Íslenskar rollur og opin girðing

Smitum fjölgar!

Nýtt afbrigði!

Þess vegna er hyggilegt að slaka á takmörkunum og hleypa venjulegu samfélagi í gang aftur.

Segir forsætisráðherra Bretlands.

Segja ýmis samtök og sífellt fleiri stjórnmálamenn og spekingar í Danmörku.

Segir forseti Spánar.

Og fleiri og fleiri og fleiri.

Hvers vegna? Jú því þessi eltingaleikur við smitin er í vaxandi mæli orðinn algjörlega ónothæf aðgerð. Ríki eins og Ísland, England og Svíþjóð eru einfaldlega ekki að sjá vöxt á innlögum fólks vegna veiru sem endurspeglar útbreiðslu smita í samfélaginu.

Börn sem er búið að troða pinna í eru til dæmis lítið sem ekkert að skila sér á spítalana. Ungt og hraust fólk sem hefur látið hjakkast á nefkokinu sínu fagnar sínum jákvæðum smitum á meðan það situr af sér stofufangelsi yfir einhverri streymisþjónustunni og hlakkar til næsta ferðalags. 

En hvað gera íslensku rollurnar þegar álfar og ólfar boða hræðslu og hamfarir? Jú, þær stara á galopna girðinguna en hreyfa sig hvergi. Þær þora ekki út fyrir. Þær segja ekkert. Þær láta troða í sig pinnum og prikum og úrskurða sig fársjúkar og hættulegar umhverfi sínu. Engin gagnrýni. Engin barátta. Ekkert. Stara bara á opna girðinguna sem þær gætu hæglega hlaupið út fyrir en gera ekki.

Kannski eiga Íslendingar skilið að mega ekki neitt og lifa í sífelldum ótta. Kannski það sé bara verðskulduð umbun fyrir fylgispekt, skort á gagnrýnni hugsun og ofurtrú á blaðamenn sem spyrja helst að því hvort ekki eigi að loka skólunum.

Kannski.


mbl.is Endurskoða þurfi gildandi takmarkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki alveg rétt hjá þér

Létting á sóttvörnum er fyrst og fremst af því þetta afbrigði veikir ekki fólk einsog t.d. Delta.

Hafa skal það sem rétt er.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 13:15

2 identicon

Á meðan nýtt skaðminna afbrigði er bara viðbót og ekki fækkar smituðum af eldra hættumeira afbrigði miðast takmarkanir við hættuna af báðum.

Ýmsir pólitíkusar, hagsmunasamtök, jaðarhópar og álhattar hafa frá upphafi kallað eftir afléttingum. Og það verður seint viðmið á hvað skynsamlegt er að gera.

Og ríki eins og Ísland, England, Danmörk og Svíþjóð eru einfaldlega að sjá vöxt á innlögum fólks og fjölgun dauðsfalla. Er eitthvað við þá sviðsmynd sem kallar á afléttingu?

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 15:53

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hrædda fullorðna fólkið á einfaldlega að stofna reikning á heimkaup.is og láta samfélagið í friði. Þetta kvefafbrigði sem ég fékk og fann varla fyrir er blessun og lykill að opnu samfélagi.

Geir Ágústsson, 22.1.2022 kl. 15:58

4 identicon

Geir, þú ert ekkert viðmið, hvorki hér á Íslandi né hjá þér í Danmörk, og "hrædda fullorðna fólkið" er samfélagið en ekki pólitíkusar, hagsmunasamtök, jaðarhópar og álhattar sem telja sig vera það. Gettu hvaða hópi þú tilheyrir. Það er eitthvað fyrir þig að pæla í þarna á pöbbnum.

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 16:51

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

"hrædda fullorðna fólkið" er samfélag en ekki þjóðfélgið. Enginn einn hópur á að hafa of mikil ítök í þjóðfélaginu, þótt woke sinnar gangi út frá því.

Rúnar Már Bragason, 22.1.2022 kl. 17:21

6 identicon

Þú ert eitthvað að misskilja "woke". Ég er nokkuð viss um að þeir sem fylgja jafnrétti og eru mótfallnir mismunun, woke sinnar, gangi ekki út frá því að einn hópur eigi að hafa of mikil ítök í þjóðfélaginu. Það er samt ekki þar með sagt að þeir séu fylgjandi því að blindir fái að aka strætó og grunaðir barnaperrar vinni á leikskólum.

Vagn (IP-tala skráð) 22.1.2022 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband