Þriðjudagur, 25. janúar 2022
Hlaupið í sementsskóm
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að nú þegar líkur bendi til að Covid sé á lokametrunum, þá hefjist Ólympíuleikarnir í markaðssetningu um ferðamanninn.
Hann ætti kannski á að byrja að draga til baka stanslausan áróður sinn um að taka upp svokölluð bólusetningavottorð. Bóluefnin stöðva ekki smit og koma ekki í veg fyrir að einstaklingur smiti. Fyrir ákveðna hópa, sérstaklega fimmtuga og eldri, koma þau í nokkrar vikur eftir sprautu í veg fyrir alvarleg veikindi, kannski. En lengra nær það ekki. Og mögulega hafa bóluefnin neikvæða vörn í för með sér og auka líkurnar á smiti og alvarlegum veikindum, en það er önnur saga og lengri.
Sem fyrsta skref í Ólympíuleikunum í markaðssetningu um ferðamanninn gæti Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mögulega gefið út litla yfirlýsingu eftir að hafa fengið yfirvöld til að verða sér samferða í keppninni:
Ísland leggur enga óþarfa pappírs- og sprautuskyldu á þá sem ferðast til landsins!
Það yrði góð byrjun - gott spretthlaup í kapphlaupi um verðmæta auðlind. Og mun betri byrjun en að spenna á sig sementsskó fyrir ræs.
Ólympíuleikarnir í markaðssetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Athugasemdir
Lítil er nú vonin en meiri um upptöku bólsetningarpassa miðað við síðasta minnisblaðs Þórólfus:
7. Kennarar í leik- og grunnskólum verði hvattir til að gæta vel að sóttvörnum, nota veiruheldar grímur og andlitshlífar sérstaklega ef þeir hafa ekki fengið örvunarskammt (þriðja skammt) bóluefnis. Muna þarf að full virkni örvunarskammts fæst ekki fyrr en 14 dögum eftir bólusetninguna. (Feitletrað og undirstrikað er mitt).
Hugmyndaflugið er einstakt
Rúnar Már Bragason, 25.1.2022 kl. 14:48
Kannski vandamálið sé léleg hebreska sóttvarnalæknis. Í Ísrael er fjórða gagnslausa sprautan komin í marga handleggi og hjálpaði ekki neitt.
Geir Ágústsson, 25.1.2022 kl. 15:44
Sæll Geir,
Það er nú einhver tengsl Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar við Festa sjá https://samfelagsabyrgd.is/ allavega var ég að sjá því kommentað á öðrum miðli. Að skoða heimasíðuna þeirra er að sjá Agenda 2030 - Sustainable Developmental - The Great Reset og allur pakkinn.. Ekki nema von að maðurinn sé að þrysta á bóluefnapassann. Samt svoldið sorglegt enda er maðurinn að grafa sína eigin gröf þ.e.a.s. í sambandi við ferðaþjónustuna. WEF sér framtíðina fyrir sér sem frekar ferðalagalausa, og mun skattleggja hvert einasta mannsbarn með carbon skatti og því lítið um skot-túr á Tene nema getað borgað nokkrar millur fyrir flugmiðann og að sjálfsögðu með gildan grænan bóluefnapassa.
Þröstur (IP-tala skráð) 25.1.2022 kl. 18:09
Óbólusettir smitast frekar, veikjast frekar og veikjast meira. Hvað getur Landspítalinn tekið á móti mörgum óbólusettum veikum ferðamönnum? Einum, fimm, tíu, tuttugu á dag?
Vagn (IP-tala skráð) 25.1.2022 kl. 19:50
Vagn,
Hafðu ekki áhyggjur. Yfirlæknir Covid-göngudeildar boðar að færra starfsfólk verði nú bundið við síma að hringja í hrausta einstaklinga og geti jafnvel farið að sinna sjúklingum í staðinn. Jafnvel að laga brotalamir. Kannski hann fari ná að ná afkastagetunni í tíð Björn Zoega sem gat sinnt mun fleirum í einu án þess að lýsa yfir einhverju.
Geir Ágústsson, 25.1.2022 kl. 20:04
Ég hef ekki áhyggjur, það hefur enginn sem skiptir máli stungið upp á að hætta að krefja ferðamenn um bólusetningavottorð. Og yfirlæknir Covid-göngudeildar boðar ekki að nú geti Landspítalinn bundið starfsfólk við að sinna haug af ferðamönnum svo áfram megi lengja biðlista við öðrum kvillum. Björn Zoega gat svo sinnt mun fleirum í einu vegna þess að fótbrot og botnlangabólga eru ekki hættulegir smitsjúkdómar sem kalla á aðskilið rými og starfsfólk og stór hluti starfsfólks var ekki uppgefið eða farið eftir tvö ár af yfirvinnu og aukavöktum.
Vagn (IP-tala skráð) 25.1.2022 kl. 21:28
Vagn,
Ætli það sé ekki eitthvað annað en veira sem er jafnhættuleg fólki og flensan fyrir alla undir sjötugu (allir bólusettir vel á minnst) sem þú hefur áhyggjur af. Kannski álagið vegna alvarlegra aukaverkana bóluefnanna sé að sliga kerfið. Nú eða óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða. Þú hefur aldrei viljað líta á stóru myndina. Aldrei. Og gerir sennilega aldrei. Aldrei viðurkennt að takmarkanir, skerðingar og lokanir hafi afleiðingar. Aldrei viðurkennt að skert þjónusta við fólk á sífellt vaxandi biðlistum hafi afleiðingar. Alltaf tekið undir allt frá þrí/tvíeyki.
Það er vissulega fræðandi að fá athugsemdir frá þér. En þú ert ekki að tjá þig fyrir hönd fólks sem hefur þolað þjáningar seinustu tvö ár. Alls ekki.
Geir Ágústsson, 25.1.2022 kl. 21:45
Fyrst þú segir það og vilt fara út í persónuleg skot þá jú, það er eitthvað annað en veira sem er jafnhættuleg fólki og flensan fyrir alla undir sjötugu sem ég hef áhyggjur af. Ég hef áhyggjur af veiru sem tölur sýna vera minnst 10 sinnum hættulegri en skæðustu flensur síðustu 50 ára. Veiru sem kallast SARS-CoV-2 og þú ættir einhverntíman að kynna þér.
Og ef lokanir á pöbbum skapa þér svona miklar þjáningar þá er ráð að hætta að drekka. Þú miðar allt við og talar bara fyrir sjálfan þig. Eftir tvö ár af stöðugum bloggpóstum þar sem þú hefur hampað lyfleysum, ýkt hættur og talað niður gagnsemi bóluefna, hrósað stjórnvöldum sem létu þegnana drepast í hrönnum og hvatt til afléttinga sem drepið hefðu hundruð Íslendinga er hugarfar þitt nokkuð vel kortlagt.
Þú tilheyrir fámennum jaðarhópi pólitískra viðriðna sem stundar það að dreifa ósannindum og þvælu til að koma höggi á stjórnvöld og skapa glundroða og upplausn. Dauði og þjáning samborgaranna er bara eitthvað sem þú telur þig geta notað í þinni pólitísku krossför og skiptir þig annars engu.
Þú ert ekki að tjá þig fyrir hönd fólks sem hefur þolað þjáningar seinustu tvö ár. Alls ekki. Ef eitthvað þá ert þú frekar fúll yfir að þjáningar alls almennings voru ekki eins miklar og þú reyndir að gera þær. Ekkert af spádómum þínum hefur ræst, enginn af óskum þínum orðið að veruleika og öllum þínum tillögum verið hafnað af almenningi og stjórnvöldum.
Það mætti örugglega segja meira um þig. En þessir örfáu punktar um það helsta verða að nægja.
Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2022 kl. 01:03
Fyrir þá sem vilja sjá leiðina úr kófinu:
https://gbdeclaration.org/
Geir Ágústsson, 26.1.2022 kl. 06:08
gbdeclaration.org: Bull sem byggði á fáránleika og dó veturinn 2020/2021, og jafnvel hörðustu "sleppum veirunni lausri" talsmenn hafa þagað um síðan, þegar greinilegt varð að tillögurnar væru til þess fallnar að margfalda dauðsföll án þess að skila tilætluðum árangri.
Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2022 kl. 09:22
Vagn missti af því að bóluefnin (bóluefnapassi) gerðu það sem Great Barrington yfirlýsingin lagði til, að smitin fengju að dreifa sér.
Þannig séð gerðu bóluefnin (bóluefnapassi) eitthvað rétt.
Rúnar Már Bragason, 26.1.2022 kl. 10:37
Vagn,
Uppnefni eru og hafa alltaf verið þitt einkenni. En það breytir engu. Nú fjarar undan fólki eins og þér í fleiri og fleiri ríkjum. Fjöldamótmæli, ótti stjórnmálamann við flengingu í næstu kosningum, risavaxinn fórnarkostnaður aðgerða, vaxandi fátækt og misskipting, læknar loksins að stíga fram, ósjálfbær skuldafjöll og nú seinast vaxandi verðbólga, svo eitthvað sé nefnt, var frá upphafi augljóslega að fara versna og versna, sérstaklega þegar menn draga heimatilbúið neyðarástand á langinn, í 2 ár.
En hey, "enginn" sá neitt fyrir!
Geir Ágústsson, 26.1.2022 kl. 10:48
Hvar finnur þú uppnefni hér að ofan?
Veiran er af verða skaðminni og verður af lokum skaðlaus. Og það án þess að hér hafi nokkur hundruð drepist eins og ótímabærar afléttingar eða minni takmarkanir hefðu skilað.
Fórnarkostnaðurinn er ekki mikill og vel viðráðanlegur.
Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2022 kl. 11:06
Mér sýnist þróunin vera sú að bólusettir muni viðhalda veirunni út í hið óendanlega, þeir sjá til þess að veiran stökkbreytist aftur og aftur þangað til hvað? Við skulum samt vona það besta. Þríeykið hefur staðið sig mjög vel í að viðhalda veirunni. Það er sorglegt að horfa upp á að það skuli ekki vera nýtt tækifærið þegar veiran er nánast skaðlaus og sleppa öllu lausu. Stefnan virðist vera sú að halda veiru niðri þangað til það birtist næsta afbrigði sem getur sett allt í lás. Ráðamenn landsins eru búnir að sýna eitthvert mesta vanhæfi sem um getur í sögu landsins.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 26.1.2022 kl. 13:37
Já, margir halda því fram að hin svokölluðu bóluefni þvingi veiruna til að stökkbreyta sér. Ég myndi vilja sjá meiri gögn því til staðfestingar, en finnst það samt ekkert ólíklegt.
Það er t.d. ljóst að óhófleg uppáskrift af sýklalyfjum hefur búið til sýkla sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum, þó vitanlega séu mRNA lyfin annars eðlis, þar sem þau eiga við RNA-ið í frumunum.
Það er reyndar einmitt það sem er svo óhugnanlegt við þau. Óháð því hvort þau búi til fleiri og sterkari stofna af kóvídveirunni eða ekki, þá er mRNA tæknin allsendis óprófuð lyfjatækni, fyrir utan þær tilraunir sem hafa verið gerðar á fólki nú í bráðum tvö ár.
Theódór Norðkvist, 26.1.2022 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.