Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Undanfarnar þrjár vikur hafa farið fram friðsöm og fjölmenn mótmæli gegn bólusetningarskyldu í Kanada. Frumkvæðið áttu vöruflutningabílstjórar í landinu en fljótlega bættust margir aðrir við og vilja nú fá líf sitt aftur eftir harkalegar sóttvarnaraðgerðir í að verða tvö ár.

Einræðisherra-klappstýran, forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, brást illa við. Hann uppnefnir mótmælendur, lýgur um þá og kallar þá lítinn jaðarhóp öfgafólks. Þar næst lýsir hann yfir neyðarástandi en slíkt hefur ekki gerast nema þrisvar í sögu kanadíska lýðveldisins: Í fyrri og seinni heimstyrjöld og vegna hryðjuverkaógnar aðskilnaðarsinna fyrir mörgum áratugum. Skyndilega var lítill jaðarhópur öfgafólks orðinn að ógn á við heimstyrjöld!

Bankareikningar hafa verið frystir, eigur gerðar upptækar, persónuupplýsingum stolið af tölvuþrjótum og nýttar af opinberum fjölmiðlum, lífum gæludýra hótað, rétturinn til að stunda friðsöm mótmæli afnuminn og sömuleiðis mörg borgaraleg réttindi sem væru yfirleitt hólpin nema þegar heimstyrjaldir geisa. 

Um helgina var lögreglunni sigað á mótmælendurna og beittu þá ofbeldi ofbeldi, margir handteknir, sprautað á þá táragasi og jafnvel traðkað á eldri konu með göngugrind, með hestum!

Talsmenn mótmælenda höfðu boðist til að trappa niður og yfirgefa svæðið en lögreglan vildi ekki heyra neitt slíkt. Nú skyldi sýna þeim hvað verður um þá sem fara í taugarnar á valdasjúkum, sjálfumglöðum, veiruleikafirrtum forsætisráðherranum!

Mín spurning: Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Eða á að taka þátt í einhverju leikriti þar sem við tölum enn um Kanada eins og frjálslynt, vestrænt lýðræðisríki sem fær boð á allar fínu ráðstefnurnar?

Nokkrir tenglar fyrir þá sem vilja hvað er búið að vera á seyði og hvernig er hægt að fylgjast með atburðum núna:

Rebel News - Convoy Reports.

Samantekt á Zerohedge úr ýmsum áttum.

Stutt samantekt Tucker Carlson á nýjustu viðburðum.

Viðtal Tom Woods við blaðamann sem hefur fylgst með mótmælunum frá staðnum frá upphafi en einnig aðdragandanum.

Viðtal Mikhaelu Peterson við talsmann mótmælenda, B.J. Dichter. Twitter-síða hans.

Youtube-síða Viva Frei, en hann hefur tekið upp mikið efni á staðnum og fjallar umbúðalaust um ástandið.

Fréttir Breitbart frá Kanada.

Ég spyr aftur: Ætla engin stjórnvöld að fordæma kanadísk yfirvöld?

Uppfært:

Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á leiðtoga heims til að fordæma framferði kanadískra yfirvalda hér á LifePetitions.

Mjög fín samantekt á íslensku á Frettin.is hér.

Kanadísk mannréttindasamtök eru að draga kanadíska ríkið fyrir dómstóla til að fá neyðarástandinu sem Trudeau lýsti yfir hnekkt. 

Ekki fyrir viðkvæma: Kanadíska lögreglan lemur vopnlausa mótmælendur með kylfum og slasa blaðamann á staðnum. Þetta verður að dómsmáli og nú þegar búið að safnast upp í lögfræðikostnað.

Það hlakkar í ríkisfjölmiðlinum yfir óförum bílstjóra hvers bifreiðum er búið að ræna af þeim og svipta suma þeirra atvinnuréttindum. Þar eru mótmælendur sakaðir um árásargjarna hegðun og það gefið í skyn að framferði lögreglunnar hafi verið eðlilegt í ljósi aðstæðna.

Uppfært, uppfært:

Mjög góð ræða frá kanadíska þinginu (stjórnarandstöðunni, auðvitað) sem tekur saman valdafíkn Trudeau bæði fyrr og nú og sýnir hversu gjörsamlega samhengislaust það er að setja á lög sem eiga við um stríðstíma til að forðast viðræður við vörubílstjóra. Viðræður sem ýmsir fylkisstjórar hafa vel á minnst átt og hefur leitt til afnáms bólusetningakvaða á vörubílstjóra í nokkrum þeirra.

Eftir að hafa kallað barn Gyðinga sem flúðu hreinsanir nasista og til Kanada ... nasista ... þá yfirgefur Trudeau þingsalinn. Þessi maður er einhvers konar met. Glæpamaður jafnvel. Siðblindur hið minnsta. 

Uppfært, uppfært, uppfært:

Bandaríski þingmaðurinn Rand Paul hefur nú fordæmt notkun Trudeau á neyðarlögunum og þeirri heimild sem þau veita honum til að fangelsa fólk án sakargifta og svipta það eigum sínum. Gott hjá honum!

Rebel News er hér með samantekt af ýmsu sem fór fram þegar vopnuð lögreglan réðist gegn óvopnuðum og friðsömum mótmælendum. Má þar nefna kæru vegna lögregluofbeldis og nánari upplýsingar um konuna sem lögreglan traðkaði á, með hestum!

