Fimmtudagur, 27. janúar 2022
Grímur eru gagnslausar en sýna að Víðir hýðir þig
Andlitsgrímur koma ekki í veg fyrir veirusmit.
En þú getur sett á þig grímu til að senda skilaboð til umheimsins: Víðir hýðir mig. Ég trúi á minnisblöðin. Ég fylgist með stöðu mála og ástandi heimsins með því að lesa Fréttablaðið og horfa á RÚV, og fátt annað.
Þú veiðir ekki hornsíli í togaratroll.
Þú eyst ekki vatni með sigti.
Þú grefur ekki holu með hrífu.
En ef þú reynir þá kemur kannski einhver með fálkaorðu um hálsinn og hrósar þér. Og kannski er það nóg fyrir þig.
Engin grímuskylda í Englandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Athugasemdir
Það verður fróðlegt að sjá hvenær þessari vægast sagt ógeðfelldu og tilgangslausu grímuskyldu verði aflétt hér á landi!
Kristín Inga Þormar, 28.1.2022 kl. 11:24
Ekki í dag sé ég.
Annars fagna ég í dag 1 mánaðar grímuleysi og hef staðið að mér óteljandi ábendingar um að setja á mig grímu og illskuleg augnaráð. Grímuleysi hefur meðal annars farið fram í: Banka, almenningssamgöngum, verslunum, lyftum og skimunarstöðvum.
Geir Ágústsson, 28.1.2022 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.