.2022 kl. 21:35
Ómar,
Geri það auðvitað. Það væri skelfing að svipta ungmennin skíðamóti um páskana og Þjóðhátíð í ágúst, fyrir utan menntunina, félagslífið og tilganginn með lífinu annan en að grípa ekki litla pest. Og svo allt hitt sem var sett ofan í skúffu vegna veiru, eins og krabbamein.
Símon,
Ekki Ísland, væntanlega?
Þórhallur,
Eitthvað sérstakt bull eða bara þetta með krabbameinið?
Geir Ágústsson, 11.3.2022 kl. 22:20
Íþróttir snúast ekki lengur um heilbrigða sál í hraustum líkama. Það er ekki heldur spurning um hver er bestur. Það læðist að manni grunur að Djokovic sé fórnað svo óbólusettur slái engin met. Það væri skelfilegur ósigur fyrir Þórólfa þessa heims.
Ragnhildur Kolka, 12.3.2022 kl. 09:48
Forsjárhyggjan er orðin alveg óbærileg.
Þegar við kaupum bíl þá erum við skyldug til að borga tug- eða hundruðþúsundir króna fyrir alls konar aukabúnað sem við þurfum aldrei að nota, t.d. loftpúða og bílbelti, jafnvel bremsur sem maður notar sárasjaldan. Svo er maður skyldaður til að fara með bílinn í skoðun og við gamlingjarnir sem höfum ekið tjónalaust í 60 ár erum skyldug til að endurnýja ökuskírteinið árlega og jafnvel fara í aksturspróf hjá Frumherja.
Þetta er hrikalegt óréttlæti sem yfirvöld eiga alls ekki að komast upp með. Mótmælum öll.
Hörður Þormar, 12.3.2022 kl. 20:32
P.s. Ég gleymdi nú tryggingunum sem fæstir njóta góðs af.
Hörður Þormar, 12.3.2022 kl. 20:46
Hörður,
Þú misstir kannski af því en veira var notuð til að réttlæta lokanir á heilu atvinnugreinunum, skólum, félagslífi og vinnustöðum og skerðingu á ferðafrelsi. Krónur og aurar úr eigin veski eru kannski það eina sem kemst að hjá þér, sem má kannski líkja við að þrællinn er alsæll á meðan hann fær tvær máltíðir á dag og finnst allt vera frábært á meðan svo er.
Geir Ágústsson, 12.3.2022 kl. 21:37
Geir Ágústson.
Ég missti ekki af neinu. Ég veit um fársjúkt fólk sem hefur verið sent heim af Landspítalanum af því að ekki var hægt að sinna því þar, vegna þess að hann yfirfylltist af kovid skjúklingum eftir dró úr sóttvörnum.
Hörður Þormar, 12.3.2022 kl. 22:49
Þessar 31 hræður á spítala "vegna" kóvid eða vegna furðuregluverks innan spítalans um að allir þar "með" kóvíd (en ekki kvef, flensu, nóróveiru, hálsbólgu og lungnabólgu) leiði til allsherjarringulreiðar?
Geir Ágústsson, 13.3.2022 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.