Hér er brot úr viðtali við kanadískan vöruflutningastjóra sem sýnir hvað eftirlitsríkið er orðið þróað í Kanada, og er meðal baráttumála vöruflutningastjóranna að spyrna fótum gegn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

 Einhverveginn tókst mbl.is að fjalla um þetta eins og mótmælendum væri að kenna að lögreglan væri að beita táragasi. Ekki orð um að þetta hafi verið 23 dagur mótmæla á svæðinu eða hverju er verið að mótmæla. Alveg hreint ömurelga fáránlega illa skrifað og segir lesandanum ekkert um hvað var að gerast í landinu.

Aðeins einn þingmaður á Evrópuþinginu, frá Rúmeníu, hefur opinberlega gagnrýnt stjórnvöld í Kanada.

Þetta er ekki í lagi.

Rúnar Már Bragason, 20.2.2022 kl. 17:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Yfirvöld allra landa eru í sama liðinu.  Og við erum ekki í því liði.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2022 kl. 17:23

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Það er eins og einn sagði, "I haven't seen a single act of violence until the police arrived". 

Markmiðið var auðvitað að reyna lokka eitthvað ofbeldi út úr mótmælendum með því að keyra fast á þá og gefa þeim ekki tækifæri til að láta sig hverfa með skipulögðum hætti. Bara eitt steinkast eða ein vopnuð árás og lögreglan, jafnvel herinn, hefði gengið berserksgang.en það tókst ekki.

Geir Ágústsson, 20.2.2022 kl. 17:35

4 identicon

Einhvernveginn nær flug áróðursmaskínu falsfréttamiðla, hægri jaðarhópa og stjórnarfarsandstæðinga ekki snertingu meðal neinna stjórnvalda, hvað sem veldur.

Vagn (IP-tala skráð) 20.2.2022 kl. 17:53

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Mikill er skipulagsmáttur hægri jaðarhópa í Kanada! Maður furðar sig á því af hverju þeir nýta hann ekki til að ná pólitískum áhrifum.

Annars velti ég því fyrir mér hvort þú hafir einhvern tímann hugleitt að efast örlítið um það sem þú lest og sérð á CNN og BBC - hvort þú eigir að láta plata þig í enn eitt skiptið eða prófa að mynda eigin skoðun. En mig grunar að þú fáir laun fyrir að gera ekkert slíkt og þvert á móti eigir hamra á meginstefinu.

Annars leikur mér forvitni á að vita hvernig þú og þín tegund réttlætir innleiðingu neyðarlaga í Kanada, sem gefa yfirvöldum sömu völd og á stríðstímum. Ég gæti svo kannski þýtt þá réttlætingu og sent á Canadian Civil Libertis Association, og sparað þeim ómakið. Nema þau samtök séu hægri jaðarhópur líka.

Geir Ágústsson, 20.2.2022 kl. 19:13

6 identicon

Það er hægt að valda miklum usla og þyrla upp moldviðri þó hópur sé lítill og ekki líklegur til mikilla pólitískra áhrifa. Sérstaklega þegar ekki er verið að binda sig við það sem aðrir mun stærri og upplýstari hópar telja satt, rétt og sannað.

Og það að einhverjir telji ástæðu til að láta reyna á neyðarlög er hvorki fordæming á þeim né réttlæting fyrir þeim, og þarf ekki neyðarlög til. Það væri ekki verra ef öll lög og reglugerðir fengju umsögn dómstóla áður en til gildistöku kæmi, hvort sem það er bann við efnahagsárásum og upptaka eigna til greiðslu kostnaðar vegna þeirra, verndartollar á innflutt blóm eða koffínmagn í gosdrykkjum.

Vagn (IP-tala skráð) 20.2.2022 kl. 19:58

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Hversu lítill, skv þínum heimildum?

Geir Ágústsson, 20.2.2022 kl. 20:20

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vestræn stjórnvöld, íslensk þar á meðal, þora ekki að fara gegn Klaus Schwab sem heldur um strengi sem stjórna fasistaráðherra Kanada. Íslenskir miðlar, utan kannski Fréttin og Útvarp Saga, þora ekki að fjalla um málið og alls ekki á óhlutdrægan hátt, mbl.is þar á meðal.

Fólk heldur að nú sé allt að vera búið þar sem kóvid er að gefa eftir, en bíðið við WEF með Schwab, Gates, Soros, Karli Bretaprins, Jakobsdóttur og fleirum eiga eftir að opinbera hvað þau hafa uppi í erminni. Áætlun þeirra er alger heimsyfirráð og það með harðneskju af verstu gerð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.2.2022 kl. 20:35

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Tómas,

Schwab þessi er a.m.k. mjög ánægður með Trudeau og val hans á ríkisstjórn. Hvort það eigi að framkalla gæsahúð eða kjánahlátur læt ég aðra um að meta:

https://www.youtube.com/watch?v=RxtiD8Z6gBI&t=26s

Aðdáun Trudeau á "skilvirkni" kínverska einræðisfyrirkomulagsins er a.m.k. augljós, og opinber:

https://www.instagram.com/p/CaDPZhCjz6Q/

Geir Ágústsson, 20.2.2022 kl. 22:55

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Með þögninn er verið að samþykkja að hér hafi menn völd til að mæta mótmælum gegn mannréttindabrotum með enn verri mannréttindabrotum. 
Doctor Schwab og mini me, Castro junior gefa fordæmin.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2022 kl. 09:40

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég efast ekki um að Vagn hafi fordæmt Búsáhaldabyltinguna af heilum hug.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.2.2022 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband