Er einhver lasinn?

Ungverjar kunna ekki á íslenskar sóttvarnarráðstafanir sem meðal annars felast í að vera með hanska og spritta sig til að forðast smit frá loftborinni veiru í troðfullum matsal. Fyrir vikið er loftborin veira að smita frekar auðveldlega og þegar allir eru prófaðir á hverjum degi greinast því auðvitað smit.

En er einhver lasinn?

Markvörður liðs greinist smitaður, situr af sér nokkra daga einangrun sem hann nýtir til að gera armbeygjur og æfa stökkin sín, mætir til leiks í íþróttaleik á heimsmælikvarða, í banastuði, en greinist svo aftur. Ekki lasinn. Ekki sjúkur. Ekki máttlaus. Ekki með ógleði, þreytu, hausverk eða hósta. Heilbrigður, í stuttu máli. En greindur smitaður og sendur í stofufangelsi.

Kannski veira sem veldur ekki sjúkdómi annarra en vel þekktra áhættuhópa sem eru vonandi ekki að stunda fjölmenna viðburði sé kannski ekki endilega eitthvað sem ætti að stöðva svolítið mannamót annarra.


mbl.is Ömurleg viðbrögð Ungverja við faraldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Æ æ, strákagreyin sem eru allir tví- eða þrísprautaðir eru búnir að "gera allt rétt" og nánast einangra sig frá umheiminum frá 2. janúar, og spritta sig og vera með hanska, en samt hefur Björgvin greinst tvisvar!

Það væri fróðlegt að fá útskýringu frá sóttvarnalækni okkar hvernig svona nokkuð geti gerst, eru "bóluefnin" ekki að virka jafn vel og margbúið er að fullyrða við okkur?

Kristín Inga Þormar, 26.1.2022 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband