Laugardagur, 22. janúar 2022
Varúð! Upplýsingar!
Hér er svolítill spurningalisti sem tekur enga stund að smella í gegnum:
https://www.bolusetningarad.is
Það sem tekur tíma er að lesa viðbrögðin við svörunum. Við hverri einustu spurningu er nánast heil fræðigrein um af hverju svar er rétt eða rangt.
Svona lagað er auðvitað óhollt fyrir þá sem svara rangt og vilja vita af hverju. Hættan er sú að þurfa kynna sér málin, skoða, vega og meta. Ekki bara hægt að treysta á fyrirsagnir fréttamiðlana. Rannsóknir! Greinar! Upplýsingar!
Ég vona samt að sem flestir opni og smelli aðeins. Það versta sem gerist er að maður missir af næsta fréttatíma. Sem er kannski um leið það besta sem gerist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Varúð! Upplýsingar! Frá einhverjum, skráðum í Rúmeníu, sem felur sig og vonar að einhver telji sig ekki vera að blekkja!
Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 18:29
Það sem tekur tíma er að lesa viðbrögðin við svörunum. Við hverri einustu spurningu er nánast heil skáldsaga um af hverju svar er rétt eða rangt. Með fjölda vísana á síður sem flestar eru helst þekktar fyrir að ljúga og blekkja.
Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 18:37
https://www.ruv.is/frett/2022/01/22/umbodsmadur-barna-varar-vid-villandi-upplysingum
Er þetta fréttin sem þú vonaðist til að fólk missti af?
Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 19:31
Sæll Geir
ég veit ekki hver setti þetta próf á netið, en þetta voru 7 laufléttar spurningar sem ég fékk fullt hús stiga í réttum svörum.
Ég þurfti ekki að fá útskýringar fyrir því að ég hafi svarað rétt, því allar upplýsingar hafa verið á netinu í langan tíma fyrir alla sem nenna að lesa sig aðeins til að vega og meta hvað sé rétt og rangt.
Ég las þessi 3 innlegg frá Hr. Vagni hér á undan og ég veit ekki enn á hvaða vegferð hann er.
Mögulega er hann að láta okkur lesa meira til að þess að sannfæra okkur betur um hvað sé rétt og rangt, við vegferð og aðgerðir heimisins gagnvart þessum meinta faraldi, og þá einnig íslenskum yfirvöldum.
Ég veit ekki hvort hann hafi spreytt sig við þesar 7 surningar og hvort hann hafi lesið allar þær vísabendingar sem vísað var til.
En Hr. Vagn er líklega vel meinandi og vill leiðrétta allan misskilning hjá öðrum um að trúa ekki öllu sem er framreitt af óháðum fréttamiðlum og öðrum sérfræðingum, sem hann er ekki sammála.
Hann vill að við hugsum vel og hlustum á hvað okkur er sagt í íslenskum fjölmiðlum og ekkert annað.
Ég og fleiri hlustaðu á opinn fund Velferðarnefndar Alþingis, þar sem það kom fram að þessi tilraunalyf sem væri að sprauta í íslendinga væri þáttur í tilraun lyfjarisanna sem tæki enda 2023 og gagnvart börnum myndi það ljúka 2026.
Ráðherra heilbrigismála landsins orðaði lok tilraunar 2026, þegar stóð til að ákveða að sprauta börn 5-11 ára.
Þá horfði ég og fjölmargir íslendingar á opna útsendingu, frá verðlaunuðu, þríeykinu.
Þar kom spurning fram til Sóttvarnarlæknis um hvort hann viti um að hann sé að sprauta íslendinga með tilraunalyfjum skv, samingum sem Ríkisstjórn okkar hafði skrifað undir.
Svar Sóttvarnarlæknis fólgst í undslætti og að endingu þá vissi hann ekkert, hann hafi ekki haft aðkomu að samningi sagði hann og hann vissi því EKKERT um innihald þessa samnings.
Ef við tökum þetta stutt saman:
A. Sóttvarnarlæknir vissi ekkert um þennan samning
B. Sóttvarnarlæknir vissi ekki um að það væru tilraunalyf sem hann var með í höndunum.
C. Honum stóð á sama um allar afleiðingar, sem þessi tilraunalyf, hefðu á líf íslenginga
Það væri gott að Hr. Vagn gæti komið fram enn einu sinni enn og útskýrt fyrir öllum þeim sem leggja við hlustir, fylgast með fréttum, og hafa sótt upplýsingar um allan heim, falskar eða réttar, um hvers vegna að Sóttvarnarlæknir okkar hafi svarað út í hött og borið við vanþekkingu á samningi um tilraunalyf sem hann hefur áeggjað alla íslendinga að fá í sinn arm.
Eggert Guðmundsson, 22.1.2022 kl. 21:06
Vagn,
Takk fyrir að leggja þitt af mörkum til opinberrar umræðu. Ég þakka sjálfum mér um leið fyrir að heimila slíkt á þessari síðu.
Geir Ágústsson, 22.1.2022 kl. 21:13
Þetta er flott síða. Þarna eru allar upplýsingar sem fólk þarf til að taka upplýsta ákvörðun.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.1.2022 kl. 21:43
Ég fór í gegn um allar 7 og fekk 13 upp á dönsku.
Guðmundur Jónsson, 22.1.2022 kl. 22:38
Sæll Geir, ég vil þakka þér kærlega fyrir að vara okkur við upplýsingunum en það sem gleymdist hjá þér er að benda fólki á hvar "safespace" er að finna, fyrir þá sem of-triggerast.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.1.2022 kl. 23:06
Gleymið því ekki að kerran er með mörg hjól undir vagninum.
Hann opinberaði sig, ábyggilega óvart, fyrir hvern og hverja
hann er að srifa þegar hann setti í eitt kommentið hjá
þér Geir, "VIÐ STJÓRNVÖLD".
Útskýrir ansi margt um hvernig kommentin eru frá þeim bæ.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.1.2022 kl. 12:03
Sigurður,
Mér er alveg sama fyrir hvern Vagninn er að vinna. Möppudýr í ráðuneyti, skrifstofumaður hjá opinberri stofnun, hvað sem er. Mér er líka sama hvar góð tenglasöfn í spurningalista á netinu eru hýst og hvort þeir eru birtir undir nafni eða nafnlaust.
Mér finnst líka skrýtið að maður sem skrifar undir dulnefni sé að gagnrýna aðra sem kjósa að halda nafni sínu fjarri.
Geir Ágústsson, 23.1.2022 kl. 12:15
Takk fyrir svarið Geir.
En ég gleymdi að þakka þér fyrir þessa
spurningasíðu. Tók prófið og fékk fullt hús 7/7.
Mjög gott fyrir alla að taka prófið og nóg er
af upplýsingunum fyrir hverja spurningu.
Skil ekki þá sem eru á móti því að fólk afli sér upplýsinga
aðrar en þær sem koma frá fálkunum þremur eða Ruv.
Tek undir með þér varðandi dulnefnin.
Sigurður Kristján Hjaltested, 23.1.2022 kl. 12:43
Það er eitt að koma fram undir dulnefni og annað að koma fram sem einhver annar. Ekki þykist ég vera Geir, Kári Stefáns, Forsetinn eða Umboðsmaður Barna. Ég er ekki að reyna að öðlast trúverðugleika hjá fólki með því að þykjast vera annað en einhver undir dulnefni. Ég er ekki að beita lævísum blekkingum til að veiða vitgranna og fáfróða.
Vagn er bara Vagn en Bólusetningaráð er ekki það sem það þykist vera.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 14:28
Góður hlekkur Geir! Þetta hefur aldeilis hrist uppí óþverra piltinum honum Vagni. Hahaha! Hann er óknytta strákur, svona einsog Gutti. Og við vitam hvernig fór fyrir Gutta.
Ágúst Kárason, 23.1.2022 kl. 14:30
IP talan hjá Gutta er í Rúmeníu og Noregi og Ítalíu líka hahaha! Hann er að nota VPN og vill ekki láta komast upp um sig.
Ágúst Kárason, 23.1.2022 kl. 14:32
Vitgranni Ágúst, ef þú ætlar að ljúga lærðu þá að gera það ekki eins og 5 ára.
Það er ekki hægt að nota erlendar IP tölur til að pósta hér nema vera innskráður á bloggið. Og þó það væri hægt og ég notaði VPN þá er ég samt bara Vagn og ekki að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 15:48
Eftirfarandi ljósmynd náðist af Vagninum og tveimur félögum hans. Þeir voru að kynna sér gögn um kóvidfaraldurinn.
Theódór Norðkvist, 23.1.2022 kl. 16:41
Teddi bara málefnalegur í dag, eða eins og hann getur. Töfraorðið er nefnilega gögn, ekki slúður, ekki sögusagnir og ekki matreiddar endursagnir á vafasömum síðum. Og maður leitar þar sem þau er að finna. Kíkir jafnvel undir yfirborðið og tékkar hvort eitthvað sé verið að fela. En Teddar sem trúa falsspámönnum og blekkingameisturum í blindni sjá það sem flótta.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 17:26
Efast ekki um það eina sekúndu að þú hafir fundið mikið af gögnum undir yfirborði eyðimerkursandsins.
Theódór Norðkvist, 23.1.2022 kl. 17:45
Sennilega margfalt meira en þú hefur kynnt þér.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 18:15
https://www.youtube.com/watch?v=lhckuhUxcgA
Theódór Norðkvist, 23.1.2022 kl. 18:51
Verið nú kurteisir strákar. Þótt ég umberi lélega mannasiði Vagns þá býst ég við meira af ykkur hinum.
Geir Ágústsson, 23.1.2022 kl. 19:32
Þetta var nú bara saklaust grín, ekki illa meint. Skal þó taka tillit til beiðni þinnar. Málið er bara að þegar Vagn kom með kenninguna um að dauðsföll af völdum tilraunalyfjanna, væru út af kattaofnæmi, þá gast ég upp á að reyna að eiga vitrænar umræður við þennan mann. Sá að það myndi aldrei vera hægt og greip því til kaldhæðninnar.
Theódór Norðkvist, 23.1.2022 kl. 20:21
Geir, þeir sækja í þetta, biðja um það og ýta undir. Ég bara svara þeim og verð við þeirra óskum. Heldur þú að einhver kalli mig óþverra pilt, að fyrra bragði áður en ég hef sagt orð við hann, til að fá klapp á öxlina? Og varla fer ég að hrósa Tedda fyrir myndina sem hann segir af mér. Bara verst hvað þetta er auðvelt. Nærri því eins og að sparka í slefandi fávita sem geta sér enga björg veitt.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 20:40
Og Geir, ég vissi ekki að lestrarörðugleikar og slakur lesskilningur væri ástæða þvælunnar úr Tedda. Ég lofa að vera sérstaklega varkár í umgengni við hann.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 20:47
Er sammála þér Geir, að maðurinn er ruddi og dóni og staðfestir það í þessum síðustu tveimur athugaemdum sínum. Skítkast hans kemur mér ekki á óvart.
Ég ætlaði ekki að svara skítapillunum frá honum en get ekki setið undir því að vera sagður lygari / með engan lesskilning. Því birti ég orðrétt það sem hann sagði og ég var að vitna í.
Hver og einn getur síðan túlkað það sem hann / hún vill. Ég túlkaði það eins og að framan greinir og stend við þá túlkun. Punktur.
Teddi, ef Geir kæmi með tíu manns heim til mín, sprautaði þá með bóluefni fyrir framan nefið á mér og léti mig horfa á þá drepast, þá myndi ég til dæmis vilja vita hvort hann hafi gefið þeim eitthvað áður en hann bankaði upp á hjá mér. Hvort þeir hefðu verið með bráðdrepandi kattaofnæmi og hvernig þessir tíu voru valdir. Það væri margt sem þyrfti að skoða áður en staðfest væri að bóluefnin hefðu verið orsökin. Grunur er engin staðfesting.
Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2021 kl. 15:37
Umræðan snerist m.a. um að íþróttamenn í heimsklassa væru að drepast eða voru nálægt því að drepast og dauðsföll í öðrum hópum líka, hefðu stóraukist eftir að bólusetningar hófust.
Þetta hér að framan var sem sagt það sem Vagninum þótti líklegustu ástæðurnar. Allt annað en tilraunalyfin. Umræðan í heild:
https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2272926/#comments
Theódór Norðkvist, 23.1.2022 kl. 22:09
Eins og sést hér fyrir ofan, á muninum á skilningi Tedda og því sem sagt var, þá er lesskilningur Tedda ekki upp á marga fiska.
Síðan mætti benda Tedda aftur á að fjölgunin er minni en hann heldur og svipuð og undanfarin ár. Og í nær öllum tilfellum hefur ekki verið sýnt fram á tengsl við bóluefni, margir voru ekki einu sinni bólusettir. En hann las víst eitthvað annað á samfélagsmiðlum, sem hann trúir frekar en helstu fjölmiðlum og íþróttasamböndum.
Vagn (IP-tala skráð) 23.1.2022 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.