Gullfiskaminnið hrjáir hrædda þjóð

„Það vantar bara að segja það formlega.“

Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og áróðursmeistari, þegar hann er spurður að því hvort stefna íslenskra yfirvalda sé að láta heimsfaraldurinn hræðilega „gossa“ til að búa til hjarðónæmi. 

Og hvað þýðir það nákvæmlega þessi skilgreining Björns Inga á hvað er að „láta gossa“?

Jú, 20 manna samkomutakmörkun. 20! En 50-200 manns ef menn fara í gegnum prófunaræfingar, haldi tusku fyrir vitunum og forðist að faðma vini sína og fjölskyldu.

Bannað að skemmta sér lengur en til klukkan tíu á kvöldin.

5% þjóðar í stofufangelsi.

Helmingun á afkastagetu líkamsræktarstöðva og meira að segja skíðasvæða!

Þessar takmarkanir og fleiri eru sem sagt skilgreiningin á því að „láta gossa“!

Hvernig á þá að koma í veg fyrir að veira sé „látin gossa“?

Sennilega loka því sem má í dag vera opið á skertum afköstum. Þar á meðal skólunum auðvitað. Fjölga grímum. Fjölga sprautum. En auðvitað ekki fjölga sjúkrarúmum. 

Það má jú ekki „láta gossa“, er það?

Gullfiskaminnið er hér algjört. Fyrir 24 mánuðum mátti halda tónleika, brúðkaup og fermingarveislur óháð því hvaða veira var á sveimi. Nú heitir það að „láta gossa“ að takmarka samkomur við 200 manns.

Annars dugir nú ekki að vera alltaf á móti. Ég vil því stinga upp á málamiðlun:

Þeir hræddu og margsprautuðu haldi sig heima en við hin tökum upp eðlilega lífshætti og skulum meira að segja passa að taka lýsi daglega til að styrkja ónæmiskerfið og hlífa heilbrigðiskerfinu. Yfirvöld hætti að banna snemmmeðferðir fyrir þá sem finna að veira er mætt.

Kennarar sem þora ekki í vinnuna af ótta við hin ósprautuðu börn sem eiga enn langt í land að fá þriðja skammtinn (sem er víst forsenda einhvers konar verndar gegn nýjasta afbrigðinu) geta setið heima hjá sér. 

Kjánalegar verklagsreglur sem flækja störf heilbrigðisstarfsfólks verði afnumdar. Einkaaðilar fái að létta á álaginu.

Eingöngu lasið fólk er beðið um að sitja af sér einkenni og hor, en ekki aðrir.

Þeir hræddu halda sig heima. Hinir ekki. 

Allir sáttir, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta er tillaga sem er ekki hægt að hafna.

Kristinn Bjarnason, 13.1.2022 kl. 13:29

2 identicon

Geir, getur þú ekki látið gossa og sótt um að vera sóttvarnarlæknir?

Eða kannski bara senda heilbrigðisráðherra minnisblað!!

Halldór (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 17:37

3 identicon

Takk fyrir góða pósta.

Kalli (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 20:43

4 identicon

Það er mikið hvað þú tekur Björn Inga Hrafnsson alvarlega. En hans tillögur og uppástungur hafa sama vægi og þínar....ekkert.

Vagn (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 20:45

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ertu sammála því að það sé verið að láta veiruna gossa á Íslandi miðað við núverandi skerðingar á borgaralegum réttindum?

Geir Ágústsson, 13.1.2022 kl. 21:18

6 identicon

Hvenær urðu það borgaraleg réttindi að fá óhindrað að smita aðra af hættulegum sjúkdómum? Eru þá ekki hraðatakmarkanir nálægt skólum og bann við þrælaeign skerðingar á borgaralegum réttindum?.....sennilega eru það skerðingar á borgaralegum réttindum í þínum hugarheimi.

Vagn (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 21:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Margsprautaðir smita aðra líka. Pfizer er að þróa eitthvað nýtt gegn nýjasta afbrigðinu því gamla glundrið virkar ekki. 

En að öðru: Eru núverandi takmarkanir þess eðlis að það sé verið að láta veiruna gossa?

Geir Ágústsson, 13.1.2022 kl. 22:03

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Veiran virðist smita alla villt og galið, nánast óháð hve oft þeir hafa verið sprautaðir.

Vísbendingar eru um að sprautaðir smiti aðeins meira, og því meira eftir því sem þeir eru meira sprautaðir, því þeir hafa meiri einkenni.

Annað og verra virðist svo blasa við: 

https://www.zerohedge.com/medical/nationwide-surge-deaths-among-people-aged-18-49-state-state-overview

Fleiri og fleiri taka eftir þessu, ekki alir á sama stað í heiminum.

Get bent á Hagstofuna ef menn vilja bera saman.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.1.2022 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband