Sunnudagur, 23. janúar 2022
Hænuskref til vorsins
Þriðja árið í röð stefnir í að páskunum verði aflýst, svokallaðar aðgerðir í gangi og þegar sólin fer að láta sjá sig með vorinu fer allt umstangið að skila árangri og fálkaorðum deilt út.
Þegar undirbúningur að Þjóðhátíð er kominn vel áleiðis verður svo á ný blásið til takmarkana og henni aflýst, þriðja árið í röð.
Allt þetta nema almenningur ranki við sér, hætti að halda að sprautur leysi öll vandamál og standi í lappirnar gagnvart yfirvöldum.
Fleiri þingmenn mættu líka ranka við sér úr rotinu.
Ísland er á vegferð með þeim ríkjum þar sem almenningi er treyst minnst. Af mikilli alvöru er talað um að mismuna þegnum eftir lyfjagjöf. Takmarkanir á að afnema í hænuskrefum sem jafnoft eru tekin áfram og aftur á bak.
Í boði íslensks almennings.
Afléttingar fram undan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Athugasemdir
Það heitir ekki að aflýsa páskunum að þú fáir ekki að fara á pöbbinn.
Aðgerðir munu miðast við þróun mála á hverjum tíma, hver sem hún verður, og reynslu af fyrri aðgerðum.
Almenningur er að stærstum hluta vel vakandi og gerir sér fulla grein fyrir ástandinu og nauðsyn aðgerða. Það eru aðrir sem lengi hafa sofið Þyrnirósarsvefni og lifað í einhverjum draumaheimi.
Og traustið byggir á fyrri reynslu. Þær afléttingar sem byggðust á trausti og ekki var farið eftir eru ekki líklegar til að verða teknar upp aftur.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 15:29
Til samanburðar má nefna Írland sem kastar af sér öllum takmörkunum núna samhliða metfjölda smita. Og England. Og vonandi Danmörk fyrir mánaðarmót ef marka má umræðuna.
Geir Ágústsson, 23.1.2022 kl. 18:01
Vagn,
Nú má vel vera að þér leiðist almennt mannamót, félagsstarf barna, trúarlegar samkomur, fjölskylduveislur og ferðalög. Ég giska raunar á að það sé raunin. En það er til dæmis búið að aflýsa ungmennamóti á skíðum tvö ár í röð. Þetta eru börn og ungmenni að reyna stunda íþrótt en hrædda fólkið á mölinni sér háar svokallaðar smittölur. Fyrir þessa krakka er í raun búið að aflýsa páskunum. Margir mánuðir af undirbúningi, tilhlökkun, spenningi. En nei, hrædda fólkið ræður.
Geir Ágústsson, 23.1.2022 kl. 18:08
Það eru fleiri en ungmennin sem koma að ungmennamóti á skíðum. Þar ættu að vera fjöldi þjálfara, aðstoðarmanna, starfsmanna og foreldra. Einhverstaðar þarf svo allt þetta lið að sofa og borða. Þó þetta heiti ungmennamót á skíðum þá er þetta bara margra daga fjölmennt mannamót fólks á öllum aldri.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 18:26
Þó ég sé ekki mótfallinn ferða- og samkomuhömlum, hef ég samt áhyggjur af þeim. Efnahagslífið byggir á hreyfingu. Bæði hreyfingu fjármagns og fólks.
Theódór Norðkvist, 23.1.2022 kl. 18:56
Almenningur mun ekkert ranka við sér.
Sprauturnar virðast gera illt verra: https://assets.publishing.service.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/1049160/Vaccine-surveillance-report-week-3-2022.pdf
https://dailyexpose.uk/2022/01/22/triple-vaccinated-account-for-most-covid-hospitalisations/
Meira: https://www.thegatewaypundit.com/2022/01/just-latest-uk-data-shows-covid-infection-rate-among-triple-jabbed-boosted-higher-rising-faster-unvaccinated-across-almost-every-age-group-proving-vax-passports-effecti/
Enn meira: https://www.naturalnews.com/2022-01-22-israel-most-covid-cases-per-capital-world.html
Fólk er allt of djúpt sokkið. Hvað er það kallað... "sunken costs fallacy."
Ásgrímur Hartmannsson, 23.1.2022 kl. 19:37
Ásgrímur,
Þú ert svartsýnn en ég skil þig. En ég held að flóðgáttirnar séu að bresta. Í alvöru. Kannski ekki á Íslandi í ár en í mörgum ríkjum nógu nálægt Íslandi til að vera ekki afskrifuð eins og skottulæknaríki.
Geir Ágústsson, 23.1.2022 kl. 22:17
Vagn,
Ég er með línu á Skíðasamband Íslands. Kannski þú værir til í að halda litla fyrirlestra fyrir krakkana þar.
Geir Ágústsson, 23.1.2022 kl. 22:25
Óþarfi, þar er heill haugur af fullorðnu fólki auk foreldra sem geta sagt þeim hvers vegna viljinn til að smitast og smita aðra sé ekki mikill.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 22:59
Svo bregðast krosstré sem önnur, CNN að gefa sig:
"But a political urgency is appearing in much of the West to return societies to a sense of normality -- with the transmissibility of Omicron forcing leaders to choose between rolling back public health measures or seeing their workforces and economies risk grinding to a standstill."
https://edition.cnn.com/2022/01/22/world/omicron-changed-pandemic-intl-cmd/index.htm
Orðið "SMIT" farið að fá minna vægi.
Geir Ágústsson, 23.1.2022 kl. 23:15
"a political urgency" hvernig tengist það skynsemi, heilsu og öryggi almennings? Er það ekki hugtakið sem notað er þegar pólitíkusar fórna lífi og heilsu samborgaranna, fara í stríð eða bora eftir olíu á varpstöðum friðaðra fugla?
Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 00:04
CNN, aftur:
Omicron's reduced severity compared to previous variants, and the perceived likelihood that individuals will eventually be infected, have contributed to that relaxation in people's mindsets, Williams said. This has even caused some people to actively seek out the illness to "get it over with" -- a practice experts have strongly warned against.
https://edition.cnn.com/2022/01/22/world/omicron-changed-pandemic-intl-cmd/index.html (tengill var rangur í fyrri athugasemd)
Geir Ágústsson, 24.1.2022 kl. 08:29
Já, þú ert ekki einn um það að telja minni hættu enga hættu. Og sennilega munu einhverjir ekki hlusta á sérfræðingana. Vonandi án skaða fyrir sig og aðra.
Vagn (IP-tala skráð) 24.1.2022 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.