Trúir þessu einhver?

Eins og staðan er núna eru 5.534 í einangrun með Covid-19 og 7.710 í sóttkví en alls eru því 13.244 annaðhvort í einangrun eða sóttkví á Íslandi. 

Til hvers? Jú, til að stöðva útbreiðslu veiru.

Til hvers? Jú, til að hlífa heilbrigðiskerfinu þar sem er búið að senda stóran hluta starfsmanna heim til sín til að stöðva útbreiðslu veiru.

Til hvers? Jú, til að það sé tryggt að allir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda geti fengið hana. Nema auðvitað þeir sem eru á biðlistum. Þeir fá ekkert.

Til hvers? Jú, því aðgangur að heilbrigðisþjónustu er svo mikilvægur að það á helst enginn að þurfa á henni að halda til að allir geti fengið hana þegar þeir þurfa.

Til hvers? Jú, því annars er hætta á því að lasið fólk komist ekki undir læknishendur.

Samfélagið er nú aðlagað að spítala sem vill helst ekki fá neina sjúklinga því hann er búinn að senda svo mikið af starfsfólkinu heim. Meira að segja fullmannaður er hann alltaf að springa og í eilífu neyðarástandi og vill helst ekki að fólk þurfi á honum að halda.

Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé að myndast stórt og öflugt hliðarsamfélag þar sem fólk í sóttkví og einangrun hittist á bak við lokuð gluggatjöld og baktalar hrædda nágranna sína sem keyra aleinir með grímu í bílnum og spritta sig til sprunginnar húðar. Ég eiginlega vona það en sennilega skjátlast mér.

Hvað um það, það stendur til að brjóta dönsk sóttvarnarlög núna og best að koma sér að verki.


mbl.is Aldrei fleiri í einangrun og sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þetta á að vera reglan er auðvitað ástæðulaust að láta þetta takmarkast við þessa ákveðnu veiru. Hefðbundna flensan getur verið skaðleg - kannski full ástæða til að setja á útgöngubann og aðrar takmarkanir svona á haustin, meðan hún er að ganga yfir. Líka þegar hált er, því þá detta svo margir á svellinu og þurfa aðhlynningu á spítalanum. Og þar fram eftir götunum.

Matthías (IP-tala skráð) 29.12.2021 kl. 15:54

2 identicon

Á Landspítala eru yfir fimm þúsund starfsmenn og nú eru 120 þeirra, rúmlega 2%, í einangrun vegna COVID, eða stór hluti eins og verkfræðingurinn metur það.

Vagn (IP-tala skráð) 29.12.2021 kl. 16:33

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Brjóttu sem flest dönsk sóttvarnarlög, mér hefur tekist að brjóta þau íslensku í vel á annað ár núna án þess að fá svo mikið sem hor í nös!

Kristín Inga Þormar, 29.12.2021 kl. 22:22

4 identicon

...án þess að fá svo mikið sem hor í nös! Og ekið á 100 í nágrenni skóla án þess að fá svo mikið sem hnikk á hálsinn!

Vagn (IP-tala skráð) 29.12.2021 kl. 23:18

5 identicon

Sá sem borgar leigupennanum hér að ofan fyrir áróðursskrifin er ekki að fá mikið fyrir peningana.

Matthías (IP-tala skráð) 29.12.2021 kl. 23:29

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ástæður spítalans fyrir neyðarstiginu eru margar hverjar skrautlegar:

    • Fjölgun innlagna "vegna" Covid

    • Margir starfsmenn fjarri vinnu

    • Mikið um smit innan spítalans

    • Ekki hægt að útskrifa sjúklinga sem hafa lokið meðferð

    Ég sé ekki hvað gæti farið meira úrskeiðis þarna.

    Geir Ágústsson, 30.12.2021 kl. 09:14

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband